Miðvikudagur, 8.3.2017
Sitthvað kemur fram í tveimur þáttum Útvarps Sögu vegna djarfra, illa rökstuddra fullyrðinga í ECRI-skýrslu og víðar um "hatur" í orðræðu fjölmiðla
Athyglisvert: Eldur Ísidór sölustjóri og talsmaður hvítra forréttindahomma hjá feðraveldinu, segir skýrslu Evrópunefndar (ECRI) um kynþáttamisrétti og umburðarleysi lykta af pólitískum ofsóknum. Þetta kom fram í viðtali hans við Ernu Ýr Öldudóttur í þættinum Báknið burt í Útvarpi Sögu í gær.
Eldur segir að þegar hann hafi farið lauslega yfir skýrsluna þar sem meðal annars komi fram ásakanir á nafngreinda fjölmiðla, stjórnmálaflokka og þingmenn hafi hann skynjað að hún bæri keim af pólitískum ofsóknum svo ef maður skoðar aðeins hverjir eru á bakvið skýrsluna þá finnst mér þetta mjög vafasamt," segir Eldur Ísidór.
Í öðru viðtali á Útvarpi Sögu, við Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, kom fram, að engin alþjóðleg skilgreining er til um það hvað telst vera hatursorðræða.
Margrét bendir á að þær skilgreiningar, sem til séu um stöðu minnihlutahópa, snúi ekki að hatursorðræðu, heldur kynþáttamisrétti. "Það er skilgreining í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttamisrétti og það er líka til skilgreining sem Evrópusambandið hefur stuðst við sem snýr fyrst og fremst að þjóðernisuppruna og kynþætti, en alþjóðlega skilgreiningin á hatursorðræðu er ekki til, segir Margrét.
Þeim mun furðulegra er, að fulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu (varaþingkona Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili) og aðstoðarsaksóknari hjá embættinu hafa staðið fyrir málsóknum gegn allt að einum tug manns vegna "hatursorðræðu" og gengið furðulangt fram í því að finna sér til ótrúlegustu setningar að ákæra fyrir.
En það er gott að geta útilokað Mannréttindaskrifstofu Íslands frá því að hafa nokkuð komið að skýrslugjöf og vinnubrögðum ECRI-nefndarinnar, það kom skýrt fram í viðtalinu við Margréti.
Jón Valur Jensson.
Ný lög og stofnun í skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Löggæsla, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.