Þriðjudagur, 20.6.2017
Ábyrgðarlaust framferði Pírata gæti valdið stíflun Neyðarlínunnar, jafnvel dauðsföllum!
Varaþingmaður Pírata í SV-kjördæmi, Andri Þór Sturluson, gerir sig ekki aðeins frægan að endemum, heldur stofnar lífi fólks í hættu með því einstæða athæfi sínu að "hvet[ja] fólk til að teppa símalínur Neyðarlínunnar í mótmælum gegn vopnaburði lögreglunnar. Hvatninguna sendir hann út á opinberum vettvangi á Facebook, bæði í hópnum Pírataspjallinu og á hans persónulegu síðu." (Mbl.is)
Flestir þeirra sem tjá sig um málið gagnrýna hugmyndina þar sem uppátækið gæti bitnað á þeim sem síst skyldi. (Sst.)
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar 112, skýrir betur aðstæður þar. Hann
segir Neyðarlínuna bera fullt traust til almennings að misnota neyðarnúmerið 112 ekki. Neyðarlínan treystir því að almenningur sýni mikilvægi þjónustunnar skilning og valdi ekki viljandi truflun á henni, hér eftir sem hingað til, segir hann í samtali við mbl.is.
Hann segir sveiflur í fjölda innhringjenda til Neyðarlínu vera miklar og stundum séu álagstoppar sem Neyðarlínan á fullt í fangi með að anna.
Ef þessar innhringingar sem verið er að gera tillögu um bætast við þegar það er mikið álag getur það valdið því að einhverjir nái ekki strax inn og valdið verulegum skaða. Iðulega skiptir hver mínúta máli í viðbragði þannig að aðgerð sem felur í sér að teppa símalínur Neyðarlínu getur valdið alvarlegu heilsutjóni eða dauða. (Mbl.is)
Makalaust má það heita af varaþingmanni að ganga svo langt í pólitísku offorsi gegn öryggisráðstöfunum lögreglu, að hann er reiðubúinn að trufla sjúkraflutninga og jafnvel útköll vegna slysa eða heilsuáfalla til þess að HANN geti komið sínu þrælpólitíska séráhugamáli á framfæri.
Réttast væri að lögreglan láti ná í hann til yfirheyrslu (þó ekki hjá haturslöggunni, undirritaður hefur þá reynslu af henni, að hún sé vanhæf, enda pólitískt skipuð silkihúfa á lögreglustöðinni), því að hann nýtur ekki þinghelgi.
Píratar verða að lýsa hneykslan sinni á framferði unga mannsins, vilji þeir ekki deila með honum allri ábyrgð á þessu hættulega athæfi hans.
Jón Valur Jensson.
Varaþingmaður vill teppa neyðarlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Spilling í stjórnmálum, Öfgastefnur, fasismi og hryðjuverk, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.