Þriðjudagur, 9.5.2017
Útlendingastofnun býst við 1700-2000 hælisleitendum á þessu ári! Stöðvum þann straum!
Þetta er ófremdarástand og verður það meðan Sigríður innanríkisráðherra fylgir ekki eftir vel upplýstri sannfæringu sinni á þessum málum.
1. jan.-30. apríl sl. sóttu 285 manns um hæli hér á landi, voru 179 á sama tíma í fyrra.
Þessi mikli fjöldi umsókna á fyrstu vikum ársins þykir benda til þess að heildarfjöldi hælisumsókna fari verulega fram úr tölum síðasta árs, en þá komu hingað alls 1.132 hælisleitendur.
Kemur þetta fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar til Morgunblaðsins, en þar segir einnig að stofnunin geri nú ráð fyrir að heildarfjöldi hælisumsókna á þessu ári verði jafnvel á bilinu 1.700 til 2.000 umsóknir. (Mbl.is)
Íslenska þjóðfylkingin vill, að hælisleitendum, sem koma frá löndum þar sem ekkert stríðsástand ríkir, verði vísað til baka innan tveggja sólarhringa.
En svo mikil var aðsóknin, einkum frá Albaníu og Makedóníu, síðustu mánuði liðins árs: 550 manns, að það var allt of margt til þess að Útlendingastofnun næði að afgreiða mál þeirra með þeim hraði sem til hafði staðið. (Hádegisútv. Rúv).
Fengju vinstri flokkarnir að ráða í þessum efnum, yrði stefnt út í algera ófæru, með miklu álagi á velferðarkerfi okkar, verðbólguhvetjandi áhrifum á leigumarkaði og með ófarsælli fjölgun múslima eins og í nágrannalöndum okkar á liðnum árum, þótt nú sé eitthvað reynt að takmarka þar innstreymið. En á sama tíma eru hér stjórnmálamenn, sem vilja ekkert læra af reynslunni og fylgja fremur pólitískum rétttrúnaði og "leiðsögn" RÚV (ríkisins í ríkinu) sem stendur nær ösmáum öfgahópi, "No Borders!", heldur en íslenzkum þjóðarhagsmunum.
Verður nú á Sigríði Andersen treystandi í þessum málum, eða ætlar hún að lúffa fyrir harðlínu-fjölmenningarsinnum eins og Guðlaugi Þór Þórðasyni og Unni Brá Konráðsdóttur í sínum eigin flokki? -- að ekki sé talað um ábyrgðarlausu óráðsmennina í hinum flokkunum!
Jón Valur Jensson.
Býst við um 2.000 hælisleitendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Islam, múslimar, Mið-Austurlönd, Stjórnmál og samfélag, Varnar- og öryggismál | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki HÚSNÆÐIS-SKORTUR í landinu?
Jón Þórhallsson, 9.5.2017 kl. 14:24
Þetta gengur ekki - það er engin plats eða penning fyrir þetta fólk sem vill bara taka allt frá okkur. Þeir vill ekki að vinna og vilja allt ókeypis - húsnæði og mat.
Merry (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.