Miðvikudagur, 2.5.2018
Þrjár ástæður óviðunandi hás íbúðaverðs reiknast á vinstri meirihlutann í borgarstjórn
1. Skort-stefna í lóðaúthlutun og okur borgarinnar á verði lóða. Þær ætti að selja á kostnaðarverði (stefna ÍÞ).
2. "Þétting byggðar" á dýrum svæðum, meðan ekki var úthlutað annars staðar, kom í bakið á tekjulágum.
3. Leyfis- og eftirlitsgjöld til húsbygginga hafa fjórfaldazt frá aldamótunum, voru um 6% af íbúðaverði, en eru nú um 24%! Þetta hefur átt sinn stóra þátt í óðaverðbólgu á fasteignamarkaði í Reykjavík.
Vitaskuld átti að lækka fremur en hækka verð á lóðum í höfuðborginni. Það hefði laðað að kaupendur (verðandi útsvarsgreiðendur) í stað þess að fæla marga frá og hrekja þá til nágrannasveitarfélaga. Bæði húsbyggjendur og leigjendur, sem og fyrirtæki, hafa sótt fremur til Kópavogs og Hafnarfjarðar eftir húsnæði og þau sveitarfélög notið þess í útsvörum og fasteignagjöldum, á meðan ásækni illa staddrar borgarstjórnar í meiri gatnagerðar- og lóðagjöld hefur stuðlað að erfiðri baráttu margra við að greiða sín gjöld og skuldir.
Vinur undirritaðs var að missa leiguíbúð sína og móður hans í Reykjavík og þurftu íbúð á jarðhæð, en leiguverð á slíkri íbúð reyndist hér "út úr öllu korti", óviðráðanlegt með öllu, en málið leystist þegar þeim bauðst slík íbúð á helmingi lægra verði í Hafnarfirði, og þar eru þau hæstánægð.
Íslenska þjóðfylkingin vill endurnýja verkamannabústaðakerfið, og nú eru aðrir flokkar farnir að taka þá stefnu upp eftir okkur! Nánar verður fjallað hér bráðlega um húsnæðismálin, en þau eru meðal þeirra málaflokka, þar sem flestum er ljóst, að vinstri meirihlutinn hefur brugðizt almenningi illilega með stefnu sinni (sbr. ofangreinda upptalningu) til viðbótar við hitt að hafa svikið loforð um 3.000 íbúðir á kjörtímabilinu sem nú er að enda. "Íbúðir á glærum" og endurvinnsla kosningaloforða bæta engum fjölskyldum þau svik.
VIÐAUKI:
Jón Valur Jensson.
Íbúðirnar yfir greiðslugetu lágtekjuhópa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Borgarmál | Aukaflokkar: Húsnæðis-, leigjenda- og íbúðaskuldamál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 9.5.2018 kl. 13:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.