Sunnudagur, 12.3.2017
Vinnubrögð kringum skýrslu ECRI-nefndar ámælisverð
Einstaklega vel upplýstur hagfræðingur, dr. Ólafur Ísleifsson, átti glæsilegan sprett um þessa álitsgjöf s.k. Evrópuráðsnefndar (tveggja fulltrúa sem voru hér tvo daga!) í Útvarpi Sögu í fyrradag, og ættu menn að reyna að ná endurflutningi þáttarins eða hlusta á hann á vef ÚS, á þessari vefslóð: ÞÆTTIR, og velja þar "Síðdegisútvarpið 1-hluti 10.mars", en þessi umfjöllun Ólafs er þar einmitt í upphafi þáttarins (sem byrjar sem oftar á Bítlalagi!).
Enginn sem hlustar með athygli og opnum huga á málflutning Ólafs ætti að verða fyrir vonbrigðum. Þetta er hreint og beint frábær frammistaða.
Áherzlan undir lokin er m.a. á það, að stjórnvöld verði hér að fara að lögum og virða þann andmælarétt sem löggiltur var hér á landi með stjórnsýslulögunum snemma á 10. áratugnum. Ennfremur þarf velferðarráðuneytið "undanbragðalaust og möglunarlaust" að upplýsa um sinn hlut að þessu máli, sem er háalvarlegt, þegar svo er komið, að fyrirtæki hér á landi þurfi að búa við órökstudda ófrægingu um meint "hatur", þ.e. í Omega og á Útvarpi Sögu, af hálfu þessarar nefndar og dulinna "heimildarmanna" hennar.
Nánar verður væntanlega fjallað um mál þetta síðar.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Löggæsla, Spilling í stjórnmálum | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.