Eitrað fyrir Robert Spencer á Íslandi

Af frásögn hans og af trúverðugleika að dæma, sem fundarmenn kynntust um daginn, og af rannsókninni á spítala er ljóst, að það er engin ástæða til að bera brigður á þann alvarlega atburð, að hér á landi var reynt að eitra fyrir þessum fræga rithöfundi (12 bóka höfundi m.m.).

Ofstækið gegn þessum manni fekk að birtast hér strax í aðdraganda fyrir­lesturs­ferðar hans, og það er ekki að undra, að

Spencer fer ... hörðum orðum um um­fjöll­un fjöl­miðla og annarra um heim­sókn hans til lands­ins. Fjöl­miðlar hafi verið upp­full­ir af frétt­um um að vond­ur maður væri á leiðinni til lands­ins og rætt við þá nokkra tugi ein­stak­linga sem mót­mælt hafi komu hans. Hins veg­ar hafi ekki verið leitað eft­ir viðbrögðum hans sjálfs.

Ein sjón­varps­stöð hafi tekið viðtal við hann í tengsl­um við fund­inn en fréttamaður­inn hafi verið upp­tek­inn af meintri ábyrgð hans á morðum norska fjölda­morðingj­ans And­ers Brei­vik en Brei­vik hef­ur vísað í skrif Spencers. Spencer seg­ist ekki frek­ar geta borið ábyrgð á gerðum Brei­viks en Bítl­arn­ir á gerðum banda­ríska fjölda­morðingj­ans Char­les Man­son. (Mbl.is)

Og honum leynist ekki, hvernig ástandið er hér í fjölmiðlaheiminum, þar sem við sjálf vitum, hve uppivöðslusamir og "héraðsríkir" vinstri menn hafa verið, sér í lagi í ríkisfjölmiðunum, og vísvitandi margbrotið þar hlutleysisreglur og kröfur um hlutlægni í frásögnum, sem þeim er ætlað að hlíta, og gert þetta bæði í orði og með niðurþöggun fréttnæmra hluta.

Í beinu framhaldi af ofangreindri tilvitnun segir Robert Spencer í viðtali við blaðamann Mbl.is og bendir hér á kýlið:

Hins veg­ar væri ljóst af þessu að ís­lenskir fjöl­miðlar og stjórn­mála­menn vildu ekki að al­menn­ing­ur ræddi íslam­svæðingu og íslam­isma. Þeir sem berðust gegn því teldu sig án efa vera að gera göf­uga hluti en hefðu með fram­göngu sinni gert fólk eins og hann að skot­mörk­um. Fyr­ir vikið kæmi það hon­um ekki á óvart að reynt hefði verið að eitra fyr­ir sér.

Dæmigert var, að ekki einn einasti áberandi stjórnmálamaður sótti fundinn góða í Grand-hóteli í liðinni viku. Samt hefði þessi afburðagreindi ræðumaður getað frætt þá um svo margt sem þeir ekki vissu!

Það verður ekki látið nægja að segja frá þessu í fjölmiðlum, heldur unnið að rannsókn á þessari alvarlegu árás eins og full ástæða er til.

Til eru upptökur á veitingastaðnum, þar sem samskipti Spencers og mannanna tveggja áttu sér stað, og á spítalanum liggja fyrir þau gögn sem benda til að honum hafi verið byrlað eitur. Og alveg er ljóst, að þetta er ekki komið til í neinu skjóthugsuðu óðagoti, heldur er um glæp að yfirlögðu ráði að ræða, enda ber venjulegt fólk ekki á sér eitur dagsdaglega! Og greinilega hefur Robert Spencer því verið veitt eftirför af fundinum eða með öðrum hætti njósnað um ferðir hans.

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ist aðspurður í sam­tali við mbl.is geta staðfest að slíkt mál hafi komið inn á borð lög­regl­unn­ar. Rann­sókn á mál­inu sé á frum­stigi og verið að afla gagna um það. (Mbl.is)

Mál þetta er allt okkur til áminningar um, að átök islamista og fylgismanna þeirra við vestræna aðila hafa nú þegar náð hingað til Íslands. (Áður er vitað um a.m.k. tvö dæmi um komu manna hingað með tengsl við hryðju­verka­sam­tök.) Þetta er vænt­an­lega rann­sóknar­mál líka fyrir okkar þjóðarörygg­isráð og þá deild lögreglunnar sem sér um varnir gegn hryðjuverkum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telur að eitrað hafi verið fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Jón Valur 

Víð vonum að lögregla rannsóknin finnur eitthvað út frá þessi áras á Robert Spencer.

----------------------------------

Talandi um íslamistar að koma til Íslands - Svíþjóð hefur stærsta fjölda jihadís sem koma aftur frá syrien og ekkert er til að koma í veg fyrir að þau komi til Íslands með sænska vegabréfum sínum. Svíþjóð, þar sem þar eru reglulegar handsprengjum og AK47 skotleikur - bíll sprengjur osfrv. Fyrsta stað sem þau fara til er mosque. Þar getur þau hitta aðrar til að heilaþvo. 

Merry, 18.5.2017 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband