Lögreglan með sínar upplýsinga­námur veit betur en óupplýstir flokks­leiðtogar Vinstri grænna

"Á Íslandi eru vopn, aðgengileg almenningi, sem nýta má til að fram­kvæma hryðjuverk og aðrar stórfelldar árásir. Rúmlega 72.000 skotvopn eru löglega skráð. Þá hafa hættuleg heimatilbúin vopn, sprengjur og sprengiefni ýmist fundist eða verið komið í hendur lögreglu.

Árið 2016 frömdu hryðjuverkamenn tvívegis fjöldamorð í Evrópu án þess að hefðbundnum vopnum væri beitt.* Ógnin getur fyrirvaralaust tekið breyt­ingum og gengið þvert á fyrirliggjandi greiningar hvað varðar mynstur, aðferðir og skotmörk."

* Þetta sama gerðist í Bretlandi á þessu ári (aths.jvj.)

Svo segir í Mati ríkislögreglustjóra á hættu af hryðjuverkum, gefnu út af GREININGARDEILD RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA 30. janúar 2017, bls. 5.

Ennfremur segir þar meðal annars (ibid.):

Íslandi og öðrum vestrænum ríkjum stafar ógn af getu hryðjuverka­samtaka til að koma á framfæri áróðursboðskap á internetinu og samfélags­miðlum í því skyni að hvetja til hryðjuverka. Vitað er um raunveruleg tilvik þess að fólk hafi heillast af málflutningi liðsmanna hryðju­verka­samtaka, oftar en ekki um internetið og hafi í kjölfarið framið ódæðisverk þó svo að viðkom­andi hafi ekki tekið þátt í bardögum vígasveita Ríkis íslam eða annarra hryðjuverka­samtaka. Samdóma álit vestrænna öryggis­stofnana er að þessi hætta sé mikil og viðvarandi.

Þetta mættu storkarnir í Vinstri grænum hafa í huga, næst þegar þeir draga hausinn upp úr sandinum!

En í frétt hér á Mbl.is sést, að þrátt fyrir að brugðið hafi verið fæti fyrir að lögregla yrði vopnuð við samkomu­hald í gær, á þjóðhátíðar­daginn, þá gerði lögreglan þeim mun meira til að tryggja öryggi manna með öðrum hætti, einkum með því að hvetja sveitarfélög til að sjá um þverun gatna í formi stórra flutningabíla, og á það við um samkomu­staði bæði í borginni, í Kópavogi, Hafnar­firði, Garðabæ og víðar. Slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir hefðu t.d. getað tryggt, að mannfallið í Nice (81 manns) af völdum eins hryðju­verka­manns á flutningabíl hefði orðið margfalt minna.

En blindingjar einir í málefnum heimsins afneita möguleik­anum á hryðjuverki á Íslandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Vorum með mjög sýnilega löggæslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband