Dagur B. Eggertsson.
Dag­ur B. Eggerts­son.
"Í gær gaf borg­in út mynd­ar­legt blað sem á að sýna hve glæsi­lega hafi verið staðið að upp­bygg­ingu Miðborg­ar­inn­ar og hve mik­il ánægja ríki með það sem gert hef­ur verið á síðustu árum.

Tíma­setn­ing­in, níu dög­um fyr­ir kosn­ing­ar, er at­hygl­is­verð, en þetta er auðvitað samt al­veg ótengt kosn­ing­un­um.

Að und­an­förnu hef­ur frétta­vef­ur borg­ar­inn­ar verið afar virk­ur og þar hef­ur mátt sjá fjölda frétta um hve meiri­hlut­inn, ekki síst borg­ar­stjór­inn, hef­ur verið dug­leg­ur.

Þetta teng­ist kosn­ing­um ekki held­ur á nokk­urn hátt.

Á þriðju­dag var á þess­um fína og hlut­lausa frétta­vef sagt frá því að árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar hafi verið samþykkt­ur í borg­ar­stjórn.

Þar kom meðal ann­ars fram að út­koma árs­reikn­ings­ins sé „mjög já­kvæð fyr­ir Reykja­vík­ur­borg“.

Svo voru dregn­ar fram „lyk­il­töl­ur“ úr A-hluta reikn­ings­ins, og þá mátti sjá að skuld­ir eru ekki meðal lyk­iltaln­anna, aðeins eigið fé, sem sum­ir mundu halda að væri síður lyk­iltala í þessu sam­bandi.

En frétta­deild borg­ar­stjóra veit bet­ur og hún er vel meðvituð um að það er lyk­il­atriði að draga ekki fram lyk­il­töl­ur á borð við skuld­ir borg­ar­inn­ar, og þaðan af síður vöxt skuld­anna, fyr­ir kosn­ing­ar."

 

Er það ekki að svindla sér leið til valda að bera fram villandi og falskar upplýsingar fyrir kosningar?

 

Jón Valur Jensson.