Lífeyrissjóðirnir bregðast ýmsum sjóðfélögum sínum

Helgi Helgason, fyrrv. formaður Ísl. þjóðfylkingarinnar, fékk þessa frásögn senda í pósti (stytt af honum).

„Ég á íbúð sem ég keypti 2005. Þegar hrunið kom hækkaði afborg­unin úr um 100 þús. á mánuði í tæplega 180 þús. á mánuði. Með auka­vinnu og spar­semi hef ég getað staðið við greiðslur í öll þessi ár, meðal annars með því að hafa núðlur í hvert mál fyrir fjöl­skylduna, í mörg ár.

Svo sá ég að lífeyrissjóðurinn minn býður 3,6% vexti á lánum en lánin mín eru á 4,15% til 5,2% vöxtum. Á lánareiknivél lífeyrissjóðsins reiknaði ég út að ef ég skuld­breytti lánunum á kjörum lífeyris­sjóðsins þá myndi greiðslu­byrði lækka um 45 þús. á mánuði. Svo ég sótti um lán hjá þeim en fékk þau svör að ég gæti ekki borgað af þessu!

Lánið hjá lífeyrissjóðnum hefði verið um 130 þús. á mánuði, en síðastliðin 8 ár hef ég borgað 180 þús. af bankaláninu. Þegar ég benti á þetta var svar lífeyris­sjóðsins: „Computer says NO!“ Þegar ég spurði frekar þá var bent á neyt­endalög sem sett voru af Árna Páli (Samfylkingu og VG) og hafa verið hert af öðrum ráðherrum.

Er nema von að fólk sé að taka smálán sem bera himinháa vexti til að geta keypt sér í matinn? Sem betur fer er ég með svarta vinnu en ég er að gefast upp.“

Svona er því miður ástandið hjá mörgum í dag. En það er merkilegt að það skuli vera stjórnvöld sem standa í vegi fyrir því að fólk geti hjálpað sér sjálft. Ætli Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráherra viti af þessu?

Athyglisverð umræða um þennan pistil er hér á opinni Facebók Íslensku þjóðfylkingarinnar, og meðal annarra tekur þátt í henni hinn nýkjörni formaður Guðmundur Þorleifsson. (Aths. JVJ)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband