Yfirgengileg áreitni Albanahóps á Suðurnesjum: kyssandi og káfandi á börnum í strætisvagni

„Strákurinn minn sagði mér frá því á föstudag að 2 bekkjarsystur hans voru áreittar í strætó af útlendingum og þeir eltu þær inn í Nettó. Þar læstu þær sig hágrátandi inn á klósettinu á meðan þeir börðu á dyrnar og kölluðu á þær. Lögreglan var víst kölluð á svæðið,“

segir í einni athugasemdinni á samfélagsmiðlum á Suðurnesjum, en þeir hafa logað i dag og í kvöld vegna ósæmilegrar eða kynferðislegrar hegðunar nokkurra manna í strætisvagni þar. Haft er eftir bílstjóra strætisvagnsins að mennirnir séu frá Albaníu og séu hælisleitendur sem búi í Reykjanesbæ. (Víkurfréttir segja frá: Áreittu börn í strætó og gerðu aðsúg að lögreglu.)

Samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í a.m.k. tveimur lokuðum hópum hjá íbúum Reykjanesbæjar hringdu börn úr strætisvagninum í Neyðarlínuna og óskuðu aðstoðar lögreglu eftir að erlendir karlmenn voru að áreita börnin. Eru þeir sagðir hafa bæði kysst og þuklað á börnum í strætisvagninum. (Víkurfréttir.)

Greinilega er hér um þráláta áreitni að ræða sem tekin er alvarlega af lögreglu, sem þó er of fáliðuð til að ráða við ástandið nema með ýtrustu aðgerðum:

Í athugasemd við fésbókarfærsluna í öðrum lokaða hópnum kemur fram að umræddum mönnum hafi verið vísað úr landi og þeir eigi að yfirgefa landið á morgun.
 
Lögreglan á Suðurnesjum mun hafa haft afskipti af mönnunum um kl. 16 í dag þegar strætisvagninn kom að skiptistöð við Nettó í Njarðvík. Klukkustund síðar munu mennirnir hafa verið komnir aftur í strætisvagn í Reykjanesbæ og byrjaðir að áreita börn að nýju.

Ástandið er sannarlega mjög alvarlegt: 

Bæjaryfirvöld eru einnig hvött til að endurskoða mál hælisleitenda. Vitnað er til lögreglumanna sem segja marga til vandræða.
 
„Þið afsakið langlokuna,“ skrifar einn í ummælum. „Hef þetta staðfest eftir afar áreiðanlegum heimildum. Þessir menn ekki að áreita í fyrsta sinn eru alræmdir, frá Albaníu og sóttu hér um hæli. Það þarf ekki að tipla á tánum með það. Ég sem foreldri hringdi nokkur símtöl í kvöld og fékk þetta staðfest úr mörgum áttum - traustum heimildum. Hef einnig fengið skilaboð frá fólki sem börn þeirra hafa lent í þessum mönnum, starfsfólki t.d. úr verslun hér í bæ. Því miður þá tipla margir á tánum því þetta eru hælisleitendur!! Ekki rugla saman sýrlenskum fjölskyldum sem flýja stríð og örbirgð. Þetta eru albanskir stakir karlmenn - glæpamenn. Þetta eru staðreyndir. Það koma eflaust meiri upplýsingar á næstu dögum en eftir þau símtöl og samtöl sem ég hef átt í kvöld þá er þetta engin lygi. Þessi mál eru eldfim en það á ekki að þagga þetta. Við eigum ekki að gefa afslætti [heldur] vísa fólki burt hið snarasta sem ekkert erindi hefur hérna“. (Víkurfréttir enn.)

 

Hvenær ætlar yfirvöldum hér að skiljast, að þeim ber umsvifalaust að stemma stigu við frekari innflutningi hælisleitenda frá Albaníu og Makedóníu í stað þess að vista hér um 700 manns á dýrum hótelum, þar sem meirihlutinn er frá þessum löndum og þar í heilu gengin af yfirtroðslulýð gegn saklausum bæjarbúum í yngstu aldursflokkum?

Aðsúgur gerður að lögreglu

Grípum enn niður í umræðum fólks á samfélagsmiðlunum:

Lögreglan er fámenn og hafa lítil úrræði en eru að gera sitt besta. Þeir fóru og ætluðu að ná mönnum í yfirheyrslu í dag en gátu ekki, því þegar þeir komu uppá Ásbrú mættu þeim 20-30 manns með aðsúg. Þetta eru hælisleitendur sem eru á vegum ríkisins ...
 
"Þá kemur fram í  færslum að foreldrar ætla að mæta í strætisvagna í Reykjanesbæ á morgun, eftir skóla, til að hafa eftirlit og vernda börn sem nýta sér þjónustu vagnanna." (Víkurfréttir.)
 
Ætla stjórnvöld nokkuð að sofa á þessu máli, þótt Óttarr Proppé, sem vill fá hingað hátt í 500.000 flóttamenn, sé kominn í ríkisstjórnina? Maður þakkar sínum sæla fyrir, að hann fekk ekki innanríkisráðuneytið!

 

JVJ.


mbl.is Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Jæja - Það var nefnilega það.

Jónatan Karlsson, 13.1.2017 kl. 07:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er háalvarlegt mál, Jónatan, að 20-30 manna hópur geri aðsúg að lögreglu eftir að hafa notið hér ýmiss konar réttinda og verið haldið uppi af skattborgurum, en aðsúgurinn er svar hópsins við því, að lögregla ætlaði að taka nokkra brotamannanna í yfirheyrslu.

Nú verða stúlkur í Reykjanesbæ áfram lagðar í einelti og ógnað með eftirfylgd (eins og gerðist, inn í Nett-verzlunina), ef ríkislögreglustjóiri sendir ekki liðsauka til Keflavíkur. Lausnin er vitaskuld að senda þessa menn úr landi. Ég treysti á nýjan innanríkisráðherra, Sigríði Á. Andersen, í því efni, a.m.k. þar til annað kemur fram, en óttast, að samráðherrar eins og Óttarr Proppé reyni að bregða fæti fyrir hana, sem og þingforsetinn Unnur Brá Konráðsdóttir, sem er á bandi ofurgóða fólksins og tók mestan þátt í því með Óttari að troða í gegn hinum nýju, afgerandi skaðlegu útlendingalögum.

En það er kominn föstudagur, sumir þessara manna trúlega á leið í ríkið og drekkandi áfengi og verða þá naumast til friðs um helgina. Verða krakkar í Reykjanesbæ að halda sig inni við um helgina og foreldrar að ná í þau í skólann í dag? Verða slagsmál í strætisvögnum þegar þessum ófyrirleitnu mönnum mæta foreldrar sem ætla að vera með vakt þar í dag? Styttist jafnvel í að blóð renni í málinu?

Eigum við eftir að upplifa sama ástand hér eins og ungar þýzkar konur urðu að þola á gamlárskvöld, með grófu kynferðisáreiti, fyrir rúmu ári í miðborg Kölnar og fleiri borgum þar?

Og hvar er femínistarnir nú?!

Jón Valur Jensson, 13.1.2017 kl. 11:22

3 identicon

Algjörlega sammála þessari færslu Jóns Vals, tímabært að þessu sé komið á framfæari.  VF og DV eiga hrós skilið fyrir að hafa ekki fylgt liði þöggunnarinnar eins og sumir aðrir fjölmiðlar.  Þetta málefni er löngu tímabært að ræða, því hér er ekki um einsdæmi, heldur hefur löggæslan og almenningur sem vill tjá sig um þessi mál, ekki þorað að upplýsa um þetta, vegna þöggunnar í samfélaginu.  Íslenska þjóðfylkingin mun standa föstum fótum gegn þessum rétttrúnaði, krefjast endurskoðunnar á útlendingalögum og gegn nýrri yfirlýsingu nýrrar stjórnar um stóraukin framlög til handa hælisleitendum.  Það er krafa íbúa sem eiga þau börn sem hafa orðið fyrir þessum ófögnuði, að þingmenn setji sig í spor þeirra, áður en lengra er haldið. Svo því sé haldið til haga, er hér ekki verið  að tala um farand verkafólk sem hingað kemur og leggur til samfélagsins eins og aðrir Íslendingar, né ferðamenn.  Samræmum okkar reglur til samræmis við Norskar reglur, tökum ábyrð á okkar landamærum.

Guðmundur Karl Þorleifsson (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 12:11

4 identicon

Það er náttúrulega algert aukaatriði á þessari síðu að "Albanahópurinn" voru tveir 14 ára Albanar sem farnir eru úr landi. Og fórnarlambið 14 ára stúlka. Það er nýtt fyrir mér að 14 ára strákar séu menn en 14 ára stelpur börn. Þessi síða er vissulega að skila mörgum nýungum í Íslenska menningu. Og umræðurnar verða allt aðrar og líflegri þegar staðreyndir eru ekki að flækjast fyrir og stuðst er frekar við gróusögur og slúður.

Jós.T. (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 12:24

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Jós." þessi ruglar hér í fáfræði, hefur greinilega ekki lesið lýsingar Suðurnesjamanna í Víkurfréttum (Áreittu börn í strætó og gerðu aðsúg að lögreglu.) Ekki að furða, að þessi innleggjari birti hér ekki fullt nafn sitt, til að firra sig ábyrgð.

Þakka þér mjög gott innleggið, Guðmundur Karl. (Frétt DV.is nefnir þó ekki, að um Albani er að ræða.)

Jón Valur Jensson, 13.1.2017 kl. 12:40

6 identicon

Einhver lúði sem "Hef þetta staðfest eftir afar áreiðanlegum heimildum" á lokuðum facebook hóp. Og lögregla segir annað. Umræðurnar verða augljóslega allt aðrar og líflegri þegar staðreyndir eru ekki að flækjast fyrir fólki og stuðst er frekar við gróusögur og slúður af facebook sem hvergi fæst staðfest.

http://www.vf.is/frettir/osakhaefir-og-farnir-af-landi-brott/73461

Jós.T. (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 13:20

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Jós.T." læur ekki svo lítið að nefna, að undir fréttinni af þeim 14 ára, sem vísað var úr landi í nótt, stendur: Frétt Víkurfrétta frá því í gærkvöldi um málið.

Með því sýna Víkurfréttir, að þær standa alveg við (og vísa í) þá stóru frétt sína frá í gærkvöldi. Og sú frétt staðkunnugra var meginuppistaðan að baki því sem birt var í blogggreininni hér fyrir ofan.

"Jós.T." vill naumast kallast "einhver lúði", eins og hann kallar Suðurnesjamanninn í innleggi sínu, en vart er til of mikils ætlazt, að Jós. þessi (Jósef, Jósúa, Jósefína?) upplýsi um sitt fulla nafn, en hafi ella hægt um sig í djörfum fullyrðingum hér.

Jón Valur Jensson, 13.1.2017 kl. 13:49

8 identicon

Víkurfréttir fullyrða hvergi að það sem verið sé að segja á facebook sé satt og rétt. Þeir taka enga afstöðu, segja bara hvað fólkið segir. Hér að ofan er tekin afstaða, búin til afstaða lögreglu, ekki efast um að allt sé rétt sem á facebook ratar og heimtaðar aðgerðir. Á þessu er töluverður munur. Munur sem ekki verður skýrður með öðru en heimsku, fordómum og fáfræði.

Fréttir Víkurfrétta standast því báðar, önnur um hvað fólk sagði og hin um hvað var að ske. Fullyrðingar bloggfhöfundar hér að ofan standast ekki og fær bloggið því falleinkun.

Jos.T. (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 14:15

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fólkið er að segja frá því, sem það veit og þekkir, vitnisburðirnir eru ófáir.

Þetta segir líka Ingibjörg Agnes á Fb-síðu Reykjanesbæjar: 

"Ég var með dóttur minni í strætó fyrir ca hálfu ári síðan og þá voru þarna fjórir albanir með dólgslæti. Einn þeirra reyndi að toga dóttur mína til sín og sagði við hana "you are so beautiful" (hún er 8 ára gömul!!). Ég sagði honum að hypja sig. Þegar hún kom heim þá ræddum við saman og hún sagði mér að hún hefði verið mjög hrædd, enda átti ég ekki von á öðru. Ég hringdi í útlendingastofnun og lét þá vita af þessu. Þeir sögðu mér að þetta væri alls ekki fyrsta kvörtunin sem þeir væru að fá vegna þessara manna. Svo kom heim til mín fulltrúi frá útlendingastofnun og bað mig um að bera kennsl á manninn og vini hans. Ég gerði það og þá kom í ljós að þetta voru ekki þeir sem aðrir voru búnir að kvarta undan. Þetta var þá einhver annar hópur (líka albanskir karlmenn) sem voru að bjóða börnum sælgæti á einhverjum íþróttavelli. Mér var á þeim tíma sagt að lögreglan væri með þessi mál hjá sér og að farið yrði með þá til Hafnarfjarðar þangað til þeim yrði vísað úr landi. En eftir þetta atvik þá ræddi fulltrúi útlendingastofnunar við þessa aðila og gerði þeim grein fyrir því að þetta væri einfaldlega ekki í boði. Nokkrum dögum seinna voru þeir aftur í strætó. Ég var með dóttur minni og við fengum okkur sæti (langt frá þeim). Þá kemur aftur sami maður og fer að tala við mig og biðja um símanúmer og spyrja hvort ég sé með facebook, hvað ég heiti og fleira. Ég reyndi bara að hundsa þetta. Áður en þetta gerðist hafði ég heyrst ansi margt slæmt um albani sem koma hingað og líka eftir á. Ég hef heyrt margt frá lögreglunni og líka utanríkisráðuneytinu, en nefni engin nöfn. Ég vil ekki láta kalla mig rasista eða annað í þeim dúr og við eigum að auðvitað að hjálpa þeim sem raunverulega eru hjálparþurfi. Einhleypir albanskir karlmenn falla ekki í þann hóp og það ætti ekki að hleypa þeim út úr flugstöðinni, heldur senda þá strax heim. Leyfum börnunum okkar svo að njóta vafans."

"Jós.T." (óstaðfest enn hver hann er) er gamall kvabbari í mér, undirrituðum, á netinu, en það er meira að marka vitnisburð þessarar móður, sem er þó ekki haldin útlendingaandúð frekar en ég og er alveg opin fyrir sýrlenzkum flóttamönnum eins og ég (svo fremi við ráðum við fjöldann hverju sinni; og sjálfur kysi ég að hafa þá sem flesta kristna, af gildum ástæðum).

Jón Valur Jensson, 13.1.2017 kl. 14:37

10 identicon

Jón Valur vísar hér í blogg, sem eru nú komin fram vegna þeirra atburða sem urðu í strætisvagni í Reykjanesbæ.  Jón T, vísar vísvitandi í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum og greinilega er að afvegaleiða umræðunna, gerir eins lítið úr alvarleika málsins eins og unt er.  Í skýrslu Lögreglunnar kemur greinilega fram að þeir voru tveir, en annar var gerandi að þessu kynferðislega áreytni í þessu tilfelli, í skýrslu lögreglu kemur fram að hinn hafi verið með sviðaða hegðun mánudeginum á undan. Þá hafi sá hinn sami slegið til pilts með flösku, er hann hafi ætlað að koma stúlkunni til aðstoðar.   

  Hver trúir síðan því að um sé að ræða 14 ára pilt, þó svo þeir segist vera það.  Komið hefur í ljós að í mörgum tilfellum sé um að ræða eldri einstaklinga með fölsuð vegabréf eða engin.  Það er greinilegt að mikil reiði liggur undirniðri hjá Suðurnesjabúum, og því rett að taka þessa umræðu upp á yfirborðið, annars kann að fara ylla.  Þó svo að NO BORÐERS liðar láti öllum yllum látum, mun Íslenska þjóðfylkingin standa föstum fótum gagnvart rétttrúnaðinum í þéssu landi og er umræðan rétt að hefjast.

Guðmundur Karl Þorleifsson (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 15:30

11 identicon

Nota í lóðdýrafóður, sem sparar f. alla Jörðina! http://www.nytimes.com/.../cousins-of-neanderthals-left... Á bls. 107, miðri, hægri er sagt að hinir frumstæðu v-afrísku dvergar láti kvenfólk fá lítil stjórnmálaleg ítök https://www.dropbox.com/.../AACh0IF-57EfiyEyVYDjN3oXa... http://www.ruv.is/frett/fimm-akaerdir-fyrir-hopnaudgun http://nutiminn.is/biggi-logga-vid-fimmmenningana-sem.../

Eilífur Björnsson (IP-tala skráð) 13.1.2017 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband