Ţriđjudagur, 9.10.2018
Ţrífst akademískt frelsi án tjáningarfrelsis? Berufsverbot notađ í ţágu pólitísks rétttrúnađar!
Er ţađ hlutverk Háskólans í Reykjavík ađ ofsćkja kennara sína vegna ţátttöku ţeirra í léttu rabbi í lokuđu rými utan vettvangs skólans?
Er ţađ hlutverk fjölmiđils eins og DV ađ lauma blađamanni inn í rabbhóp til ađ slá ţví síđar upp sem ćsifrétt, ađ einhver hafi rćtt međ galsafengnum hćtti, meira í gamni en alvöru, um hitt kyniđ? Birtist í ţví virđing DV fyrir tjáningarfrelsi manna? Er ekki frelsi manna til "skođana sinna og sannfćringar" (73. gr. stjórnarskrár Íslands) ein meginforsendan fyrir tilverurétti dagblađa eins og DV og samfélagslegu hlutverki ţeirra?
Er ritstjórn ţess fjölmiđils hreykin af ţví ađ hafa komiđ ţví til leiđar, ađ hálćrđum háskólakennara var bolađ úr starfi međ engum fyrirvara vegna skođana sinna, sem hann gerđi ekkert til ađ dreifa međal kennara né nemenda og heldur ekki međal almennings?
Vill ritstjórn DV upplýsa um ţađ, hve alvarleg brot hún telur menn ţurfa ađ fremja til ađ verđskulda tafarlausa uppsögn úr starfi? Á dómsvald í slíku máli í háskóla ađ vera í höndum einnar manneskju eđa háskólaráđs? Og skiptir engu viđ mat á meintum glćp, međ hverjum hćtti hann var "framinn" -- er t.d. einkahjal manna engu síđur refsivert fyrirbćri ţar en opinber orđ eđa gjörđir?
Hćstaréttardómur mun falla í máli Snorra kennara Óskarssonar gegn Akureyrarbć hinn 1. nóvember n.k., ţ.e.a.s. lokaţáttur réttarhalda gegn bćjarstjórninni, sá sem lýtur ađ bótakröfu hans vegna ólögmćtrar uppsagnar hans úr starfi fyrir 6 árum.
Horfir Háskólinn í Reykjavík fram á ţađ međ eftirvćntingu ađ verđa dćmdur í tugmilljóna sekt vegna ólögmćtrar uppsagnar vinsćls og hćfs og vel máli farins kennara, Kristins Sigurjónssonar?
Hvort stuđlar ţetta framferđi HR ađ vaxandi eđa minnkandi trausti á skólanum úti í samfélaginu, međal vćntanlegra háskólanema, kennara og stuđningsađila? Hyggur ćđsta ráđ skólans, ađ ţessi skyndilega ađför hans ađ starfsöryggi og lífsviđurvćri hins ágćta kennara hvetji fyrirtćki, stofnanir og einstaklinga til ađ láta meira fé af hendi rakna til skólastarfs Háskólans í Reykjavík?
Og hefur háskólarektor HR ekki hugkvćmzt, ađ međ ţessum gjörđum hafi háskólinn brotiđ gegn ákvćđum 73. greinar stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi? Braut hin fyrirvaralausa uppsögn starfsmannsins ekki ţennan lokaliđ 70. gr. stjórnarskrárinnar ađ auki: "Hver sá, sem er borinn sökum um refsiverđa háttsemi skal talinn saklaus ţar til sekt hans hefur veriđ sönnuđ."
Selur mannauđsstjóri HR sjálfri sér sjálfdćmi sem í senn saksóknara og dómara í máli kennara skólans og hvađ ţeir kunna ađ hafa sér til gamanmála úti í bć?
Munu Bandalag háskólamenntađra manna (BHM) og BSRB ekki mótmćla ţessari ófyrirleitnu árás á starfsréttindi eins af sínum skjólstćđingum?
PS. Er ţađ ekki ótrúlegt ađ einhver stelpa, sem kallast mannauđsstjóri, geti á nokkrum mínútum rúínerađ áratuga kennslustarfi mikilhćfs og vel menntađs kennara? Takiđ líka eftir, ađ hann kaus EKKI ađ kynna ţessar skođanir, ţessi gamanmál öllu heldur, fyrir mér og ţér og hverjum sem er, heldur lét orđ sín falla í lokuđum hópi. Hann myndi t.d. aldrei tala svona í alvöru á Útvarpi Sögu. Ţar ţekkja menn hann einmitt sem einn hinn al-málefnalegasta sem ţar kemur í ţćtti, yfirvegađur og jafnan međ góđ rök á takteinum. Og ég ber fullkomiđ traust til orđa hans um ađ hann meti konur mikils, enda á hann konu, móđur, dóttur eđa dćtur ...
Um ţetta mál Kristins hefur mjög mikil umrćđa fariđ fram á Facebókar-ţráđum í dag og fram á nótt, enfremur ađ nokkru á Útvarpi Sögu, en ţar var einmitt Snorri Óskarsson í viđtali á 5. tímanum í dag, sjá hér: Var vísađ úr starfi í miđri kennslustund, í stuttri frétt og svo hljóđskrá ţar sem hlusta má á allt viđtaliđ.
Almennt hefur straumurinn veriđ međ Kristni í Facebókar-umrćđu málsins og sitthvađ vel sagt. Tökum t.d. međ ţessa tilvitnun í Guđmund Pálsson lćkni:
Hann ćtti ađ fara í mál og sjá hvernig reiđir af. Kona sem hefđi sagt svona á "karlastađ" međ karlforstjóra (eđa mannauđsstjóra) hefđi aldrei veriđ rekin fyrir ađ segja "ađ hún vilji helst ekki vinna međ körlum". Ég held engum hefđi dottiđ í hug ađ reka konu fyrir svo ágćtleg og persónuleg orđ. Menn hefđu gantast svolítiđ međ ţetta um stund og reynt ađ dekra hana upp og gera ánćgđa, máliđ búiđ.
Ţetta er bara klaufaskapur og húmorsleysi, hún kann sig ekki manneskjan.
Og Sigurđur Ţórđarson í Ginseng, stýrimannslćrđur, var međ góđa ábendingu:
Kristinn sendur á atvinnuleysisbćtur eftir 19 ára farsćlan feril viđ Háskólann í Reykjavík. Hildur Lilliendahl sem haft hefur uppi svo svívirđileg ummćli um karlmenn á netinu ađ ţau eru alls ekki eftir hafandi hefur hlotiđ starfsframa hjá Reykjavíkurborg, verkefnastjóri á sviđi jafnréttismála.
Og Olafur Isleifsson bćtir viđ: Mađur hefur oft heyrt konur segja verri hluti um karla.
Jón Valur Jensson.
Leitar lögfrćđings og vill lítiđ segja | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Löggćsla, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.10.2018 kl. 10:49 | Facebook
Athugasemdir
NÚ, á fimmta tímanum ţennan 10. október, er Kristinn Sigurjónsson einmitt í viđtali viđ Pétur Gunnlaugsson í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu: http://utvarpsaga.is/i_beinni/hlusta_saga2.php
Jón Valur Jensson, 10.10.2018 kl. 16:41
Og hér er ţađ viđtal viđ Kristin lektor á föstum ţrćđi á vef Útvarps Sögu:
http://utvarpsaga.is/uppsognin-var-gridarlegt-afall/
Jón Valur Jensson, 11.10.2018 kl. 04:39
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.