VG reynir að kaupa sér kjósendur til að komast í kjötkatla ríkisins

Sbr. nýja frétt í Morgunblaðinu:

Kosninga­baráttan kostar VG 30 milljónir króna

Vinstri hreyf­ingin – grænt framboð (VG) ver 30 milljónum króna til kosn­inga­barátt­unnar að þessu sinni. Samfylkingin hefur 13 milljónir króna úr að spila í kosn­inga­barátt­unni. Meira

Skyndilega dugar ekki Katrínar­brosið eitt sér, gömlu leif­arnar af Samein­ingar­flokki alþýðu -- sósíal­ista­flokknum þurfa nú einnig hið áður margfordæmda kapítal til að halda uppi sinni sókn eftir kjötköt­lunum, sem eiga svo eftir að dæla um 250-300 milljónum króna úr vösum skattgreiðenda til flokksskrifstofu VG einnar saman á næstu fjórum árum.

Það er reyndar ekkert nýtt að hörðustu sósíalistar leggi stund á að komast yfir mikið KAPÍTAL. Það sama gerði Lenín og lét tilganginn helga meðalið og þar með manndráp í tuga tali í árásum sem einkum Jósef Stalín skipulagði í suður­hluta keisara­dæmisins, en þar var ráðizt á póstlestir með peninga­sendingum banka­stofnana, og má lesa um þetta m.a. í riti Hughs Montefiore, Ungi Stalín, einnig í bókinni Lenin (1972) eftir Robert Conquest. Vitað er, af gömlu viðtali við Steingrím J. Sigfússon í Ríkis­útvarpinu, að hann telst til aðdáenda Leníns.

En allur er gamli Fjórflokkurinn og nú Sjöflokkurinn á þingi samsekur um að mismuna stjórnmálahreyfingum og að gauka að sjálfum sér í heild yfir 1300 milljónum króna á kjörtímabilinu.

Þetta er eitt af fleiri atriðum sem ÖSE ætti að rannsaka og kanna hvort samrýmist lýðræðislegri jafnstöðu og réttindum stjórnmálasamtaka.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband