Viljum við svona sýndarmennsku-stjórnmálamenn?

Frönsku forsetarnir Macron, Hollande og Sarkosy eiga það sameiginlegt að hafa sólundað af ríkisfé í það að láta sminka sig og farða! Rakari Hollandes fekk 12,6 millj.kr. árlega úr ríkissjóði. Kona hans var á háum ríkis­laun­um, Macron vildi einnig ráða sína í forseta­höll­ina. Hann er fyrir vikið hrap­aður niður í það að vera óvin­sælli en Trump Bandaríkja­forseti, sá sem manna mest er rægður nú um stundir í frétta­stofum heims.

Sar­kozy eyddi 8.000 evrum, einni millj­ón króna, á mánuði í förðun þegar hann gegndi embætti for­seta! Þvílík pjattrófa!

Um þetta hafði verið fjallað í Vanity Fair, og er það einmitt við hæfi!

En hreykjumst ekki upp gagnvart Frökkum; gætum fremur að okkar eigin yfir­stétt, eins og seðla­banka­stjóranum og ýmsum ráðherrum sem þiggja óverð­skulduð laun og fríðindi á kostnað skatt­greið­enda. Það sama á við um borgar­fulltrúa og vara­borgar­fulltrúa, þrátt fyrir takmörkuð fundahöld og vinnu. Þetta þarf allt að endurskoða, þegar þar að kemur.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Háar fjárhæðir í förðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband