Fimmtudagur, 8.6.2017
Keep calm and carry on ...
Þessi fyrirsögn er í anda þess hugarfars er einkennir fjársjúkan huga líberalista Evrópu um þessar mundir. Ég set þessi orð á blað vegna þess að því miður, ef fortíðin er einhver leiðarvísir, hefur Manchester-árásin orðið fyrirsögn í nokkra daga alveg eins og allar hinar árásirnar og svo búið... Nokkrum dögum eftir að þetta var skrifað héldu hryðjuverkin áfram í Lundúnum, nú á London Bridge og frægum matarmarkaði rétt hjá Borough market... Og sú bylgja yfirlýsinga, í takt við þá hér að ofan af hálfu forráðamanna þjóðanna sem fleygt hafa ábyrgðarhlutverki sínu til að vernda landsmenn og gæta, er kosið hafa þá til slíks, finnst tilhlýðilegt að bjóða upp á yfirlýsingar í þessum dúr, eins og hryðjuverkin séu af völdum náttúruhamfara en ekki af völdum islamskra hryðjuverkamanna og ákvarðanatöku þeirra sjálfra, er hafa með viðhorfi sínu, slæmum ákvörðunum og síðan aðgerðaleysi gefið veiðileyfi á landsmenn í borgum Evrópu sem og hér.
Ég vil benda á að við erum nokkrum árum á eftir Evrópu í þessum efnum, en stjórnarerindrekar reyna allt hvað af tekur að flýta því að ástandið verði með sama hætti hér á landi með stöðugum innflutningi hælisleitenda og efnahagsflóttamanna.
Íslenska þjóðfylkingin fór snemma að reyna að vekja athygli á þróun sem var fyrirsjáanleg, en enginn flokkur, ég endurtek: enginn var það andlega sterkur að vilja skoða málið út frá sögunni... En það má til sanns vegar færa að erfitt er að viðurkenna mistök og að mannslíf og fjármagn landsmanna hafi verið sett í pott glötunar, til að þjónusta eigið egó, því ekkert er eðlilegt við rétttrúnaðinn.
Það er farið að verða sjaldgæfara í dag en fyrir eingöngu ári síðan að fólk sjái ekki í gegn um þessar heimskulegu aðgerðir, er milljónum manna, 90% karlmenn á besta aldri búnir nýjustu græjum, var sópað inn í álfuna undir yfirskriftinni góðmennska. Hvar voru öll börnin og konurnar? Fæstir íslenskir karlmenn (nema einstaka líberalisti) hefðu flúið frá konum og börnum og skilið þau eftir undir sprengjuárásum og öðru er fylgir stríði, enginn með fullu viti gerir slíkt nema annaðhvort þeim sé skítsama um konur og börn og þau séu á par við húsdýr, eins og segir í ritum islams, eða veraldlegri ástæður ráði gjörðum... En voru þetta þá allt stríðshrjáðir ungir menn eða voru þetta efnahagsflóttamenn og hælisleitendur, sem höfðu ekki velferðarkerfi í sínum löndum? Af hverju ungir menn, getur verið að stór hluti hafi verið ISIS og aðrir hryðjuverkahópar? Allavega segja ISIS sjálfir að þeir hafi þúsundir blundandi hryðjuvekamanna í Evrópu er þurfi eingöngu hvatningu og þá fari þeir af stað.
Nú, þeir eru líka heimaræktaðir hryðjuverkamennirnir, annarrar kynslóðar menn og konur, er hafa alist upp í moskum sem hafa sharia-lög sem viðmið og eru þau rétthærri en landslög að þeirra mati og framfylgni; nú skyldi enginn segja að landslög séu auðvitað rétthærri, fyrir okkur væri slíkt almenn skynsemi, en lengra nær það ekki, þessir múslimar hlusta ekki á slíkt og hlæja að okkur, enda með skipulag um hvernig þeir notfæra sér einfeldni Evrópubúa og láta okkar eigin lög um frelsi bíta til baka, og þeir sem ekki þekkja til gleypa við yfirlýsingunum um minnihlutahóp þeirra (þótt þeir séu hundruð milljóna) og við yfirlýsingum þeirra um að islam sé trú friðar; islam þýðir submisson á ensku, er útleggst: undirgefni, auðmýkt, uppgjöf. Múslimi sem ástundar trúna og trúir á Kóran, Hadith og Síru getur ekki orðið trúr neinu landi og þjóð sem hann flytur til, það einfaldlega liggur ekki í hlutarins eðli frekar en svart sé hvítt ...Moskur eru ráðhús og sharia eru lögin...
Í Manchester voru 22 drepnir, mikið börn og unglingar sem voru á tónleikum og 59 særðir... Og hér verð ég að bæta við því nýjasta: 8 látnir og fjöldi særðra á London Bridge og Borough market... Og ráðamenn Evrópu samsamast um að stinga höfðinu í sandinn undir yfirskriftinni: höldum ró okkar, líka forseti þessa lands.
Hvað eru hryðjuverkin orðin mörg, hvað eru fórnarlömbin orðin mörg, hvenær er búið að normalisera þetta nægilega mikið, dauðagildruna keep calm and carry on-hugarfarið/hugarástandið. Þetta hugarfar getur líka verið gríðarleg fötlun, svo hrikalegt sem það er, meðvitað af fólki sem væri talið almennt með fullum fimm, en er í sjálfu sér hættulegra en hryðjuverkamennirnir vegna þess valds er það hefur og líka tekur sér... Og nú höfum við ný hryðjuverk í London og svanasöngur dauðans heldur áfram hjá rétttrúnaðinum, Teresa May tók eitthvað sterkara til orða en áður, en segir samt ekki það sem nauðsynlegt er, t.d. það að hreinsa landið.
Aðeins í Bretlandi, samkvæmt fréttum, eru mögulega 3.500 hryðjuverkamenn og ISIS-hryðjuverkamenn komnir til baka frá Sýrlandi 400 talsins... Nýjustu fréttir hins vegar er að tala hryðjuverkamanna sé 23.000 en ekki veit ég hvort tala þeirra er fóru til Sýrlands og kom til baka hafi breyst ...
Það er löngu komin tími til að stjórnarhættir breytist í Evrópu, brýn þörf er á því að færa lýðræðið betur út til fólksins, því hver katastrófan á fætur annarri hefur riðið yfir fólk, fjármálahrun, stríðsrekstur og allrahanda inngrip í líf fólks af embættismönnum er ekki valda lengur valdinu... Hvers vegna skyldi það vera, getur verið að forgangsröðunin sé ekki lengur land og þjóð heldur eigin meiningar og eigin þarfir og sérhagsmunir eins og t.d. valdablokka eins og Tisa samningarnir ganga út á...
Hvað haldið þið að hafi verið sett upp í neðanjarðar-lestarstöðvum Bretlands eftir 22. mars þegar íslamskur hryðjuverkamaður keyrði niður meira en 40 manns á Westminster Bridge, braut girðinguna sem verndar þinghús Bretlands og stakk lögreglumann? Já haldið ykkur...
All terrorists are politely reminded that this is London and whatever you do to us we will drink tea and jolly well carry on (March 22).....
Þetta flokkast undir fárveikt hugarfar... Svona hefur þetta verið við öll hryðjuverkin, eins og um náttúrulögmál væri að ræða, ekki meðvitaðar morðtilraunir hryðjuvekamanna... Og allt er þetta gert til að lama viðnám landsmanna vegna einhverra hagsmuna sem koma ekkert við eigendur landsins, meirihluta landsmanna.
Fyrir hönd Íslensku þjóðfylkingarinnar,
Sigurlaug O. Björnsdóttir.
Átta látnir eftir hryðjuverkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bretland | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
Athugasemdir
Vandamálið er ekki þetta, heldur sú staðreynd að Evrópubúar eins og þú, haldið að takmark þjóðfélagsins sé að vera gott fólk.
Í dag eru fólk af miðausturlanda uppruna, lögreglumenn, öryggisverðir og í leyniþjónustunni. Gesapo í Evrópu, er ekki í þörf fyrir meinleysingja... heldur þurfa þeir á glæpamönnum að halda. Glæpamönnum, sem eru tilbúnir að fremja glæpi ... eftir fyrirspurn. Hvort sem þú kallar Gestapo, fyrir Sapo, Alríkislögregluna eða Ransóknarlögreglu ríkisins ... þá eru þetta staðir sem er aðdráttarafl fyrir glæpamenn.
Mynt Caesars hefur tvær hliðar ... og glæpir hafa alltaf borgað sig, ef þú hefur lag á því að verða "glæpamaður" ríkisins.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 15:52
Furðulegt innlegg frá þér, Bjarne; hver skilur það?
Jón Valur Jensson, 8.6.2017 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.