Þriðjudagur, 26.9.2017
Illa fer Sjöflokkurinn að ráði sínu með enn frekari útvíkkun Útlendingalaganna!
Aulaháttur alþingismanna ríður ekki við einteyming: að ætla í dag að búa til sérstakar undantekningar frá lögum eins og gert var í fráleitu Albana-dæminu, sem stórjók hingað flóð hælisleitenda, múslima bæði þaðan og frá Makedóníu.
Það er strax ljóst af hádegisfréttum Rúv og Mbl.is-frétt, viðtengdri, að þessi nýja smuga verður notuð til að hleypa hingað miklu fleiri barnafjölskyldum. Þetta er nefnilega ekki spurning um einstök börn, sem auðvelt er að fá viðkvæma til að vorkenna, heldur um allar fjölskyldur þeirra.
Undirritaður átti eftirfarandi innlegg á Facebókarsíðu Píratans Smára McCarthy í gærkvöldi:
"Af hverju talið þið alltaf um BÖRN, þegar þið eigið við erlendar BARNAFJÖLSKYLDUR?
Eða er það kannski ætlun ykkar að kljúfa börnin frá foreldrum sínum?
Ef ekki, verið þá hreinskilnir og viðurkennið, að oftast er þarna um margfalt fleiri en eitt barn að ræða í hverju tilviki.
Þið ætlið sem sé að taka við öllum barnafjölskyldum, hve stórar sem þær eru og jafnvel þótt engin bein neyð búi að baki.
En þið eigið ekki vasa skattborgaranna og ættuð fyrst og fremst að hugsa um að bjarga bágstöddum Íslendingum, t.d. tjaldbúum!
Sú frumskylda yfirvalda kemur skýrt fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar,* sem nær EKKI til alls heimsins, heldur íslenzkra ríkisborgara."
* http://www.althingi.is/lagas/136a/1944033.html
Sækja um endurupptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.