Mánudagur, 13.2.2017
Ályktun um skaðlegar egningar á Alþingi gegn Bandaríkjunum og um varasöm innflytjendamál
Íslenska þjóðfylkingin lýsir sig andvíga stórvarasamri egningu nokkurra alþingismanna gagnvart Bandaríkjunum sem um sjö áratuga skeið hafa stutt við sjálfstæði Íslands og varið það hernaðarlega á viðsjálum tímum án endurgjalds. Af fjandsemi af okkar hálfu gæti hlotist viðskiptaþvingun vegna hvalveiða og krafa um fúlgur úr ríkissjóði til varna NATO.
Bandaríkin stjórna sínum innflytjendamálum sjálf, út frá hagsmunum þjóðaröryggis. Þúsundir hafa farist í hryðjuverkum öfgaislamista þar s.l. 16 ár. Frakkar, Bretar og Spánverjar hafa hverjir um sig misst hundruð mannslífa í hryðjuverkum islamista á sama tíma. Þýska lögreglan telur að þar í landi séu nú um 550 múslimar tengdir samtökum öfgaislamista og að þeir séu líklegir til hryðjuverka.
Nýstaðfest er af greiningardeild ríkislögreglustjóra að jafnvel hér á landi óskuðu tveir einstaklingar með tengsl við hryðjuverkasamtök eftir hæli (2015-16) og að "Ísland hafi verið notað sem "gegnumstreymisland" manna frá N-Ameríku á leið til og frá þátttöku í bardögum í Mið-Austurlöndum í nafni Ríkis islam." Þá hafi norræn yfirvöld "vaxandi áhyggjur af ríkisborgurum sem snúa heim eftir að hafa tekið þátt í bardögum og ógnarverkum í Mið-Austurlöndum í nafni hryðjuverkasamtaka," en hælisleitendum frá átaka- og spennusvæðum hafi einmitt fjölgað "verulega á Íslandi 2016".
Fjandskapur við Bandaríkin vegna skammtíma-lokunar á fólk frá sjö löndum (aðkoman þeim enn bönnuð næstu 76 dagana) ber því vott um litla fyrirhyggju. Jafnvel Obama lagði komubann á Íraka í hálft ár. Væri betur að íslenskir þingmenn tækju strax af skarið um að stöðva hingað straum hælisleitenda, sem að meirihluta munu vera múslimar.
Ofurkröfur örsmás "No Borders"-hóps um að opnað verði fyrir straum hælisleitenda hafa engin ríki tekið upp í reglur sínar.
Flokkarnir á Alþingi hafa sýnt að þeim er illa treystandi á þessu sviði. Íslenska þjóðfylkingin er eini staðfasti flokkurinn sem vill tryggja landið fyrir fram, eftir að hafa skoðað lærdóminn af reynslu nágrannaþjóða. Úr Schengen án tafar!
Þessi ályktun var samþykkt á fundi flokksstjórnar Íslensku þjóðfylkingarinnar 9. þessa mánaðar og hefur verið send til fjölmiðla.
Með nýja tilskipun í skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Innflytjendamál | Aukaflokkar: Bandaríki Ameríku, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
Athugasemdir
Í nýbirtri könnun virtrar stofnunar, Chatham House, er sú yfirgnæfandi afstaða 10 af helztu Evrópuþjóðum staðfest að STÖÐVA skuli frekari straum múslima til Evrópu.
Að frátöldum 25%, sem taka ekki afstöðu, eru 73% meðmælt ferðabanni á múslima. Í Austurríki vilja 65% slíkt bann á frekari innflutning þeirra, um 18% andvígir, í Þýzkalandi 53% og 19%, í Frakklandi 61% og 16%, í Bretlandi 47% með banninu, en 23% á móti því, en á Ítalíu eru 52% með, 23% á móti.
Vilji íslenzk yfirvöld taka mið af þjóðum Evrópu, geta þau lært þessa lexíu utan að, en haft hugfast að þessi afstaða Evrópuþjóða er ekki andstaða við móttöku kristinna flóttamanna, sem hafa liðið mestar hörmungar og manntjón, í Sýrlandi og víðar.
Jón Valur Jensson, 13.2.2017 kl. 02:48