Þriðjudagur, 23.5.2017
22 mannslífum hefði mátt bjarga og yfir 100 manns frá meiðslum!
Vitaskuld kom í ljós að fjöldamorðinginn var islamisti, hét Salman Abedi, 22 ára, fæddur í Manchester, sonur líbýskra innflytjenda. Í stað þess að setja hann í stranga gæzlu gaufaði brezka lögreglan við að fylgjast of slælega með honum! Árangurinn er 22 drepnir og yfir 100 særðir og þúsundir manna í harmi og losti; en stuðningsmenn ISIS ráða vart við sig af kæti vegna dauða ungmennanna: http://www.dv.is/frettir/2017/5/23/studningsmenn-isis-fagna-dauda-ungmennanna-islamska-rikid-lysir-yfir-abyrgd-mordunum/
Fjölskylda mannleysu þessarar er reyndar nýsnúin aftur til Líbýu.
Það er svo sannarlega ekkert að því að setja ströng lög um að bæði yfirlýstir stuðningsmenn ISIS og al-Qaída, al-Shahab og annarra þvílíkra morðsamtaka skuli látnir sæta yfirheyrslum, gæzluvarðhaldi og fangelsisvist eftir atvikum og hafðir með eftirlitsband um ökklann. Hugmyndafræði þeirra er þjóðhættuleg, og á skal að ósi stemma.
Þá ber að endurskoða frá grunni innflytjendastefnu Evrópuríkja, til samræmis við þann eindregna meirihlutavilja Evrópuþjóða, að stöðva beri straum múslima inn í Evrópu!
Þótt Saudi-Arabía sé aðeins eitt múslimaríki af mörgum, þá er hitt staðreynd, að þaðan kemur gífurlegt styrktarfé til að reisa og reka moskur á Vesturlöndum, jafnvel hér á Íslandi, og frá upprunalandinu eru sendir ímamar til að framfylgja strangri túlkun wahhabíta (salafista) á Kóraninum. Þar grassera víða fyrirlitningar-predikanir klerkanna gegn okkur Vesturlandamönnum, og jafnvel í Danmörku hafa menn uppgötvað hvernig moskurnar eru misnotaðar til hatursboðskapar gegn kristnum og Gyðingum. Allt slíkt ber að stöðva án tafar.
Jón Valur Jensson.
Árásarmaðurinn var 22 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Öfgastefnur, fasismi og hryðjuverk | Aukaflokkar: Evrópumál, Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Athugasemdir
Sennilega ættum við hér vestra að fylgja fordæmi Sádí-Araba í flóttamannamálum því þeim er málið skyldara og þekkja best sitt fólk.
Kolbrún Hilmars, 23.5.2017 kl. 18:03
Kolbrún Hilmars
Rétt hjá þér. Ekkin taka nein af þeim.
Merry (IP-tala skráð) 24.5.2017 kl. 12:43
Þetta er ekki gaman. Nú í Bretlandi eru menn þreyttir á stjórnmálamönnum og fjölmiðlar munu ekki nefna það fyrir það sem það er - múslima hryðjuverk. Mant fólk er nú að segja hvað frönsk forsætisráðherra sagði áður - við erum í stríði við múslima öfgamenn. Núna - þeir eru að ráðast á og drepa börn. Það verður að vera stöðvað til góðs núna. Fólk verður að vera sterk og gera það sem þeir þurfa að gera.
Merry (IP-tala skráð) 24.5.2017 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.