Danmörk fyrir Dani fyrst og fremst

Nú er Pia Kjærsgaard í fararbroddi fyrir því að skera niður styrki um 50% til innflytj­enda til Danmerkur, er ekkert að hika við það, enda til hvers? Á ekki Danmörk að vera fyrir Dani í 1., 2. og 3. lagi og svo aðra eftir því sem bezt hentar og sann­gjarnt er? Gest­risni er gömul og góð dygð, sem þó má ekki láta yfirgangs­sama misnota sér.

Um þetta er nú grein í Financial Times, gott að sjá það mál með þeirra glögga gestsauga, hér er hún: Denmark to cut immigrant benefits in half.

Já þetta eru gleðitíð­indi frá Dan­mörku. Vonandi sjá íslensk stjórnvöld að sér og skera niður útgjöld og uppihalds lúxusinn til hælis­leitenda. Útgjöld vegna þeirra námu sex milljörðum króna á árinu 2017 einu saman, og er það engin hemja, sex þúsund milljónir! En hitt stendur í sjórnvöldum að veita tveimur milljónum króna til Fjöl­skyldu­hjálpar Íslands! Það er greinilegt, að Íslend­ingar eru ekki nr. 1, 2 og 3 í huga núverandi stjórnvalda, en til hins eru þeir hentugir: að skattpína þá!

Jón Valur Jensson og Guðlaugur Ævar Hilmarsson,

eiga báðir sæti í flokksstjórn ÍÞ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband