Þriðjudagur, 21.2.2017
Uppskrift sænskra pólitíkusa veldur því hve bumbult þeim verður
Það þýðir lítt fyrir Löfven, forsætisráðherra Svía, og Bildt fyrirrennara hans að láta sem þeir viti ekki um slæm áhrif innflytjendastefnu þeirra. Sama dag og þeir börðu sér á brjóst og gerðu lítið úr Trump fyrir "fáfræði" hans, tóku óeirðaseggir að grýta lögreglu (í 100. sinn a.m.k.), kveikja í bílum og sanna nákvæmlega það, sem Trump var að tala um, og það í sjálfri höfuðborginni Stokkhólmi!
Félagslega séð er augljóst að Svíar hafa ekkert kunnað á neina aðlögun, enda flestir innflytjendanna (yfir tvö hundruð þúsund) enn atvinnulausir. Þetta er sama auðvelda uppskriftin og Frakkar höfðu áður upplifað að megnri ófullnægju ungs fólks og annarra, gremju sem býzt út í andfélagslegu hátterni, og ekki er til bóta að menn í leit að samstöðu hverfi inn á við í arfleifð islams þar sem karlremba og fjarstýring kvenna eru meðal fylgifiska trúarinnar og jafnvel skelfilega hluti hefur leitt af harðlínustefnu islamista. Meira að segja frá skandinavísku löndunum öllum hefur Ríki islams í Sýrlandi og Írak fengið efni í bæði stríðsglæpamenn og fallbyssufóður. Nú eru þeir víða að hrekjast undan sókn Sýrlandshers og Írakshers, og það lítur ekki friðvænlega út fyrir evrópsku heimabyggðirnar að fá þá aftur. Og menn þjálfaðir í ofstækisfullri, vopnaðri baráttu munu í hvaða landi sem er finna sér átyllu til ógnarverka.
Eins og öllum upplýstum á að vera kunnugt, var Donald Trump alls ekki að tala um nein "hryðjuverk" í Svíþjóð og heldur ekki "árásir". En hann var að vísa í afar slæm áhrif þess, að Svíar hleyptu inn 165.000 flóttamönnum og hælisleitendum á einu ári og horfa nú upp á fjölgun glæpa í kjölfarið. Jafnvel í Noregi og Danmörku hefur fjölgað glæpum gegn konum, einkum ungum, en líka með sárustum hætti gegn stúlkubörnum, sem fá til sín í heimsókn umskurðarkonur sem skemma þær fyrir lífstíð og valda sárum harmi, eins og séra Arndís Ósk Hauksdóttir, sveitarprestur í Noregi og félagi í Íslensku þjóðfylkingunni, upplýsti vel um í viðtali við Edith Alvarsdóttur í Útvarpi Sögu sl. föstudag, 17. þessa mánaðar.
En allt er Trumpsmálið nýjasta til hneisu fyrir marga fjölmiðla, hér á landi einkum hina rammhlutdrægu fréttastofu RÚV og Morgunblaðið (sbr. blogg undirritaðs og einnig Gústafs Skúlasonar, Gunnars Rögnvaldssonar og Halldórs Jónssonar verkfræðings).
Hér á Ásgrímur Hartmannsson fróðleg, ný fréttamyndbönd, norskt og frá CNN, um það upplausnarástand sem aðsigi er í Svíþjóð, og flott lögreglan er ekkert að fela það: Ég er hinsvegar ekkert undrandi heitir samantekt hans á þeim fróðlegu fréttamyndböndum.
Jón Valur Jensson.
Undrandi á ummælum Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bandaríki Ameríku | Aukaflokkar: Evrópumál, Innflytjendamál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.