Fimmtudagur, 29.6.2017
Ítalir hóta að loka hafinu fyrir hælisleitendum
Ósjálfbær upplausn ríkir víðar en í Venezúela. Ítalir, sem fá flesta flóttamennina frá Líbýu (73.000 það sem af er ári, 14% aukning frá í fyrra), fá ónógan stuðning frá öðrum ESB-ríkjum. En þetta fólk á faraldsfæti er frá Afríku, Arabíuskaga, Egyptalandi, Sýrlandi og jafnvel Bangladesh. "Margir flýja stríð, fátækt og ofsóknir, og lokanir á leiðum gegnum Balkanskagann hafa aukið streymi til landsins" (Mbl.is), en augljóst er, að hér er einnig um efnahagsflóttamenn að ræða, sbr. ýmsa hælisleitendur hér!
Ítalska strandgæslan er stórtæk í björgunaraðgerðum á hafsvæðinu, en mörg skipanna sigla undir öðrum Evrópufánum. Heimildarmaður fréttastofu Reuters sagði að hugmyndir væru uppi um að hindra erlend skip sem væru á vegum annarra en ítalskra stjórnvalda. Það er hins vegar enn óljóst hvort slíkar aðgerðir séu ólöglegar eða ekki. (Mbl.is)
Hlutirnir gerast ekki í tómarúmi, heldur mótast af aðstæðum á Ítalíu sjálfri. Þjóðin er farin að hallast frá hinni opnu stefnu í innflytjenda- og flóttamannamálum, og þá er ekki lengur grundvöllur fyrir ráðandi flokka til að loka augunum fyrir því.
"Hótanir ítalskra stjórnvalda koma í kjölfar fylgistaps [sósíaldemókratíska] Demókrataflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Ítalíu í síðustu viku þar sem flokkurinn tapaði fylginu til Forza Italia og Norðurbandalagsins sem byggja báðir boðskap sinn á hertari aðgerðum í innflytjenda- og flóttamannamálum" (Mbl.is).
Það kemur að því, að þjóðir segja STOPP við ósjálfbærri ofurbjartsýnisstefnu. Hinar ESB-þjóðirnar eru heldur ekki, í ljósi endurvakinna hryðjuverka, ginnkeyptar fyrir því að auka enn fjölda múslima í álfunni, a.m.k. ekki í þeirra löndum! Þvinganir, sem Brussel-valdið með sínum refsivendi reynir til að jafna þunga þessara hælisleitenda og flóttamanna á allar sínar meðlimaþjóðir, m.a. þær sem eru austan gamla járntjaldsins og hafa tekið við fáum slíkum, hleypa bara illu blóði í þær þjóðir. Sjálf heildarstefnan er því í upplausn og réttasta ráðið að senda bátafólkið (sem borgar farið dýrum dómum) aftur til baka næstu misserin, eins og gert hefur verið í Ástralíu og dugað til að stöðva strauminn þangað af bátafólki.
Langfarsælast er að hjálpa þessu fólki í sínum eigin löndum, þar sem unnt er. Í lágu verðlagi þar nýtast hjálparsjóðir margfalt betur þar en hér í álfu.
Jón Valur Jensson.
Ítalía hótar að loka höfnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 05:06 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón Valur
Það er kómið tími til að stoppa þetta líð.
Merry (IP-tala skráð) 30.6.2017 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.