Þriðjudagur, 23.5.2017
Tónleikum Ariönu Grande í Englandi lýkur í blóðbaði - mikið mannfall - "fólk grátandi alls staðar"
Skelfing ríkti á tónleikastað í Manchester, 22 látnir, 59 slasaðir. Öfgamenn víla ekki fyrir sér að sprengja upp fólk þar sem búast má við miklum fjölda barna, niður í 5-7 ára, en einkum stúlkur eru fjölmennar í aðdáendahópi söngkonunnar Ariönu Grande, og er vitað um stelpur sem særðust í andliti á staðnum.
Þetta er enn eitt hryðjuverkið í Evrópu á síðustu misserum. Það er EKKI gert nóg til að fyrirbyggja hryðjuverk, þótt nú þegar eyði stjórnvöld í Evrópu miklum mannafla og fjármunum í hryðjuverkavarnir.
Sama dag og þjóðaröryggisráð okkar Íslendinga hefur starfsemi sína, gerist þetta í okkar nágrannalandi, með ómældum þjáningum svo margra. Því verður ekki unað, ef vinstri flokkarnir ætla sér að hefta fjárveitingar til þessa absolút mikilvæga málaflokks, t.d. út frá sömu aumlegu hugmyndunum og ríktu í hugum margra þeirra á kaldastríðsárunum: að hernaðarviðbúnaður og varnir hér á landi væru þarfleysa og einberar "stríðsæsingar", mótaðar af hatri á einhverjum mótaðilum sem gerðir væru að "Grýlu" að ósekju!
Nei, við ætlum ekki að láta neinn segja okkur Íslendingum, að hér verði ekki að bregðast við yfirvofandi hryðjuverkahættu samtímans. Og hryðjuverk eru ekki bara framin með innfluttum sprengiefnum. Hafa ber ennfremur fullt eftirlit með hugsanlegum andþjóðfélagslegum áróðri í moskum múslima hér á landi, eins og nú er farið að tíðkast allvíða á meginlandinu að gefnum tilefnum. Mjög líkleg eiturbyrlunar-atlaga að fræðimanninum Robert Spencer, sem hér flutti vel sóttan fyrirlestur fyrir skemmstu, og umræðan út frá þeirri atlögu gefur heldur enga ástæðu til bjartsýni um andlegt ásigkomulag verjenda islamista.
Nýjar fréttir um tvöleytið á CNBC:
PS. Úr frásögn íslenzku móðurinnar Lindu Hafþórsdóttur af vettvangi (Visir.is): "Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni [dótturinni 11 ára] og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna... Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl." Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot... "Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands."... Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa... "Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því."
Jón Valur Jensson.
Þetta var svakaleg sprenging | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.