Ályktun um skaðlegar egningar á Alþingi gegn Bandaríkjunum og um varasöm innflytjendamál

Íslenska þjóðfylkingin lýsir sig andvíga stór­vara­samri egn­ingu nokk­urra alþing­is­manna gagn­vart Banda­ríkj­unum sem um sjö ára­tuga skeið hafa stutt við sjálf­stæði Ís­lands og var­ið það hernaðarlega á við­sjálum tím­um án endur­gjalds. Af fjand­semi af okkar hálfu gæti hlotist við­skipta­þvingun vegna hval­veiða og krafa um fúlgur úr ríkis­sjóði til varna NATO. 

Bandaríkin stjórna sínum innflytjendamálum sjálf, út frá hagsmunum þjóðar­öryggis. Þúsundir hafa farist í hryðju­verkum öfga­islam­ista þar s.l. 16 ár. Frakkar, Bretar og Spánverjar hafa hverjir um sig misst hundruð manns­lífa í hryðju­verkum islam­ista á sama tíma. Þýska lögreglan telur að þar í landi séu nú um 550 múslimar tengdir samtökum öfga­islamista og að þeir séu líklegir til hryðjuverka.

Nýstaðfest er af grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra að jafnvel hér á landi óskuðu tveir ein­stak­ling­ar með tengsl við hryðju­verka­sam­tök eft­ir hæli (2015-16) og að "Ísland hafi verið notað sem "gegn­um­streym­is­land" manna frá N-Am­er­íku á leið til og frá þátt­töku í bar­dög­um í Mið-Aust­ur­lönd­um í nafni Rík­is islam." Þá hafi norræn yf­ir­völd "vax­andi áhyggj­ur af rík­is­borg­ur­um sem snúa heim eft­ir að hafa tekið þátt í bar­dög­um og ógn­ar­verk­um í Mið-Aust­urlönd­um í nafni hryðju­verka­sam­taka," en hæl­is­leit­end­um frá átaka- og spennu­svæðum hafi einmitt fjölgað "veru­lega á Íslandi 2016".

Fjandskapur við Bandaríkin vegna skammtíma-lokunar á fólk frá sjö löndum (aðkoman þeim enn bönnuð næstu 76 dagana) ber því vott um litla fyrir­hyggju. Jafnvel Obama lagði komu­bann á Íraka í hálft ár. Væri betur að íslenskir þing­menn tækju strax af skarið um að stöðva hingað straum hælis­leitenda, sem að meirihluta munu vera múslimar. 

Ofurkröfur örsmás "No Borders"-hóps um að opnað verði fyrir straum hælis­leitenda hafa engin ríki tekið upp í reglur sínar.  

Flokkarnir á Alþingi hafa sýnt að þeim er illa treystandi á þessu sviði. Íslenska þjóð­fylkingin er eini staðfasti flokkurinn sem vill tryggja landið fyrir fram, eftir að hafa skoðað lær­dóminn af reynslu nágranna­þjóða. Úr Schengen án tafar!

Þessi ályktun var samþykkt á fundi flokks­stjórnar Íslensku þjóðfylk­ingarinnar 9. þessa mánaðar og hefur verið send til fjölmiðla.


mbl.is Með nýja tilskipun í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í nýbirtri könnun virtrar stofnunar, Chatham House, er sú yfirgnæfandi afstaða 10 af helztu Evrópu­þjóðum stað­fest að STÖÐVA skuli frekari straum múslima til Evrópu.

Að frátöldum 25%, sem taka ekki afstöðu, eru 73% meðmælt ferða­banni á múslima. Í Austurríki vilja 65% slíkt bann á frekari innflutning þeirra, um 18% andvígir, í Þýzka­landi 53% og 19%, í Frakklandi 61% og 16%, í Bretlandi 47% með banninu, en 23% á móti því, en á Ítalíu eru 52% með, 23% á móti.

Vilji íslenzk yfirvöld taka mið af þjóðum Evrópu, geta þau lært þessa lexíu utan að, en haft hugfast að þessi afstaða Evrópuþjóða er ekki andstaða við móttöku kristinna flótta­manna, sem hafa liðið mestar hörm­ungar og manntjón, í Sýrlandi og víðar.

Jón Valur Jensson, 13.2.2017 kl. 02:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband