Sunnudagur, 11.6.2017
Sjómannadagurinn
Í dag er sjómannadagurinn, sem hefur breyst í tímanna rás. Man ég þann tíma þar sem allir landsmenn fögnuðu með sjómönnum á þessum degi, enda sjávarútvegur og sjómennska aðal-driffjöðrin í þessu landi. Útgerðarfyrirtækin voru staðsett dreift um allt land, sköpuðu vinnu og fjölbreytt menningarlíf.
Því miður hefur þetta verið á undanhaldi, þar sem stórfyrirtæki hafa sópað að sér kvóta landsmanna í boði stjórnvalda, með þeim afleiðingum að einungis örfá stór sveitarfélög hafa einhvern sjávarútveg og halda upp á þennan dag af einhverri reisn, þar má nefna Grindavík sem dæmi.
Íslenska þjóðfylkingin kom fram með frjálsar strandveiðar sem stefnumál sitt fyrir síðustu kosningar og meinti það, enda fullmótuð aðferðafræði hvernig koma ætti slíku í framkvæmd. Þetta tóku hinir flokkarnir upp, það er að segja fyrri hlutann, en höfðu ekki hugmynd um hvernig þeir ætluðu að framkvæma slíkt. Aðrir flokkar fóru um landið og buðu byggðakvótann handa þeim svæðum sem þeir voru í framboði fyrir. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að menn myndu ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna. Þetta keyptu trillukarlar um land allt og sitja nú með sárt ennið eftir að enginn hinna flokkanna meinti neitt með því er þeir sögðu.
Íslenska þjóðfylkingin mun halda áfram að bejast fyrir breytingum á lögum um stjórn fiskveiða, án þess að rústa því sem fyrir er, heldur gera sjávarútveg sanngjarnan, með það að markmiði að byggðir um land allt geti verið stoltar af sinni þátttöku í þessari atvinnugrein.
Íslenska þjóðfylkingin vill óska landsmönnum til hamingju með daginn og þá sérstaklega sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Þeir eru og verða alltaf hetjur hafsins og bjargvættir landsins, því eiga landsmenn þeim mikið að þakka.
F.h. Íslensku þjóðfylkingarinnar,
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.
Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sjávarútvegur | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.