Saudi-Arabar bregðast hart við gagnrýni Kanada með mynd sem minnir á árásina á Tvíburaturnana!

Víða gætir viðkvæmni um islam. Boris Johnson hafði ekki fyrr hafnað búrku­banni í stíl Dana en hann lét orð falla sem móðga múslima­vini, jafnvel Theresu May, sem krefst afsök­unar­beiðni, sem Boris hafnar!

Saudi-Arabar brugð­ust hart og illa við áskorun Kanada­stjórnar um að baráttu­menn fyrir mannrétt­indum yrðu leystir úr haldi: 

Ríkisstjórnin í Riyad tilkynnti, að sendiherra Kanada yrði rekinn heim;

ennfremur að hætt yrði við nýjan viðskipta- og fjárfestinga-samning við Kanada,

og saudi-arabíska sjúklinga lætur stjórnin í Riyad taka út af spítölum í Kanada til að senda þá til annarra landa!

Nokkrum klukkustundum síðar tísti stofnun, hlynnt saudi-arabískum stjórnvöldum, færslu þar sem sýnd var mynd af Air Canada-flugvél sem stefndi beint á hæstu byggingu Toronto, CN-turninn (heimild: ný frétt í The Guardian: Saudi group posts photo of plane about to hit Toronto´s CN tower amid spat with Canada). Þessi stofnun (organization) hefur síðan beðizt afsökunar á færslunni.

Hér er mynd af háhýsunum miklu í Toronto:

Toronto’s CN tower. The altered image showed an Air Canada plane aimed at Toronto’s skyline. Undirrituðum tókst ekki að ná myndinni með flugvélinni, en hún sést í tilvísaðri Guardian-frétt. Þeirri mynd fylgir ógnandi texti.
 
Boris Johnson, fyrrv. utanríkisráðherra Breta, lét það bara vaða í gær, sagði í grein í Daily Telegraphað múslimskar konur í búrkum "líti út eins og póstkassar" og bar þær saman við "bankaræningja".
 

Theresa May forsætisráðherra tók undir áskoranir á hr. Johnson að biðjast afsökunar og sagði að athugasemdir hans hefðu "clearly caused offence" (greinilega misboðið mönnum). Hann hefði notað ranga orðræðu um lykil-málefni, "women´s ability to wear the burka, if they choose to do so; that should be a matter for a woman to choose" (heimild). (Ekki er danska þingið á sama máli, og þær raddir heyrast líka í Bretlandi sem krefjast búrkubanns, sbr. þessa grein í The Telegraph, birta kl. 22 þennan þriðjudag, 7. ágúst: Allison Pearson: Don’t ban Boris… ban the burka!)

En í beinu framhaldi af mótmælum frú May:

But a source close to Mr Johnson said he "won´t be apologising", adding it was "ridiculous" to attack his views.

"We must not fall into the trap of shutting down the debate on difficult issues," the source added.

"We have to call it out. If we fail to speak up for liberal values then we are simply yielding ground to reactionaries and extremists."

 
Boris Johnson

Johnson ´won´t apologise´ for burka comments

The former foreign secretary stands by his remarks despite the Tory chairman telling him to apologise. (BBC.co.uk, heimildin um þetta mál, einnig https://www.telegraph.co.uk/politics/2018/08/07/boris-johnson-told-apologise-tory-party-chairman-brandon-lewis/)

Þetta eru allt glænýjar fréttir af stöðu múslimaumræðunnar í þremur löndum heims; greinilega verður ekki mikill friður um þessi meintu "trúarbrögð friðarins" í bráð eða lengd.
 
Jón Valur Jensson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá Boris. Ég vona að hann aldrei biðja afsökuna og vona að hann verð PM og gera Islam olögleg eins og Samoa og Angola eða gera eins og Slovakiu og banna moskar. Islam er stöðugt vandamál fyrir alla sem ekki eru muslimir.

Merry (IP-tala skráð) 9.8.2018 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband