Fimmtudagur, 30.3.2017
Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum - o.fl. af sama toga, jafnvel skammt undan ...
"Ítalska lögreglan handtók í nótt þrjá menn, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Feneyjum. Upplýsingar höfðu borist um að þeir ætluðu að sprengja upp Rialto-brúna, eitt þekktasta kennileiti borgarinnar. Þremenningarnir eru frá..."
Þannig hefst frétt á aðalsíðu RÚV, og þegar smellt er áfram inn í fréttina alla, kemur væntanlega engum á óvart, að framhaldið er með þessum hætti:
Rialto-brúin er sú elsta af fjórum sem liggja yfir aðalsíki Feneyja, Canal Grande. Um hana fer jafnan fjöldi ferðafólks frá morgni til kvölds." Tilvitnun lýkur. (Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum)
Frá Skandinavíu berast svo aðrar fregnir: af ungri, danskri konu sem "situr í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn fyrir að hafa ætlað að ferðast til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Tveir félagar hennar, 18 og 19 ára, eru einnig í haldi," segir þar, en fréttin (ný) endar svo, á Mbl.is:
Um það bil þriðjungur þeirra Dana sem hefur farið til Sýrlands eða Íraks til þess að berjast með Ríki íslams eru konur. Frá árinu 2012 hefur danska öryggislögreglan, PET, fengið upplýsingar um 145 Dani sem hafa farið til Íraks eða Sýrlands til þess að berjast með Ríki íslams.
Þessir atburðir halda áfram og eru flestir í tengslum við öfgaislamista. Það er ein ástæðan fyrir því, að frændur okkar á Norðurlöndum hafa á síðustu misserum verið að endurskoða róttækt afstöðuna til mikils innflutnings múslima og yfirhöfuð til viðamikils starfs islamskra trúfélaga, en þar hefur sitthvað gruggugt og beinlínis ískyggilegt komið í ljós, þegar farið var inn í moskurnar með falda myndavél (bæði í Danmörku og Englandi).
Jón Valur Jensson.
Ætlaði að ganga til liðs við Ríki íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Varnar- og öryggismál | Aukaflokkar: Trúmál, Öfgastefnur, fasismi og hryðjuverk | Breytt s.d. kl. 16:17 | Facebook
Athugasemdir
Komið þið sæl - Þjóðfylkingarfólk, sem og aðrir gestir, ykkar !
Jón Valur !
Þar: sem þú gafst mér ekki kost á, að svara niðurlagi þínu, á síðu Kristinna stjórnmálasamtaka,hinna síðustu skoðanaskipta þar, verð ég að koma því að á þessum vettvangi þess í stað - að hvergi nokkurrs staðar, hefi ég gert lítið úr afrekum ýmissa Fornaldar frömuða / fremur en Miðalda og seinni alda, innan hins Siðmenntaða heims.
Svo - þeim furðulega misskilningi þínum sé andæft, enda, ... hví ætti mér:: óvirkum félaga í Hinu íslenzka Bókmenntafjelagi (1816) sem og Sögufélaginu (1902) að vera það eitthvert kappsmál, svo mjög, Jón Valur ?
Aukinheldur: hefi ég hingað til, borið ákveðna virðingu fyrir ýmsum fræða- og upplýsingar starfa Sveinbjörns frænda míns Egilssonar (1791 - 1852), ekkert síður en margra annarra / fyrir hans daga, sem og eftir.
Hugarfar nútímamanna - er ekkert sjálvirkt, fullt andófs til gamalla gilda, þó erfit sé að stýra yngri kynslóðunum til einhverra Íþöku hugleiðinga dags daglega, í okkar samtíma.
Með beztu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2017 kl. 22:34
Velkomið er þér, Óskar Helgi, að setja þessa athugasemd þína inn á nefnda vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka, enda skilst hún betur í samhenginu þar. Undirritaður hafði lengt þar umræðu um 1 sólarhring vegna innleggja þinna, en var sér þess ekki meðvitandi fyrr en nú, að þú vildir komast aftur inn í hana eftir að 48 klst. umræðutíma lauk. Nú færðu 48 klst. til viðbótar til umræðunnar! --B.kv. --JVJ.
Kristin stjórnmálasamtök, 1.4.2017 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.