Miðvikudagur, 26.9.2018
Danmörk fyrir Dani fyrst og fremst
Nú er Pia Kjærsgaard í fararbroddi fyrir því að skera niður styrki um 50% til innflytjenda til Danmerkur, er ekkert að hika við það, enda til hvers? Á ekki Danmörk að vera fyrir Dani í 1., 2. og 3. lagi og svo aðra eftir því sem bezt hentar og sanngjarnt er? Gestrisni er gömul og góð dygð, sem þó má ekki láta yfirgangssama misnota sér.
Um þetta er nú grein í Financial Times, gott að sjá það mál með þeirra glögga gestsauga, hér er hún: Denmark to cut immigrant benefits in half.
Já þetta eru gleðitíðindi frá Danmörku. Vonandi sjá íslensk stjórnvöld að sér og skera niður útgjöld og uppihalds lúxusinn til hælisleitenda. Útgjöld vegna þeirra námu sex milljörðum króna á árinu 2017 einu saman, og er það engin hemja, sex þúsund milljónir! En hitt stendur í sjórnvöldum að veita tveimur milljónum króna til Fjölskylduhjálpar Íslands! Það er greinilegt, að Íslendingar eru ekki nr. 1, 2 og 3 í huga núverandi stjórnvalda, en til hins eru þeir hentugir: að skattpína þá!
Jón Valur Jensson og Guðlaugur Ævar Hilmarsson,
eiga báðir sæti í flokksstjórn ÍÞ.
Meginflokkur: Norræn lönd | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2018 kl. 02:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.