Öfga­full­ir islam­ist­ar í Svíþjóð hafa nær tí­faldazt í fjölda á sjö árum!

Tvö þúsund eru þeir taldir að sögn yf­ir­manns sænsku ör­ygg­is­lög­regl­unn­ar (Säpo), And­ers Thorn­berg. 

Að sögn Thorn­bergs eru um 3.000 öfga­full­ir of­beld­is­menn í Svíþjóð en af þeim eru 2 þúsund íslam­ist­ar. Aðrir eru öfga hægri menn eða öfga vinstri­menn. 

Árið 2010 kom fram í skýrslu Säpo að um tvö hundruð öfga­full­ir íslam­ist­ar byggju í land­inu. (Mbl.is)

Þessa aukn­ing­u rekur Säpo að mestu til áróðurs­ma­skínu Rík­is islams.

Þrátt fyr­ir að fá­ir þeirra hafi vilja og getu til þess að gera árás­ir verður að fylgj­ast með þeim, seg­ir Thorn­berg en hann ræddi þetta við fjöl­miðla í morg­un. 

Hann seg­ir að það sé mik­il­vægt að all­ir Sví­ar taki ábyrgð til að binda enda á þessa þróun. „Áður en við verðum fyr­ir árás eða of­beld­is­verki,“ seg­ir Thorn­berg í viðtali við TT frétta­stof­una.

Þykir mönnum þá undarlegt, að lögreglan íslenzka er fartin að hafa gát á þessum málum? Eiga þessi öfgamenn ekki auðvelt aðgengi að íslenzku þjóðinni með því að "hoppa yfir pollinn"?" Lítum bara á það sem þessir menn í Svíþjóð hafa "afrekað" nú þegar:

Úzbeki gerði árás í Stokk­hólmi 7. apríl með því að keyra inn í hóp af fólki og lét­ust fimm í árás­inni og 15 særðust. 

Um þrjú hundruð Sví­ar hafa farið til Sýr­lands og Íraks til þess að berj­ast með Ríki íslams. Um 140 þeirra hafa snúið heim aft­ur, en um 50 lát­ist er­lend­is.

Einn þeirra sem tók þátt í hryðju­verka­árás­un­um í Brus­sel í fyrra er Svíi, Osama Krayem, en hann hef­ur ekki enn verið dæmd­ur fyr­ir aðild að árás­un­um. (Mbl.is)

Og hér er að finna viðtal við Thorn­berg á vef Dagens Nyheter.

Eigum við ekki að enda þetta á sígildri speki: Allur er varinn góður -- og: 

 

Gáttir allar

áðr gangi fram,

um skoðast skyli,

um skyggnast skyli,

því að óvíst er að vita,

hvar óvinir

sitja á fleti fyrir.            (Hávamál, 1. erindi.)

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þrjú þúsund öfgafullir ofbeldismenn í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband