Guðfinna í Framsóknarflokki vill gera hann að enn einni málpípu "Góða fólksins" og múslimavina

Stóra fréttin í dag er raunar sú, að hún vill ryðja Sveinbjörgu Birnu úr 1. sæti Framsóknar og flugvallarvina, treystir því ekki að ná inn sem viðhengi eða vill ekki móðga Góða fólkið, segir í staðinn við flokksfólk: Ef þið viljið mig, verður það að vera á kostnað Sveinbjargar, bezt að kasta henni út! Ekki gott "systra­lag" né þakklæti í þeim boðskap og merkilegt hvernig bæði hún, ungir fram­sókn­ar­menn og Sigurður Ingi formaður sjálfur hafa látið Logana tvo (Bergmann og Einars­son Samfylkingar­formann), Fréttablaðs- og Rúv-liðið mata sig á sínum túlkunum á umræðu Sveinbjargar um nauðsyn sérkennslu fyrir börn hælis­leit­enda og flóttafólks.

Já, það er ódrengilegt af þeim að veitast þannig að flokkssystur sinni og rang­túlka orð hennar, í heimskulegri auðsveipni við litla bóga í þessum skóla- og innflytjendamálum.

Sjónarmið Sveinbjargar fær mjög víða hljómgrunn í samfélaginu, meðal annars í umræðum um greinar Loganna tveggja, sem eru nú ekki skörpustu hnífarnir í skúffunni í þessum efnum. Annar þeirra er jafnvel svo ruglaður, að hann heldur að ófædda 11 og hálfrar viku veran í móðurlífi konu sé "ekki fóstur, heldur frumuklasi"!! Ætti slík vanþekking að sæta almennum aðhlátri, ef ekki beinlínis fordæmingu, úr því að þetta sagði hann, formaður stjórnmálaflokks, á sjálfu Alþingi Íslendinga fyrir fáeinum mánuðum, 27. marz 2017 og var að nota þetta til að réttlæta frekari manndráp hinna ófæddu! (Um stefnu Íslensku þjóðfylk­ingarinnar í þeim málum má lesa í þessari grein.)

Það er eða ætti að vera alkunna, að skóli Þorgerðar Katrínar "án aðgreiningar" er illa heppnuð tilraun, sem þó hefur sem betur fer ekki komið í veg fyrir, að einhverfir og fleiri sérhópar geti fengið sérkennslu við sitt hæfi. Og þekkt eru dæmin um það erlendis líka, að innflytjendabörn fái fyrst sérkennslu í skólum í stað þess að vera látin dúsa í krakkahópi þar sem þau skilja ekki mælt mál og geta ekki fylgzt að gagni með kennslu fyrr en eftir marga mánuði. Það er einmitt tillitssemi við börn að fá kennslu á sínu eigin máli framan af a.m.k. og um leið innleiðslu í tungumál nýja landsins í sértímum, sem eru helgaðir þeim. Að ætla sér að gera tillögur Sveinbjargar um slíkt að árásarefni á hana er þeim til hneisu og hreinnar skammar sem að því standa. Hitt er svo reyndar stað­reynd og nýtur mikils fylgis, að við getum vel afgreitt hælis­umsóknir eins og Norðmenn gera, á tveimur sólar­hringum, ekki einu eða tveimur misserum, eins og hér viðgengst í slóðaskap vanhæfra yfirvalda.

Það gæti ennfremur orðið "sokkinn kostnaður" fyrir Framsóknarflokkinn ef hann missir hér af þessari hreinskilnu konu, sem tekið hefur á málum af röggsemi, og býður upp á aðra í staðinn, sem gerzt hefur meðvirk með aðhróp­endum þeirra sem setja fram málstað heilbrigðrar skynsemi og gagnrýna á sann­gjarn­an hátt magn­aðan og víta­verðan aulahátt borgar­stjórnar í mosku- og inn­flytj­enda­málum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Allt eða ekkert hjá Guðfinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband