Sjómannadagurinn

Í dag er sjómanna­dagur­inn, sem hefur breyst í tím­anna rás. Man ég þann tíma þar sem allir lands­menn fögn­uðu með sjó­mönn­um á þess­um degi, enda sjávar­útvegur og sjó­mennska aðal-drif­fjöðrin í þessu landi. Útgerð­ar­fyrir­tækin voru stað­sett dreift um allt land, sköp­uðu vinnu og fjöl­breytt menn­ingarlíf.

Því miður hefur þetta verið á undanhaldi, þar sem stór­fyrirtæki hafa sópað að sér kvóta lands­manna í boði stjórn­valda, með þeim afleið­ingum að einungis örfá stór sveitar­félög hafa einhvern sjávar­útveg og halda upp á þennan dag af einhverri reisn, þar má nefna Grindavík sem dæmi.

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grinda­vík­ur­höfn. mbl.is/Ómar
 

Íslenska þjóðfylkingin kom fram með frjálsar strand­veiðar sem stefnu­mál sitt fyrir síðustu kosn­ingar og meinti það, enda fullmótuð aðferða­fræði hvernig koma ætti slíku í framkvæmd. Þetta tóku hinir flokkarnir upp, það er að segja fyrri hlutann, en höfðu ekki hugmynd um hvernig þeir ætluðu að framkvæma slíkt. Aðrir flokkar fóru um landið og buðu byggða­kvótann handa þeim svæðum sem þeir voru í framboði fyrir. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að menn myndu ganga til liðs við Íslensku þjóð­fylkinguna. Þetta keyptu trillukarlar um land allt og sitja nú með sárt ennið eftir að enginn hinna flokkanna meinti neitt með því er þeir sögðu. 

Íslenska þjóðfylkingin mun halda áfram að bejast fyrir breyt­ingum á lögum um stjórn fiskveiða, án þess að rústa því sem fyrir er, heldur gera sjávar­útveg sanngjarnan, með það að markmiði að byggðir um land allt geti verið stoltar af sinni þátttöku í þessari atvinnugrein. 

Íslenska þjóðfylkingin vill óska lands­mönnum til hamingju með daginn og þá sérstaklega sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Þeir eru og verða alltaf „hetjur hafsins og bjargvættir landsins“, því eiga landsmenn þeim mikið að þakka.

F.h. Íslensku þjóðfylkingarinnar,

Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.


mbl.is Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband