Reyndu að vakna, Bjarni! Afborganir skulda eiga ekki að ganga fyrir lífsöryggi landsmanna! Gæslan þarf sitt rekstrarfé!

Það ber að lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni fyrir að fjársvelta Land­helgis­gæsluna. Þar er tekin áhætta um líf og limi sjó­far­enda, ferða­manna, sjúkra og slas­aðra næstu mánuði og misseri.

Bjarni Benediktsson, hættu að safna í þinn peninga­grís eða láta afborg­anir skulda ganga fyrir lífsöryggi landsmanna! 

Georg Lárusson, forstjóri Land­helgis­gæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslands­strendur, sem sé algjörlega óviðunandi. (Vísir.is: Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp).

Hér er komið upp uggvænlegt ástand vegna eilífrar, óskiljanlegrar aðhaldssemi núverandi stjórnvalda á þessu sviði, ráðherra sem slá sig til riddara fyrir spar­­semina, en gætu með þessu verið að taka á sig ábyrgð vegna mannfórna á næstunni, Þegar of seint og illa tekst að bregðast við stórslysum og háska.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Georg grein­ir frá því að niður­skurður hjá Land­helg­is­gæsl­unni hafi verið um 30% frá ár­inu 2009, sem svar­ar um 1.200 millj­ón­um. Til að fylla aðeins í það gat hef­ur stofn­un­in aflað sér­tekna með vinnu í út­lönd­um og notað til þess gömlu skip­in sín. Þau eru aft­ur á móti ekki leng­ur tæk í þau verk vegna þess hve göm­ul þau eru orðin og því verður stofn­un­in af í það minnsta 700 millj­ón­um króna á næsta ári.

„Til þess að halda úti lág­marksþjón­ustu óskuðum við eft­ir 300 millj­ón­um en verði þetta að lög­um þýðir það í raun að við föll­um fram af ákveðinni brún. Við erum búin að vera á lín­unni í lang­an tíma en þetta ýtir okk­ur fram af þess­ari brún.“

Hann seg­ir af­leiðing­arn­ar þær að að ekki verður unnt að gera út varðskip nema hluta árs og allt bend­ir til þess að stofn­un­in þurfi að skila einni af þrem­ur þyrl­um sem hún hef­ur til umráða.

Þetta þýðir á manna­máli að Land­helg­is­gæsl­an er ekki leng­ur ör­ugg­ur þátt­ur í leit­ar- og björg­un­ar­keðju þessa lands,“ seg­ir Georg í sömu frétt á Mbl.is og heldur áfram:

Ná ekki að sinna út­köll­um

For­stjór­inn bæt­ir við að stofn­un­in muni illa geta farið út á sjó að sækja sjó­menn eða aðra sem eru í nauðum þar og að al­mennt séð nái hún ekki að sinna þeim út­köll­um sem hún þarf að sinna. Verk­efn­in hafi auk­ist gríðar­lega með fjölg­un ferðamanna og út­köll á þyrlu hald­ist í hend­ur við þá 30-40% aukn­ingu sem hef­ur orðið á milli ára í þeim geira. Jafn­framt hafi sigl­ing­ar í kring­um landið og inn­an leit­ar- og björg­un­ar­svæðis stofn­un­ar­inn­ar auk­ist mikið. Ekki verði hægt að mæta því miðað við frum­varpið sem núna ligg­ur fyr­ir.

Kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks geta ekki verið hreyknir af sínum leiðtogum fyrir frammistöðuna í þessu máli. Gæslan er að biðja um litlar 300 milljónir króna (og þyrfti miklu meira), en fær ekki. Á sama tíma ausa þessi stjórnvöld yfir milljarði króna ár eftir ár í evrópska hælisleitendur sem hafa ekkert hingað að gera, eiga hér ekkert tilkall til ríkissjóðs og ætti að senda samstundis til baka með frímerki á rassinum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Geigvænlegar afleiðingar fyrir Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband