Rýtingsstungan: Kjarni Frelsisflokksins er svikaraliðið sem sprengdi upp framboð ÍÞ til Alþingis í þremur helztu kjördæmum haustið 2016

Eðlilega (af því að stefna Frelsisfl. er í flestu kópía af stefnu ÍÞ) er spurt: Hver er munurinn á þessum flokkum? SVAR: Kjarni Frelsisflokksins er svikaraliðið sem sprengdi upp framboð ÍÞ til Alþingis í þremur helztu kjördæmum á versta mögulega tíma haustið 2016.

Eftir gríðarmikla vinnu við að safna undirskriftum 126 frambjóðenda til Alþingis og hátt á annað þúsund meðmælenda í framboðunum í kjör­dæmunum sex var það rýtingsstunga í bak okkar í Íslensku þjóðfylkingunni þegar fjórir einstaklingar, sem höfðu sótzt eftir fremstu framboðssætum, sprengdu upp framboðið á boðuðum blaða­mannafundi daginn áður en skila átti öllum framboðs­listum (20 klst. áður) með því að segja sig af listum okkar og hvetja aðra til þess sama, í krafti einskis annars en rógsherferðar þeirra gegn forystu flokksins og valda­ágreinings í nafni "kjör­dæma­ráðs Reykja­víkur­kjördæmanna" sem skipu­lags­lega séð hafði ekkert vald í flokknum miðað við kjörna flokksstjórn hans.

Viðkomandi svikaralið gekk svo langt í þessu að halda eftir undir­skrifta­listum sem með réttu tilheyrðu flokknum, ekki einstaklingum sem vildu kljúfa sig út úr honum. Jafnvel undir­skriftalistum, sem ein í hópnum (IGH) hafði komizt yfir með fláræði frá mikilvirkasta flokks­félaganum í söfnun undirskrifta (HHHd), héldu þau eftir og hindruðu að listarnir bærust skrifstofu flokksins að Dals­hrauni 5 í Hafnarfirði, auk þess sem rógurinn var látinn ganga gegn formanni flokksins og svo langt gengið að fullyrða blákalt út í loftið, að það, sem hann hefði í hyggju, væri að komast sjálfur yfir þann flokksstyrk, sem ÍÞ gæti hugsanlega fengið frá ríkissjóði, ef framboðið tækist!!! Hafði þó hinn rægði formaður, menntaskóla­kennarinn Helgi Helgason, hreint mannorð og flekklausan feril, enda af vænsta fólki kominn. En á grundvelli þess rógs og gróusagna þeirra um að bullandi óánægja væri með forystu flokksins tókst fjórmenninga­klíkunni (orðið smíðuðu þau sjálf um sig) að fá nógu marga aðra til að draga framboð sín til baka til að gera skaðann óbætanlegan á þeim skamma fresti sem gefinn hafði verið til að skila framboð­unum til kjörstjórnar. Og vitaskuld skaðaði opinber rógburður Gunnlaugs Ingvarssonar og Gústafs Níelssonar (Trjójuhests Valhallar í flokknum?) orðstír flokksins og spillti fyrir honum í kosningunum í öðrum kjördæmum þar sem framboðið tókst.

Ljóst varð undirrituðum og öðrum við þessi tíðindi, að aldrei yrði framar hægt að treysta þessum fjórmenningahópi, þ.m.t. Gunnlaugi Ingvarssyni og Gústaf Níelssyni, til neinna ábyrgðar- eða trúnaðarstarfa í stjórnmálum.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband