Sunnudagur, 9.9.2018
Vinna Svíþjóðardemókratar stórsigur í kosningunum í dag?
Víst er talið, að flokkurinn stórauki fylgi sitt, en í kosningunum 2014 fengu SD 12,9% atkvæða og 49 þingsæti af 349. Nú gætu þeir fengið um 19 eða jafnvel yfir 20% atkvæða, en það fer m.a. eftir því, hvaða áhrif það hefur, að flokkurinn ákvað að sniðganga SVT, þ.e. sænska ríkissjónvarpið, á lokadegi kosningabaráttunnar, eftir áberandi hlutleysisbrot fréttamanna þar. Við í Íslensku þjóðfylkingunni þekkjum sambærilega hlutdrægni sjónvarpsmanna hér á Íslandi kvöldið fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
Við í ÍÞ óskum Svíþjóðardemókrötum góðs gengis í þessum kosningum, um leið og við viljum hrósa flokksforystunni fyrir að hreinsa út nazistísk öfl sem höfðu komið sér fyrir í flokknum, en voru þó í raun aldrei fjölmenn.
Jón Valur Jensson.
Spilað upp í hendur Svíþjóðardemókrata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Norræn lönd | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.