Íslenska þjóðfylkingin endurnýjar krafta sína á landsfundi

Landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar, sá annar frá stofnun hennar, var haldinn í dag, endurskoðuð lög hennar samþykkt og ný stjórn kjörin - flokks­stjórn að verulegu leyti óbreytt, en nýr formaður er Guðmundur Karl Þorleifs­son og nýr varaformaður Reynir Heiðarsson. Ennfremur var kosinn nýr ritari: Sverrir Sverrisson. Þessir þrír skipa framkvæmdastjórn flokksins. Allir sitja þeir í 15 manna flokksstjórninni, og voru hinir tólf sjálfkjörnir, en kosið um þrjá varamenn, og eru þeir Guðlaugur Ævar Hilmarsson, Geir Harðarson og Garðar Ottesen.

Þessir sitja nú í flokksstjórn ÍÞ:

  • Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.
  • Reynir Heiðarsson varaformaður.
  • Sverrir Sverrisson ritari.
  • Birgir Loftsson.
  • Helgi Helgason.
  • Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir.
  • Hjördís Diljá Bech.
  • Jens G. Jensson.
  • Jón Valur Jensson.
  • Kjartan Örn Kjartansson.
  • María Magnúsdóttir.
  • Sigurður Bjarnason.
  • Sigurlaug Oddný Björnsdóttir.
  • Sveinbjörn Guðmundsson.
  • Þorsteinn Einarsson.

Gjaldkeri flokksins verður kosinn af framkvæmdastjórn flokksins og skal heyra beint undir hana, skv. 15. grein félagslaganna.

Nánar verður sagt hér frá landsfundinum og ályktunum hans síðar í kvöld.

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband