Um öryggis-, utanríkis- og viðskiptamál

Meginmarkmið utanríkis­stefnu Íslands á auð­vitað að vera að standa vörð um full­veldi og frjáls­ræði þjóð­ar­innar, öryggi og vel­sæld hennar með því að tryggja sem best varnir lands­ins sam­hliða innra öryggi, frjáls viðskipti og góða sam­vinnu við erlend ríki og stofn­anir byggðar á lögum og jafnræði.

Öryggi landsins og borgar­anna og frjálsræði til viðskipta 

Veran í NATO, varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild landsins að fríverslunarsamningnum EFTA eru hornsteinar sem hlúa ber að og styrkja á allan hátt. Alþjóðleg viðskipti eru Íslandi ómissandi, en vegna mannfæðar og skorts á eigin varnarliði og búnaði er okkur næsta ómögulegt að verja sjálf eigin hendur gegn ýmissi alvarlegri vá svo vel sé. Öll umræða um að setja hér á stofn þjóðvarðlið eins og aðrar þjóðir telja nauðsynlegt eða auka verulega viðbúnað lögreglu mætir alltaf skilningsleysi og öfgaviðbrögðum vinstri aflanna eins og nýleg sem gömul dæmi sanna.

Andstaða vinstrisins við öryggissamvinnu vestrænna lýðræðisríkja er söm við sig og í stað þess að tryggja daglega eigur og öryggi okkar borgaranna hér innanlands sem best, þá er furðuviðkvæðið að við eigum einungis að ræða málin við glæpamenn og aðrar ógnir, helst með hjálp sálfræðinga. Það er mjög til efs að það gefist mörg tækifæri til slíks, að innbrot og þjófnaður séu tilkynnt fyrirfram eða þá að yfirvofandi voðaverk séu sérstaklega auglýst. Er það ekki frekar slíkur málflutningur sem þarfnast andlegrar þjónustu?

Henta  EES og Schengen hagsmunum okkar?

Ísland gerðist aðili að EFTA og síðar að EES vegna viðskiptahagsmuna við Evrópuríkin, eins og þeir voru rétt eða rangt metnir á sínum tíma. Auðvitað þarf Ísland gott aðgengi að mörkuðum ESB-landanna sem annarra, en þróunin er slík að það er orðið spurning um hvort EES sé eina leiðin til þess og samning­urinn passi okkur lengur í núverandi mynd eða jafnvel yfirhöfuð? Vandamál ESB, sum sjálfsköpuð, eru flest önnur en okkar, en lög þeirra og reglugerðir sem nauðsynlega passa okkur ekki eru samt svona eins og venjulega send okkur á færibandi í gegn um EES og fer lítið fyrir jafnræði í þeim samskiptum. Alþingismenn samþykkja svo tilskipanirnar að jafnaði án þess að kynna sér í hverju þær felast.

Schengen-samstarfið er önnur mjög alvarleg spurning ef ekki tekst að við náum sjálf algjörum yfirráðum landamæra okkar og verðum ennþá óspurð að hleypa hverjum sem er inn í landið án þess að vita um bakgrunn fólksins eða hæfni þess og þekkingu sem sterfskraftar. Tímabundin landvistar- og atvinnuleyfi þar sem tryggt er að viðkomandi greiði skatta og skyldur eru eitt, en þegar farandfólk leggst öðrum fremur á velferðarkerfið við ærinn kostnað þá er ljóst að voðinn er vís.

Það er sífellt bitist um krónurnar á fjárlögum, en þegar kemur að þessum málaflokki eru ómældir peningar alltaf strax til, en enginn virðist hafa yfirsýn hvað þetta kostar skattgreiðendur beint eða óbeint. Þá erum við allt í einu sögð svo rík þjóð, eitthvað sem margur landinn hefur samt farið á mis við.

Það sama á við um innflutning fólks af ólíkum og varasömum menningar­heim­um, en reynslan í Evrópu af slíku sýnir stöðug vandamál og hinar alvar­legustu hættur sem flestir vilja auðvitað forðast, en vinstri elítan kærir sig samt kollótta um og jafnvel afneitar. Framámenn múslima á Íslandi hafa þegar marg­oft lýst opinberlega yfir að þeir vilji Sharia-lög, enda óaðskiljanlegur hluti „trúarinnar“, en hafa ekki komist upp með það enn vegna þess að þeir eru sem betur fer ennþá ekki nógu margir til þess að þvinga slíkt fram, hvað sem síðar kann að verða, ef fer sem horfir.

Það má alveg velta því fyrir sér hvort stuðningur vinstri manna við þetta allt og flýtimeðferðir við veitingu íslensks ríkisborgararéttar sé vegna þess að þeir gera ráð fyrir því að njóta atkvæða slíkra? Slík er ábyrgðartilfinning svokallaðra félagshyggjuafla og hollusta þeirra við landsmenn. Það fólk sem að hefur áhyggjur af þessum málum og vill fara fram með varúð er svo umsvifalaust uppnefnt rasistar, en vera kann að það verði að virðingarheiti á endanum. Að vera öndvert við íslenska vinstrið er nokkuð öruggur mælikvarði á að vera á réttri leið.

Endurskoðun

Það er brýnt fara í nýja samningagerð um endurskoðun á Schengen og EES og að hún taki mið af praktískum megin­hagsmunum Íslands gagnvart ESB, þ.e. viðskiptum og svo vísinda- og menningar­mála­samvinnu, en að forðast pólitísk málefni og afskipti og rjúfa þarf allt fullveldi­safsal og tryggja landamæri lands­ins. Með þessu opnaðist einnig vonandi fyrir möguleikana á því að skrúfa ofan af þegar klónaðri löggjöf, sem við viljum e.t.v. ekki hafa, og setja þaðan í frá alltaf og ætíð okkar eigin, og setja ætti um það ákvæði í stjórnar­skrá lýðveldisins.

Frjálsir tvíhliða viðskiptasamningar við sem flest lönd, m.a. við NAFTA-ríkin, hlýtur að vera stefnan og um leið styrking varnar- og öryggismála á tímum vaxandi viðsjár í heiminum. Á sama tíma er samdráttur og sparnaður í ríkisrekstri á mörgum öðrum sviðum afar brýnn jafnt sem að stórminnka íþyngjandi og kostnaðarsöm opinber afskipti. Gera þarf endalaus óþarfa gæluverkefni vinstrisins útlæg.

Kjartan Örn Kjartansson.

Höfundur er öryrki og eldri borgari. Hann hefur áhyggjur af mörgu því sem þegar er og í stefnir í landi okkar.


mbl.is Kafbátur og herskip í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband