Föstudagur, 20.10.2017
VG reynir að kaupa sér kjósendur til að komast í kjötkatla ríkisins
Sbr. nýja frétt í Morgunblaðinu:
Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna
Vinstri hreyfingin grænt framboð (VG) ver 30 milljónum króna til kosningabaráttunnar að þessu sinni. Samfylkingin hefur 13 milljónir króna úr að spila í kosningabaráttunni. Meira
Skyndilega dugar ekki Katrínarbrosið eitt sér, gömlu leifarnar af Sameiningarflokki alþýðu -- sósíalistaflokknum þurfa nú einnig hið áður margfordæmda kapítal til að halda uppi sinni sókn eftir kjötkötlunum, sem eiga svo eftir að dæla um 250-300 milljónum króna úr vösum skattgreiðenda til flokksskrifstofu VG einnar saman á næstu fjórum árum.
Það er reyndar ekkert nýtt að hörðustu sósíalistar leggi stund á að komast yfir mikið KAPÍTAL. Það sama gerði Lenín og lét tilganginn helga meðalið og þar með manndráp í tuga tali í árásum sem einkum Jósef Stalín skipulagði í suðurhluta keisaradæmisins, en þar var ráðizt á póstlestir með peningasendingum bankastofnana, og má lesa um þetta m.a. í riti Hughs Montefiore, Ungi Stalín, einnig í bókinni Lenin (1972) eftir Robert Conquest. Vitað er, af gömlu viðtali við Steingrím J. Sigfússon í Ríkisútvarpinu, að hann telst til aðdáenda Leníns.
En allur er gamli Fjórflokkurinn og nú Sjöflokkurinn á þingi samsekur um að mismuna stjórnmálahreyfingum og að gauka að sjálfum sér í heild yfir 1300 milljónum króna á kjörtímabilinu.
Þetta er eitt af fleiri atriðum sem ÖSE ætti að rannsaka og kanna hvort samrýmist lýðræðislegri jafnstöðu og réttindum stjórnmálasamtaka.
Jón Valur Jensson.
Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Spilling í stjórnmálum, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.