Sigur í Bandaríkjaþingi, Brett Kavanaugh, staðfastur í vörn og sókn, er nýjasti hæstaréttardómarinn

Klárlega maður dagsins:

epa07074880 (FILE) - Federal appeals court judge Brett Kavanaugh listens to US President Donald J. Trump (not pictured) announce him as his nominee to replace retiring Supreme Court Justice Anthony Kennedy, in the East Room of the White House in
 
Ófyrirleitnum ásökunum þurfti hann að sæta, en lýsti því yfir í miðjum atganginum, að hann myndi aldrei gefast upp fyrir áreitnisliðinu. Frú Christine Blasey Ford græðir ugglaust á aðra milljón dollara fyrir óvott­fest­ar og óstað­festar ásakanir sínar, en hann fær að fylgja sinni samvizku í málum að störfum sem hæstaréttar­dómari, eins og hann hefur hingað til gert sem dómari, og var fróðlegt að fylgjast með ræðu þing­konunnar Collins fyrr í dag, þar sem hún rakti það, hve einstaklega vel hann hafði staðið sig í margvís­legum málum og iðulega staðið mjög með konum, til dæmis. Sjálf hafði hún áður bæði stutt tilnefningar Bills Clinton og Bush til hæstaréttardómara; hún ákveður sig á málefna­grundvelli, ekki eftir flokkslínum og virðist mjög virðingarverð þingkona. Og í dag kaus nú með Kavanaugh.
 
Snertir þetta mál Íslensku þjóðfylk­inguna á einhvern hátt? Já, það mun koma í ljós á næstu árum eða misserum! Hreyfing víða um lönd, þ.m.t. í Evrópu, fyrir því að takmarka árásir á ófædda í móður­kviði mun mjög sennilega fá ærlega hvatningu vestan um haf frá nýjum úrskurði Hæsta­réttar Banda­ríkjanna. En Íslenska þjóðfylkingin lýsti þessu yfir á sínu flokksþingi:

Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýfram­komnum hugmyndum um róttækar breyt­ingar á fóstur­eyðinga­löggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að mark­miði að draga sem mest úr fóstureyðingum.

Og eins og einn samherji undirritaðs orðaði það: "Nú ætla ég að vænta þess, að Hæstiréttur Banda­ríkjanna teygi ekki oftar og togi og afflytji landslög, til að styðja við fóstureyðingar."
 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Kavanaugh samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband