Vinna Svíþjóðardemókratar stórsigur í kosningunum í dag?

Víst er talið, að flokk­ur­inn stór­auki fylgi sitt, en í kosn­ing­un­um 2014 fengu SD 12,9% at­kvæða og 49 þing­sæti af 349. Nú gætu þeir feng­ið um 19 eða jafn­vel yfir 20% atkvæða, en það fer m.a. eftir því, hvaða áhrif það hefur, að flokk­ur­inn ákvað að snið­ganga SVT, þ.e. sænska ríkis­sjón­varp­ið, á loka­degi kosn­inga­bar­átt­unn­ar, eftir áber­andi hlut­leysis­brot frétta­manna þar. Við í Ís­lensku þjóð­fylk­ingunni þekkjum sambærilega hlut­drægni sjón­varps­manna hér á Íslandi kvöldið fyrir síðustu borgar­stjórn­ar­kosn­ingar.

Við í ÍÞ óskum Svíþjóðar­demó­krötum góðs gengis í þessum kosningum, um leið og við viljum hrósa flokks­foryst­unni fyrir að hreinsa út nazistísk öfl sem höfðu komið sér fyrir í flokknum, en voru þó í raun aldrei fjölmenn.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Spilað upp í hendur Svíþjóðardemókrata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband