Þrjár ástæður óviðunandi hás íbúðaverðs reiknast á vinstri meirihlutann í borgarstjórn

1. Skort-stefna í lóðaúthlutun og okur borgar­inn­ar á verði lóða. Þær ætti að selja á kostn­aðar­verði (stefna ÍÞ).

2. "Þétt­ing byggðar" á dýrum svæðum, meðan ekki var út­hlut­að ann­ars stað­ar, kom í bak­ið á tekju­lágum.

3. Leyfis- og eftirlits­gjöld til húsbygginga hafa fjórfaldazt frá alda­mótunum, voru um 6% af íbúða­verði, en eru nú um 24%! Þetta hefur átt sinn stóra þátt í óða­verðbólgu á fasteigna­markaði í Reykjavík.

Vitaskuld átti að lækka fremur en hækka verð á lóðum í höfuðborginni. Það hefði laðað að kaupendur (verðandi útsvars­greiðendur) í stað þess að fæla marga frá og hrekja þá til nágranna­sveitar­félaga. Bæði húsbyggjendur og leigjendur, sem og fyrirtæki, hafa sótt fremur til Kópavogs og Hafnar­fjarðar eftir húsnæði og þau sveitarfélög notið þess í útsvörum og fasteigna­gjöldum, á meðan ásækni illa staddrar borgar­stjórnar í meiri gatnagerðar- og lóða­gjöld hefur stuðlað að erfiðri baráttu margra við að greiða sín gjöld og skuldir.

Vinur undirritaðs var að missa leiguíbúð sína og móður hans í Reykjavík og þurftu íbúð á jarðhæð, en leiguverð á slíkri íbúð reyndist hér "út úr öllu korti", óviðráðanlegt með öllu, en málið leystist þegar þeim bauðst slík íbúð á helmingi lægra verði í Hafnarfirði, og þar eru þau hæstánægð.

Íslenska þjóðfylkingin vill endurnýja verkamannabústaðakerfið, og nú eru aðrir flokkar farnir að taka þá stefnu upp eftir okkur! Nánar verður fjallað hér bráð­lega um húsnæðismálin, en þau eru meðal þeirra málaflokka, þar sem flestum er ljóst, að vinstri meirihlutinn hefur brugðizt almenningi illilega með stefnu sinni (sbr. ofangreinda upptaln­ingu) til viðbótar við hitt að hafa svikið loforð um 3.000 íbúðir á kjörtímabilinu sem nú er að enda. "Íbúðir á glærum" og endur­vinnsla kosningaloforða bæta engum fjölskyldum þau svik.

VIÐAUKI: 

Borgin selur lóðir dýrum dómum, hefur hækkað verð þeirra MARGFALDLEGA umfram hækkun byggingarvísitölu. Það er orðið dýrt að byggja, þegar menn þurfa, áður en fé er lagt í húsið, að leggja út 7-11 milljónir fyrir lóðina og gatnagerðargjöld! Á þessari vefslóð Viðskiptablaðsins, í grein árið 2015: http://www.si.is/media/mannvirkjagerd/frett-lodaverd.pdf , má m.a. lesa:
 
"Frá 2004 til 2015 hefur lóðaverð í hverfi á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 508% reiknað á verðlagi ársins 2015."
 
Ennfremur:
"Sama lóðarverð er fyrir 55 fermetra íbúð og 150 fermetra íbúð."
 
Þetta síðastnefnda gerist reyndar í fleiri sveitarfélögum; Kópavogur hefur þó lagfært nokkuð þetta óréttlæti, sem bitnar mest á þeim sem eiga smáar íbúðir, en Reykjavík undir stjórn "vinstri alþýðumannsins" Dags B. keyrir áfram þessa stefnu á kostnað fátækra, ekki sízt þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. ---Ennfremur segir í sömu grein 2015:
 
"Ef lóðarverð í þessu hverfi hefði fylgt byggingarvísitölu hefði það hækkað úr 470.000 krónum [árið 2004] í 1.007.000 krónur [árið 2015] eða um 114% en raunin er sú að í þessu hverfi hækkaði lóðarverð úr 470.000 krónum í 5.200.000 krónur eða um 1.006%. Á verðlagi ársins 2015 hefur lóðarverðið hækkað úr 855.000 krónum árið 2004 í 5.200.000 krónur á þessu ári [2015] eða um 508%." ---Og enn hefur verðið hækkað!
 
Í ÞESSU NÁKVÆMLEGA BIRTIST VERÐBÓLU-HVETJANDI OKURSTEFNA VINSTRI MEIRIHLUTANS Í REYKJAVÍK GAGNVART ÍBÚÐAKAUPENDUM.
 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Íbúðirnar yfir greiðslugetu lágtekjuhópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband