Sunnudagur, 1.10.2017
Góð grein Guðmundar Þorleifssonar formanns Þjóðfylkingarinnar á Facebook
Hefur fólk gleymt fyrirheitum VG og Samfylkingar um skjaldborg heimilanna sem síðan reyndist skjaldborg utan um fjármálastofnanir?
Miðað við skoðanakannanir undanfarið virðist að vinstri flokkarnir og þá einkanlega VG séu í miklu uppáhaldi hjá hinum almenna kjósanda á Íslandi. Fólk hefur gleymt því, að þau Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir voru öll í þeirri stjórn ekki alls fyrir löngu, sem gaf fögur fyrirheit um skjaldborg utan um heimili landsmanna. En sú skjaldborg virðist hafa verið ætluð fjármálastofnunum, með þeim afleiðingum að 9000 fjölskyldur voru bornar út. Þá voru einnig skattar hækkaðir og laun lækkuð, með því loforði að það væri tímabundið, en sú var ekki raunin. Þrátt fyrir fögur fyrirheit VG að gæta eigi hagsmuna þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, þá varð ekki úr því í stjórnartíð þeirra. Ekki er það heldur raunin enn þann dag því VG virðist vera meira í mun að gera vel við fólk frá öðrum löndum en bágt stadda ríkisborgara þessa lands. Stóðu VG ásamt Samfylkingu, Pírötum og Bjartri framtíð að útlendingalögunum sem svo eru nefnd, reyndar allur Sjöflokkurinn á Alþingi, og ætla að gera enn betur samkvæmt vitlausri lagasetningu alþingis nýverið.
Það var hlegið að frammámönnum innan Íslensku þjóðfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar er þeir vöruðu við afleiðingum þessara lagasetningar. Nú aðeins ári síðar hafa öll þau varnaðarorð orðið að veruleika utan eins, er mest var gert grín að. Það var nefnilega upphæðin sem Íslenska þjóðfylkingin taldi að á þessu ári færi kostnaðurinn upp í, 2 til 4 milljarða. En viti menn, reikna má að hann fari í 14 (fjórtán) milljarða samkvæmt áreiðanlegum heimildum þegar allt er tekið inn í dæmið og ekki reynt að fela þessa arfavitlausu stefnu sem nú er við höfð.
Íslenska þjóðfylkingin hefur aldrei verið á móti útlendingum, vill taka vel á móti ferðamönnum og styðja þá sem hingað koma á eðlilegum forsendum og eru tilbúnir að leggja þjóðinni lið í að byggja hér upp gott samfélag. En Íslenska þjóðfylkingin er á móti efnahagsflóttafólki sem kemur hingað einungis til að leggjast upp á velferðakerfi okkar, kemur hér vegabréfalaust og fær hér ókeypis lögfræðiþjónustu, heilbrigðisþjónustu, húsnæði og vasapeninga, með því að segjast ætla að sækja um hæli. Þetta er að gerast á meðan þeir sem minna mega sín og eru bræður okkar og systur líða skort, gista við misjafnar aðstæður og njóta ekki þessara hlunninda.
Það er kominn tími til að þú, kjósandi góður, gerir þér grein fyrir því að eini flokkurinn, sem er í framboði fyrir þessar kosningar og gætir fyrst hagsmuna þinna, er Íslenska þjóðfylkingin. ÍÞ er eina mótvægið gegn hinni alræmdu vinstri stefnu sem landsmenn virðast gagnteknir af þessa stundina, sem er þegar grannt er skoðað ekki stefna sem skapar svigrúm til að hægt sé að mæta þörfum þeirra sem bágt eiga. Þar með taldir eru öryrkjar, aldraðir, atvinnulausir, alvarlega veikt fólk sem fjámagna þarf sín veikindi sjálft og fátækt fólk sem jafnvel þarf að búa í tjöldum eða húsbílum vegna þess að það á ekki fyrir húsaleigu. Setjum X við E í komandi kosningum!
Við gerð þessarar greinar studdist undirritaður við gott innlegg sem formaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar Guðmundur K. Þorleifsson birti á Facebook-síðu ÍÞ. Grein mín er mikið breytt og ég nota mínar eigin setningar allvíða.
Steindór Sigursteinsson.
Sýnir að kjósendur vilja stefnubreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.