Miðvikudagur, 28.12.2016
Reynsla fólks og yfirsýn vegur þungt í fullveldismálum - En geta þrír flokkar teflt þeim í tvísýnu?
Þetta mun hafa sín áhrif í næstu kosningum: að í haust var kjörsókn minnst meðal kjósenda 20-24 ára, 65,7%, en mest hjá kjósendum 65-69 ára, 90,2%.
Þeir reynslumiklu, sem lengst hafa unnað sjálfstæði landsins, hafa þeim mun meiri ástæðu til að kjósa Íslensku þjóðfylkinguna. Og hér skulu menn minntir á, að þetta er sá flokkur landsins, sem einarðlegast stendur gegn því, að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið. Miklar efasemdir verður að hafa um það, hvort þeim þremur flokkum, sem nú sitja að stjórnarmyndunarviðræðum, sé treystandi fyrir sjálfstæði Íslands gagnvart hinu volduga og ágenga Evrópusambandi. Tveir þeirra flokka, "Viðreisn" og "Björt framtíð", eru báðir beinlínis flokkar ESB-innlimunarsinna! Sá þriðji, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur ítrekað brugðizt sínum eigin landsfundum í sjálfstæðismálum (Icesave-málinu og að segja upp Össurarumsókninni um inngöngu í ESB; sá sami Össur fekk rauða spjaldið 29. okt. sl., en enn trássast Bjarni Benediktsson við að fylgja stefnumótun eigin flokks; greinilega þarf að fylgjast með atferli hans á næstunni).
Við í Þjóðfylkingunni höfnum ennfremur hinum alls óþarfa Schengen-samningi, viljum njóta hér óskoraðs fullveldis yfir okkar landamærum, innflytjenda- og aðlögunarstefnu. Í því sambandi vörum við líka við hinum slapplegu ákvæðum nýrra útlendingalaga, sem taka hér gildi eftir aðeins fjóra daga!
Þá er úrsögn úr EES einnig á stefnuskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar, en í staðinn lögð áherzla á tvíhliða fríverzlunar- og viðskiptasamninga.
Jón Valur Jensson, meðlimur í flokksstjórn ÍÞ.
65,7% kjörsókn hjá 20-24 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Innflytjendamál, Viðskipti og fjármál, Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.