Föstudagur, 26.5.2017
Samstaða og samhugur með fórnarlömbunum í Manchester
Laura McIntyre, 15 ára stúlka frá Suðureyjum úti fyrir Skotandi, berst nú fyrir lífi sínu eftir hryðjuverkið mikla í Manchester, en bezta vinkona hennar, Eilidh MacLeod, 14 ára, lézt í árásinni. Samstaða Breta er mikil með öllum fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra
Stofnuð hefur verið söfnunarsíða fyrir fjölskyldur McIntyre og MacLeod, en þegar hafa safnast rúm 30.000 pund eða tæpar 4 milljónir króna. (Mbl.is)
Laura McIntyre er sú hávaxnari á myndinni hér fyrir neðan, en með henni er Eilidh, vinkonan sem lézt, báðar hér á leið á tónleikana; svo sorglegt í raun.
Mikill fjöldi ungmenna lét lífið eða slasaðist í sprengingunni. Fyrsta sólarhringinn var talað um 59 særða, en sú tala fór yfir 100, þegar sumir minna slasaðir, sem höfðu í ofboði nýtt sér far til að komast heim af staðnum, fóru að sækja spítala eða slysavarðstofur daginn eftir. Sumir hinna særðu eru í svo krítísku ástandi, að þeim er vart hugað líf. Laura er ein af þeim.
Biðjum fyrir Lauru McIntyre og öðrum fórnarlömbum þessa skelfilega grimma hryðjuverks og að okkur megi gefast, að annað eins og þetta megi aldrei koma fyrir aftur. Og verum viss um, að áhrif bænarinnar geta verið mikil og margvísleg, það er ekki okkar að segja til um það.
Sjá nánar fréttartengil Mbl.is hér neðar, þar er talað við foreldra Lauru. Sjá einnig fleiri fréttir af þessum vinkonum og öðrum hér.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Berst fyrir lífi sínu eftir árásina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Varnar- og öryggismál | Aukaflokkar: Evrópumál, Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.