Þriðjudagur, 1.5.2018
Skrifaðu flugvöll !
Fyrir mörgum árum gekk mynd af frambjóðanda á landsbyggðinni að deila út kosningaloforðum. Hann var á tali við kjósanda og sneri sér að aðstoðarmanni sínum og sagði. "Skrifaðu flugvöll"
Íslenska þjóðfylkingin hefur mótað stefnu í mörgum málum til borgarstjórnarkosninga. Meðal annars frítt í strætó fyrir allt skólafólk. Þar er verið að hugsa um að létta á umferð, minnka mengun og ekki síst að kanna hvernig almenningssamgöngur gætu þróast áður en farið er í milljarða fjárfestingu í Borgarlínu og að afla sér heimilda.
Daginn eftir að Íslenska þjóðfylkingin kynnti þessa stefnu voru aðrir flokkar byrjaðir að boða hana.
Íslenska þjóðfylkingin boðaði líka að reyna ætti aftur árangurstengd bekkjarkerfi í grunnskólum borgarinnar. Ekki kom fram hvers vegna, en nú eru aðrir flokkar búnir að taka upp þetta stefnumál, t.d. Flokkur fólksins samkvæmt útvarpi Flokks fólksins, sem gengur undir nafninu Útvarp Saga.
En ástæðurnar eru þunnar, enda skilningsleysið algert. Skólakerfið og gæði þess fer eftir og mun fara eftir þrýstingi frá hagsmunaaðilum og hagsmunaaðilar eru foreldrar. Ef mengi nemanda breytist verulega og skólastarf verður erfiðara, munu möguleikar þeirra sem best geta staðið sig minnka, án þess að möguleikar hinna muni aukast. Þarna koma foreldrar inn í myndina og grípa í taumana, en ekki allir foreldrar, bara örfáir. En það eru einmitt hinir örfáu foreldrar sem láta sig skólastarfið varða sem eru verðmætasta eign skólans. Þessa foreldra má ekki missa með sín börn yfir í einkarekna skóla, vegna þess að það yrði vondur spírall fyrir hið opinbera skólakerfi. Opinberi skólinn myndi versna og versna, eftir að bestu og síðan næstbestu foreldrar myndu yfirgefa hann með börnin sín. Þetta er örugg leið til að skapa misskipt samfélag, misskipt við fæðingu, vegna þess að það barn sem valdi sér foreldra er ekki enn fætt.
Íslenska þjóðfylkingin setti þessa stefnu fram í þessum tilgangi, ekki til að auka misskiptingu innan hins opinbera skólakerfis, heldur til að reyna að halda skólakerfinu saman og koma til móts við þessa fáu en áríðandi foreldra, sem láta menntun barna sinna sig varða. Þessir fáu foreldrar eru í raun ekki bara foreldrar barna sinna, þeir eru foreldrar allra barna og draga vagninn í að viðhalda gæðum í hinu opinbera skólakerfi og skólinn má ekki missa þá yfir í sérskóla.
Jens G. Jensson, einn frambjóðenda Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Borgarmál, Innanflokksmál | Breytt s.d. kl. 01:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.