Sunnudagur, 30.4.2017
Dagur verkalýðsins, 1. maí. Ávarp formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Íslenska þjóðfylkingin sendir öllum landsmönnum baráttukveðju í tilefni dagsins.
1. maí er og á að vera hugleikinn öllum þeim sem annt er um mannréttindi og jöfnuð í samfélagi okkar.
Íslenska þjóðfylkingin hafnar nútíma þrælahaldi með innflutningi á ódýru vinnuafli, til þess eins að moka auðnum undir fáa útvalda.
Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að lámarkslaun verði 300.000 kr., þau verði skattlaus og skerðingar krónu á móti krónu á aukatekjum öryrkja og aldraðra verði aflagðar.
Einnig mótmælir Íslenska þjóðfylkingin áformum ríkisstjórnar Íslands, sem hafa það að leiðarljósi að halda áfram skerðingum á framfærslu þeirra sem minna mega sín.
Íslenska þjóðfylkingin skorar á verkalýðsleiðtoga að standa í lappirnar og krefjast réttmætra launa, vera óhræddir við að setja inn ákvæði í samninga sem taka mið af launaskriði þeirra sjálftökustétta sem mismuna samfélaginu.
Íslenska þóðfylkingin krefst þess að hafist verði handa til verndar minni og meðalstórra fyrirtækja.
Íslenska þjóðfylkingin krefst tafarlausra úrbóta á lóðaskorti sveitarfélaganna og þeim verði skylt að útvega lóðir á kostnaðarverði. Fjármálastofnanir verði einnig skyldaðar til að koma á viðunandi fyrirkomulagi lána fyrir þá sem hyggjast ráðast í kaup eða byggingaframkvæmdir á húsnæði til eigin afnota.
Það er kominn tími til að íslenska þjóðin standi saman gegn ósanngjörnu auðvaldskerfi sem lítur á þegna samfélagsins sem þræla sína.
Guðmundur Karl Þorleifsson.
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkar: Húsnæðis-, leigjenda- og íbúðaskuldamál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.