Geta íslenzkir vinstri menn og "frjálslyndir" hugsað sér að læra af reynslu Svía?

Fylgi Svíþjóðar­demó­krata stór­eykst, nálgast jafnvel 30% (kosið verður í sept.)! M.a.s. jafnaðar­menn vilja nú fækka flóttamönnum sem koma til Svíþjóðar um helming! Partur af bakgrunni málsins:

"Arabíska númer tvö í Svíþjóð.

Arabíska er nú orðin næst­algeng­asta móður­málið í Svíþjóð. Finnska, sem hingað til hefur verið næst­algengasta tungumálið, er þar með komin í þriðja sæti.

Líklegt þykir að arabíska sé móðurmál yfir 200 þúsund einstak­linga í Svíþjóð en straumur flóttamanna kom til Svíþjóðar árið 2015. Fjöldi þeirra er talinn hluti af skýringunni."

Þetta var frétt í sjálfu Frétta­blaðinu 4. júní sl. Í umræðum á Visir.is upplýsti Hermann Stakkadal Sölvason:

"Ekki hefur verið gerð trúarkönnun í Svíþjóð síðan 1930. 
Amerikanska forsknings­centret Pew h[efur] komist að þeiri niðurstöðu að árið 2016 væru 8,1% af Svíum múslimar og árið 2050 hafi þeim fjölgað [í] 30%, það er að segja ef Svíar hætta að taka á móti svona mörgum múslimum sem þeir hafa gert síðustu árin.
Múslimar í Svíþjóð eru komnir inn í ríkisstjórn og dómskerfi."

Það mun taka langan tíma fyrir Svíþjóð að jafna sig á innflytj­enda­bylgju síðustu ára. Almennur rómur er gerður að því þar, að allt of geyst hafi verið farið í málin, eins og sést af breyttri stefnu flestra flokka víðast hvar í Skandinavíu.

"Sænsk­ir jafnaðar­menn hafa kynnt nýja stefnu í inn­flytj­enda­mál­um sem miðar að því að draga mjög úr fjölda flótta­manna sem kem­ur til Svíþjóðar. [...]

Ráðherra inn­flytj­enda­mála í Svíþjóð, Helene Fritzon sem sit­ur á sænska þing­inu fyr­ir jafnaðar­menn, sagði á blaðamanna­fundi þar sem nýja stefn­an var kynnt að við eðli­leg­ar aðstæður kæmu 14-15 þúsund hæl­is­leit­end­ur til Svíþjóðar en á síðasta ári hafi þeir verið 27 þúsund. Hún lagði þó áherslu á að hún vildi ekki gefa upp ákveðna tölu varðandi það hvað ætti að að vera mark­mið stjórn­valda þegar kæmi að fjölda hæl­is­leit­enda.

„Já þýðir já og nei þýðir nei“

Meðal ann­ars vilja sænsk­ir jafnaðar­menn að tíma­bundn­ar strang­ari regl­ur um mál­efni hæl­is­leit­enda sem sett­ar voru árið 2016 verði fest­ar var­an­lega í sessi þar til Evr­ópu­sam­bandið hafi samþykkt nýj­ar regl­ur í þeim efn­um. Enn­frem­ur til að mynda að eft­ir­lit með skil­ríkj­um þeirra sem koma til Svíþjóðar verði hert og sett­ar verði skorður við frelsi þeirra sem fengið hafa hæli til þess að velja hvar í land­inu þeir setj­ist að. 

Stefn­an ger­ir sömu­leiðis meðal ann­ars ráð fyr­ir því að þeir sem neitað hafi verið um hæli í Svíþjóð þurfi að bíða í tvö­falt lengri tíma en nú er áður en þeir geti sótt um hæli á nýj­an leik og að þeim hæl­is­leit­end­um sem neita að yf­ir­gefa landið af fús­um og frjáls­um vilja eft­ir að um­sókn þeirra hef­ur verið hafnað verði bannað að koma þangað aft­ur. 

Haft er eft­ir Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar og leiðtoga Jafnaðarmanna­flokks­ins, í sænsk­um fjöl­miðlum að aðal­atriðið væri það að hæl­is­leit­end­ur yf­ir­gæfu landið ef um­sókn þeirra væri hafnað. „Grund­vall­ar­atriðið verður að vera að já þýðir já og nei þýðir nei. Ef þú átt eng­an rétt á að vera í Svíþjóð þá get­urðu ekki notið sænskr­ar vel­ferðar. 

Fram kem­ur í frétt Bloom­berg að sænsk­ir jafnaðar­menn færu með þessu í fót­spor jafnaðarmanna í Dan­mörku sem kynnt hafi herta inn­flytj­enda­stefnu og væru með það til skoðunar að starfa með Danska þjóðarflokkn­um, sem lengi hef­ur talað fyr­ir harðri inn­flytj­enda­stefnu, að lokn­um þing­kosn­ing­um þar í landi á næsta ári." (mbl.is)

Ætla íslenzkir stjórnmálamenn að læra eitthvað af þessu? Þykir þeim róttækustu enn hentugast að sæta færi á að varpa auri á þá norrænu stjórn­málamenn sem reyna að breyta ástandinu til batnaðar?

Telur Helga Vala sig nú mann með mönnum meðal norrænna stjórn­mála­manna? Og þykir Guðmundi Andra Thorssyni gott að berja höfði við stein?

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband