Glæsilegur fundur með Robert Spencer og Christine Williams í Grand-hóteli í kvöld

Snautlega fámennur var "sam­stöðufund­ur" Semu Erlu, Gunnars Waage & Co., þótt smalað væri á hann fólki úr Siðmennt og hælisleitendum af Kjal­ar­nesi.

Innan dyra var fullur salur sem tók í sæti 350 manns sem fylgdust spenntir með frábærlega mælskum ræðumönnum kvöldsins (margir stóðu að auki). Einnig gátu fundarmenn borið fram spurningar, og gerðu það a.m.k. 10-12 manns. Meðal annars stóð þar upp úr hve snilldarlega Spencer svaraði þar spurningum ímamsins í Öskjuhlíð og félaga hans.

Christine Williams með fyrirlestur á Íslandi Robert Spencer með fyrirlestur á Íslandi 

Það var mikil stemming á þessum fundi, sem Vakur hafði boðað til, félags­skapur sem vill sinna nauðsyn­legum upplýsingamálum um islamstrú og aðkomu hennar að vestrænum löndum. Þar var m.a. fjallað hispurslaust um uppruna­lega stefnu Múhameðs og innihald Kóransins og spurt hvort islam eigi samleið með vestrænum lýðræðisríkjum, hvaða breytingar hófsamir múslimar vilji gera á islam og hvort hliðarsamfélög innflytjenda hafi myndazt í evrópskum löndum. Eru þar sannarlega mörg áhyggjuefni, eins og kom fram í erindum ræðumann­anna beggja.

Engum mótmælum var í raun hreyft á fundinum sjálfum, en þeir, sem helzt mölduðu í móinn, voru Helgi Hrafn pírati, ímaminn í Öskjuhlíð og fylgisveinn hans. Var mikið klappað, þegar Spencer svaraði þeim síðastnefndu, en ímaminn fekk í seinna skiptið tvær mínútur til sinna spurninga og reyndi öðru fremur að finna hliðstæðu í Gamla testamentinu með boðum Kóransins um að drepa vantrúaða. En þegar Ísraelsmönnum var sagt að drepa allan óvinaher Amalekíta, fylgdi því ekkert boð um að það sama ættu þeir að gera í öðrum síðari tilvikum. Eins og Spencer benti á, hafði frásögnin af þessu aldrei verið notuð af gyðinglegum eða kristnum útleggjendum Biblíunnar til að réttlæta nein síðari fjöldamorð á andstæðingum Ísraelsmanna eða Gyðinga, og enginn greip til slíkra röksemda á krossferðatímanum, enda voru krossferðirnar ekki farnar í þeim tilgangi að útrýma neinum.

Fyrir hönd Vakurs stýrði Valdimar Jóhannesson þessum fundi og fórst það vel úr hendi. Nánar geta menn lesið um þetta á vefsíðu Vakurs. En hér er full ástæða til að þakka fyrir góðan fund, í senn upplýsandi og inspírerandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sorglegt að fá svona mann til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Valur.Já mjög góður og fróðlegur fundur.

Valdimar Samúelsson, 11.5.2017 kl. 23:44

2 identicon

Fínn pistill, og bestu þakkir fyrir hann, bara ein leiðrétting – Fundurinn með RS og CW var í Gullteigum, sem er stærsti salurinn á Grand Hótel Reykjavík og tekur allt að 470 manns í sæti. Þá var a.m.k, 19 manns sem stóðu, þannig Morgunblaðið greinir rétt frá að allt að 500 manns hafi sótt þessa fyrstu ráðstefnu Vakurs. http://www.mbl.is/.../05/11/um_500_maettu_a_fund_um_islam/

Sigurfreyr (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 04:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Fróðleg úttekt og ætti að vera áminning um það, að ef fólk er ósammála, að þá á það að mæta og ræða málin.

Þess vegna fær Immaninn prik frá mér að mæta, í stað þess að standa fyrir utan og gala eins sumir.

En ertu alveg viss um þetta með Krossferðirnar??

Og áður en þú ríkur til og svarar mér að slátrun íbúa Jerúsalems, jafnt múslima sem gyðinga, hafi verið óhappaverk, eiginlega svona óvart sem átti sér enga orðhvatningu frá Róm, að þá vil ég minna þig á að að það var ekki bara farið í krossferðir til Landsins helga.

Síðan átt þú að vita Jón Valur, þó Immaninn viti það ekki, að það fylgdu engin fjöldamorð í kjölfar útbreiðslu trúar Spámannsins.

Þau voru seinna tíma vandamál og beintengd öfgasjónarmiðum frumstæðra fjallamanna og afdalabúa.

Við eigum að virða söguna, sætta okkur við það sem er bæði gott og það sem er slæmt.

Og Meistarinn frá Nasaret þarf enga hagræðingu í sína þágu.

Hann er stærri en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.5.2017 kl. 08:11

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er engin heimild fyrir því, Ómar, að yfirvöld kirkjunnar í Róm hafi hvatt til neins fjöldamorðs í Jerúsalem.

Svo er rangt hjá þér, að engin fjöldamorð hafi fylgt í kjölfar útbreiðslu trúar Spámannsins. Strax í Medína hrakti Múhameð ekki aðeins tvo kynþætti Gyðinga úr bænum, ósáttur við hvernig Gyðingar höfðu bent á megna vanþekkingu hans á Gamla testamentinu og ráðinn í að ræna þá eignum sínum, enda eftir miklu að slægjast, margir þeirra gullsmiðir og kaupmenn; nei, þetta nægði honum ekki, því að þriðji Gyðinga-kynþátturinn átti þá eftir að fá sína meðferð, en Múhameð réðst á þá og lét drepa þar alla karlmenn, 600 talsins, og leiða konur þeirra og börn í þrældóm. (Grimberg: Verdenshistorien, danska útgáfan, Politikens Forlag, 5. bindi, bls. 264).  

Þetta voru nú aðferðir hans, rán og fjöldamorð. Ræðum svo framhaldið seinna.

Jón Valur Jensson, 12.5.2017 kl. 11:46

5 identicon

Ég kaupi ekki þessar lygar frá ykkur, en það er rétt þið leitið alltaf í eitthvað sem er alls ekki viðurkennt og/eða hvað þá samþykkt af Múslimum. Nú og þetta er aðferðin sem að áróðursliðið hjá Útvarpi sögu vill alltaf reyna að koma inn, að leita alltaf til andstæðinga Íslams og Múslima, svo og passi alltaf uppá, að hleypa ekki trúarbragðafræðingum og heldur ekki Múslimum inn með einhver svör gegn þessum haturs -og lygaáróðri ykkar. Eins og alltaf þá er passa sérstaklega uppá að hafa alltaf hann Valdimar J. og aðrar andstæðinga Íslam þarna til að drulla, aftur, aftur og aftur yfir Íslam og Múslima, með öllum  þessum haturs- og lygaáróðri ásamt þýðingavillum, og þar sem að öllu er blandað saman við Wahhabi-isma. Það vita að hann Robert Spencer er ekki trúarbragðafræðingur, og að hann hefur aldrei stundað eða iðkað Íslam, en þessi maður þykist vera sérfræðingur um Íslam. Hann Róbert er þekktur fyrir að nota þýðingarvillur og lygar til þess eins að drulla yfir Íslam og Múslima. En ef hann Róbert Spencer hefur leyfi til mótmæla Íslam og Múslimum, þá hljóta aðrir að mega mótmæla honum  Róbert ykkar.    
En hvernig er það, eiga menn ekki alltaf að leita til annarra með að kynna sér önnur trúarbrögð? Þannig að til kynna sér Kristna trú, þá eigi menn alltaf, að leita til Hindúisma, Buddhisma osfrv., nú til að kynna sér kaþólska trú, þá eigi menn leita til Votta Jehóva, Mormóna osrf.,  ekki satt? Nú og samkvæmt þessu, þá eiga menn alltaf að leita til annarra stjórnmálaflokka líka, svo og til annarra stjórnmálaflokka með að kynna sér stefnu Íslensku Þjóðfylkingar, ekki satt?

Virtually every quote Spencer uses to defame and slander the Islamic faith is done in the same typical lying deceiving jew fashion. https://mynameisjoecortina.wordpress.com/2012/11/23/robert-spencer-rat-faced-racist-hate-monger-liar-and-jew-lover/

"Zionist Islam hater Robert Spencer: Liar Extraordinaire" https://mizansblog.com/2012/10/02/zionist-islam-hater-robert-spencer-liar-extraordinaire/

"UK Tells Islamophobes Pam Geller And Robert Spencer To Stay Home" http://crooksandliars.com/karoli/uk-tells-islamophobes-pam-geller-and-robert

"Organized Jewrys War on Islam" http://www.lostscribemedia.com/articles/organized-jewry-war-on-islam/

"Anti-Muslim crusaders make millions spreading fear" http://www.tennessean.com/story/news/local/2010/10/24/antimuslim-crusaders-make-millions-spreading-fear/28936467/

"Zionist interest groups finance the hatemongering against Muslims" https://www.youtube.com/watch?v=7MgSUnq7_5Y

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.5.2017 kl. 14:33

6 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Á arunum 624-625 Múhameð umsátur um a.m.k 2 aðrar borgir en Medinu,og þegar hann hafði sigrað þær , þá leyfði hann öllum að yfirgefa aðra borgina, en hélt eftir eigum fólksins. En seinni borgina, þá tók hann af lífi yfir 800 karlmenn og tók sér unga stúlku sem ambátt. Aðferðin við að lífláta karlmennina var sú sama og Isis notar í dag. Hálshöggnir. 

Nú nafn borganna man ég ekki en hef heimildirnar heima, sem eru frá prófessor í islmaskri sögu. 

Þannig að Isis virðast fylgja í fótspor spámannsins.

Kristinn Ásgrímsson, 12.5.2017 kl. 17:08

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Fjöldamorðin í Jerúsalem voru líklegast á ábyrgð foringja krossfaranna en hann var nú ekki beint bannfærður fyrir þau.

Síðan er álitamál hvort hann drap fleiri múslima en gyðinga í þeim morðum.  Sem aftur kemur inná þá einfalda staðreynd að múslímar og gyðingar bjuggu í sátt í borginni helgu.

Dráp gyðinga í Medínu er staðreynd, en þegar þau eru framin, þá er ekki komin nokkurn skikkan á trúna sem seinna gerði Múhameð að spámanni sínum.  Svona dráp voru alsiða á sínum tíma, og eru meira í ætt við valdabaráttu en trúarofsóknir.  Undir lok 13. aldar lét t.d. Eðvard 1. drepa alla íbúa skosku borgarinnar Dunbar, um 5000 talsins, eftir að hann sigraði Skota í orrustu við þá borg.  Eða þegar Róm féll fyrir herjum þýska keisaradæmisins, þá var rænt og ruplað í marga daga, þúsundir voru drepnir.

Um allan heim eru ótal svona dæmi um fjöldamorð á íbúum sigraðra borga, á öllum tímum.  Það er frekar í frásögufærandi þegar það var ekki gert.

En ef ég man rétt, þá dó Múhameð áður en útrás Araba hófst, og þá var trúin sem var kennd við hann ekki fullmótuð, það má meira að segja færa rök fyrir því að trúarritin hafi í raun verið samin eftir að Arabarnir lögðu undir sig Mið Austurlönd, og trúin sem slík hafi ekki verið fullmótuð fyrr en um 100-150 árum seinna.

En það er engin alavarleg blóðslóð sem fylgir þessari útrás Arabana, þeir lögðu undir sig rík menningarsvæði þar sem megin trúarbrögðin voru kristni, gyðingatrú og trúarbrögð Sassanída, kennd við Zaraþústra.

Þegar ég lærði söguna þá voru trúskiptin útskýrð með skattalegu hagræði, en upphaflega voru Arabarnir þeir einu sem játuðu trúna á Múhameð, og fannst það sniðugt að hafa sjálfa sig skattlausa, en innbyggjar voru skattlagðir.  En þar sem fleiri ættbálkar tóku þátt í útrásinni, þá var skattleysið bundið við trúna, ekki þjóðerni.  

Fólk forðast skatta, og þess vegna skiptu margir um trú, svo rammt kvað að þessu að þessum skattareglum var fljótlega breytt, annars gat kalífadæmið ekki rekið sig.  En trúskiptin voru ekki vegna trúarofsókna, og það eru fjölmörg dæmi um bæði kristna og gyðinga sem gegndu trúnaðarembættum í hinu múslímska stórríki.

Hins vegar umbar kristin trú ekki önnur trúarbrögð, hvorki þegar hún breiddist út Rómarveldi, eða seinna meir þegar germannir og slavar tóku hana upp.  Sú saga er full af fjöldamorðum á heiðnu fólki, og heilu þjóðunum var útrýmt, vegna þess að þær létu ekki af heiðnum sið.  En kristnir menn voru ef eitthvað var, ennþá grimmari við hvorn annan, þegar þeir tóku uppá því að rífast um rétttrúnaðinn.

Og þar með er ég kominn að spurningu minn Jón Valur, ertu búinn að gleyma öllum hinum krossferðunum.  Smá hint, hefur þú einhvern tímann spáð í öllum þeim titlum sem fylgir dönsku krúnunni, þar er minnst á margar fornar þjóðir við strendur Eystrasaltsins, sem eru ekki lengur til í dag.  Annað, farðu til Suður Frakklands, og ræddu við heimamenn um páfann í Róm.  Þó mjög margar aldir séu liðnar, þá er hann ennþá mjög hataður þar um slóðir.  Að gefnu tilefni.

Sem lesinn maður Jón Valur þá þekkirðu alveg þessa sögu.

Síðan langar mig að koma aftur að þessum gyðingadrápum í Medína.  Af einhverju ástæðum þá peista menn þessari sögn fram og til baka, og taka sem dæmi um trúarofsóknir og þá múslima.  Eins og menn þekkja ekki sögu gyðinga í kristnum borgum Evrópu á síðmiðöldum, og alveg fram á nýöld.

Hvað ætli séu mörg dæmi um slátranir á gyðingum í evrópskum borgum í gegnum tíðina?,  100?, 1000?, veit ekki því ég er ekki sérfræðingur í sögu gyðinga, en ég veit að tala er einhvers staðar þar á milli.  Og í einstökum tilvikum voru drápin talin í þúsundum, ekki hundruðum, og mörgum borgum voru svona fjöldamorð regluleg.

Við eigum að vita betur Jón Valur en að fara út í svona samanburð sögunnar, og alla vega veit ég að Meistarinn frá Nasaret, hann var ekki mikið fyrir svona fræði.  Hann þurfti ekki að upphefja sig á kostnað annarra, hann upphóf sig til himna þess í stað.

Það hafa margir verið drepnir í hans nafni, en hann bað ekki um þau dráp.

Og við höfum enga ástæðu til að ætla að hann hafi skipt um skoðun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.5.2017 kl. 00:22

8 identicon

Já Jón Valur - þetta var góð og nauðsynlegt möte. Takk til Vakur fyrir að skipuleggja þessu. Væri fínt að fá annað svipað fund i framtiðan.

Merry (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 01:36

9 identicon

Já Jón Valur þetta var góð og nauðsýnlegt fund.  Vakur fæ et stort takk og það verður gott að skipuleggja annað svipuð í framtiðina.

Merry (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 10:55

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Merry!

Sæll, Ómar. Það er ljóður á ráði þínu hér (ekki á þér, heldur aðferð þinni) að geta engra heimilda fyrir neinu, hvort heldur sem þú telur þig vera að leiðrétta mig eða ert að nefna ný atriði til sögunnar hér í þessari umræðu.

Tvívegis ritarðu um fjöldamorðið á 600 karlmönnum í Medína (og gleymum ekki hvað varð um konurnar og börnin!), en ferð í bæði skiptin út í e.k. afsakanir fyrir þessu eða reynir að gera minna úr því í sögulegu samhengi en ástæða er til. Þú segir, að þá hafi "ekki [verið] komin nokkur skikkan á trúna sem seinna [sic] gerði Múhameð að spámanni sínum. Svona dráp voru alsiða á sínum tíma," fullyrðir þú, en þau voru það alls ekki á Arabíuskaganum fram að því. Gættu þess, að Gyðingarnir féllu ekki í vopnaátökum við múslima, heldur "lod Muhamed jødestammens 600 mandlige medlemmer henrette [lét taka þá af lífi], medens kvinderne og børnene blev solgt som slaver" (Grimberg, loc.cit.). 

Í 2. lagi skiptir sú "skikkan" trúarinnar, sem þú vísar til, engu máli hér, því að alveg var ljóst, að það var að fyrirskipan Múhameðs sem Gyðingaættirnar í Medínu voru bæði rændar og ofsóttar og þessir 600 karlmenn myrtir með köldu blóði. Þegar þú þess vegna minnist seinna á Krist, hefðir þú í þessu tilviki mátt undirstrika skýrt hinn risavaxna mun sem var á honum og Múhameð. 

Jesús Kristur gerði aldrei flugu mein, stöðvaði vopnavald Péturs og læknaði Malkus (þjón æðsta prestsins), sem Pétur hjó af eyrað (Lúk.22.49-51, Jóh.18.10-11). 

Sjálfur Múhameð lét hins vegar menn sína fremja fjöldamorð á varnarlausum Gyðingum, og það má vera blindur maður, sem sér ekki þýðingu þessa sögulega séð og hve skelfileg áhrif slíkt framferði upphafsmanns islamssiðar getur haft á fylgjendur hans sem fundið geta í þessu réttlætingu fyrir hatri og óhæfuverkum og á einum kynþætti öðrum fremur.

Í seinna skiptið, sem þú minnist á Medína-fjöldamorðið, er að sjá, að þú amist við því að menn séu að "peista … þessari sögn fram og til baka"! En rétt skal vera rétt, og ekki er þetta Múhameð til frægðar.

Þú segir einnig, að trúskipti kristinna manna til islamssiðar (á næstu áratugum og öldum eftir daga Múhameðs) hafi ekki verið "vegna trúarofsókna," en ég ráðlegg þér að lesa þér betur til í því efni, bendi t.d. á hinn mikla sérfræðing og prófessor í þessum fræðum, Bernard Lewis, t.d. bók hans greinargróða: Cultures in Conflict, Christians, Muslims, and Jews in the Age of Discovery (1995), og á metsöluhöfundinn, sagnfræðinginn Richard Fletcher, prófessor við Háskólann í Jórvík, t.d. rit hans: The Cross and the Crescent – The Dramatic Story of the Earliest Encounters between Christians and Muslims (2003). 

Þá kannast ég alls ekki við þá fullyrðingu þína um kristna trúboða eða kristna valdsmenn, að "heilu þjóðunum var útrýmt [sic], vegna þess að þær létu ekki af heiðnum sið." Einnig þar skortir á, að þú hirðir um að nefna heimild! Og þú ættir einnig að geta nánar um fjölda drepinna Gyðinga í morðöldum í kristnum löndum og ekki að sleppa því, hvernig kirkjuleg yfirvöld beittu sér gegn þeim drápum.

 

Jón Valur Jensson, 13.5.2017 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband