Föstudagur, 15.9.2017
Sjálfstæðisflokkurinn hræðist kosningar!
Ráða má af uppl. Brynjars Níelssonar af þingflokksfundi í Valhöll, að Sjálfstæðisflokkurinn hræðist kosningar, vilji ekki uppgjör þjóðarinnar við það sem úrskeiðis hefur farið, og má það heita skiljanlegt!
Brynjar sagði fundinn hafa verið góðan og "mikið kjaftað". Sjálfur "kjaftaði" hann of mikið í morgunútvarpi Rúv, eins og menn heyrðu í hádegisfréttunum, því að allt of frakkur var hann og stærilátur og ekki næmari en Benedikt Sveinsson fyrir því, hvað hyggilegt er að gera og segja. En nýskroppinn út af fundinum sagði Brynjar:
Við erum að fara yfir ástandið og möguleikana og hvað hægt er að gera. Mér finnst að forsætisráðherra eigi að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Það er auðvitað lykilatriði og ég held að þjóðin eigi það skilið, segir Brynjar.
Brynjar segir samstöðu vera meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins að mynda nýja starfhæfa ríkisstjórn, frekar en að ganga til kosninga. (Mbl.is, leturbr. hér.)
Þarna sjá menn þankaganginn, það stendur ekki til að bera málin undir þjóðina!
En sjálfum tókst Bjarna Benediktssyni á sínum lokadegi sem forsætisráðherra að afhjúpa þá staðreynd, að stefna flokksins í innflytjendamálum hafi verið ófarsæl og til bölvunar, ef eitthvað er! (sjá um það næstu grein hér á undan).
Jón Valur Jensson.
Lykilatriði að mynda starfhæfa stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Spilling í stjórnmálum, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.