Tillögur Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur í skólamálum barna hælisleitenda eru skynsamlegar

Það er merkilegt að ekki megi setja fram skyn­sama skoðun á fyrir­komu­lagi skóla­göngu barna sem koma með fólki sem er að sækja um alþjóð­lega vernd, eins og fína orðið er yfir hælis­leit­endur, sem og flótta­fólk. Er ekki tími til kominn hjá elítu­fólk­inu að skoða málin dálítið betur? Það eina, sem Sveinbjörg í Framsókn og flug­vallar­vinum er að setja fram, er að koma á kennslu fyrir þessi börn meðan þau eru í biðstöðu, þannig að þeim gangi betur að aðlag­ast hinu almenna skóla­kerfi og röskun verði sem minnst á kennslu í hinu almenna skólakerfi.

Vill almenningur sem á börn á skólastigi að kennsla verði annars flokks vegna þess eins að meginþorri tíma kennara fari í að sinna börnum sem koma frá öðrum menningarheimi og þurfa þess vegna meiri leiðsögn og athygli? Nei! Ég held að foreldrar skilji það að það sé ekki ásættanlegt að fórna menntun eigin barna, vegna þess að öll orka kennara fari í að styðja við örfáa einstaklinga.

Tillaga Sveinbjargar er umræðunnar virði, hér er ekki um neina rasistahugsun að ræða, börn sem kæmu úr slíku umhverfi yfir í almenna kerfið, ef landvistaleyfi fengist, yrðu mjög sennilega síður fyrir aðkasti, einelti eða annarri höfnun, væri búið að undirbúa þau til að geta tekist á við það, sem byði þeirra, og ef umrædd börn fengju ekki landvistarleyfi er ekki verið að útsetja þau fyrir höfnun.

Að stjórnmálamenn skuli fylkja liði við að rakka Sveinbjörgu niður fyrir það eitt að setja fram þessa skynsömu skoðun er þeim sem það skrifa til háborinnar skammar og sýnir eingöngu skammsýni.

Guðmundur Þorleifsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband