Miðvikudagur, 7.12.2016
Reyndu að vakna, Bjarni! Afborganir skulda eiga ekki að ganga fyrir lífsöryggi landsmanna! Gæslan þarf sitt rekstrarfé!
Það ber að lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni fyrir að fjársvelta Landhelgisgæsluna. Þar er tekin áhætta um líf og limi sjófarenda, ferðamanna, sjúkra og slasaðra næstu mánuði og misseri.
Bjarni Benediktsson, hættu að safna í þinn peningagrís eða láta afborganir skulda ganga fyrir lífsöryggi landsmanna!
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. (Vísir.is: Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp).
Hér er komið upp uggvænlegt ástand vegna eilífrar, óskiljanlegrar aðhaldssemi núverandi stjórnvalda á þessu sviði, ráðherra sem slá sig til riddara fyrir sparsemina, en gætu með þessu verið að taka á sig ábyrgð vegna mannfórna á næstunni, Þegar of seint og illa tekst að bregðast við stórslysum og háska.
Georg greinir frá því að niðurskurður hjá Landhelgisgæslunni hafi verið um 30% frá árinu 2009, sem svarar um 1.200 milljónum. Til að fylla aðeins í það gat hefur stofnunin aflað sértekna með vinnu í útlöndum og notað til þess gömlu skipin sín. Þau eru aftur á móti ekki lengur tæk í þau verk vegna þess hve gömul þau eru orðin og því verður stofnunin af í það minnsta 700 milljónum króna á næsta ári.
Til þess að halda úti lágmarksþjónustu óskuðum við eftir 300 milljónum en verði þetta að lögum þýðir það í raun að við föllum fram af ákveðinni brún. Við erum búin að vera á línunni í langan tíma en þetta ýtir okkur fram af þessari brún.
Hann segir afleiðingarnar þær að að ekki verður unnt að gera út varðskip nema hluta árs og allt bendir til þess að stofnunin þurfi að skila einni af þremur þyrlum sem hún hefur til umráða.
Þetta þýðir á mannamáli að Landhelgisgæslan er ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju þessa lands, segir Georg í sömu frétt á Mbl.is og heldur áfram:
Ná ekki að sinna útköllum
Forstjórinn bætir við að stofnunin muni illa geta farið út á sjó að sækja sjómenn eða aðra sem eru í nauðum þar og að almennt séð nái hún ekki að sinna þeim útköllum sem hún þarf að sinna. Verkefnin hafi aukist gríðarlega með fjölgun ferðamanna og útköll á þyrlu haldist í hendur við þá 30-40% aukningu sem hefur orðið á milli ára í þeim geira. Jafnframt hafi siglingar í kringum landið og innan leitar- og björgunarsvæðis stofnunarinnar aukist mikið. Ekki verði hægt að mæta því miðað við frumvarpið sem núna liggur fyrir.
Kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks geta ekki verið hreyknir af sínum leiðtogum fyrir frammistöðuna í þessu máli. Gæslan er að biðja um litlar 300 milljónir króna (og þyrfti miklu meira), en fær ekki. Á sama tíma ausa þessi stjórnvöld yfir milljarði króna ár eftir ár í evrópska hælisleitendur sem hafa ekkert hingað að gera, eiga hér ekkert tilkall til ríkissjóðs og ætti að senda samstundis til baka með frímerki á rassinum.
Jón Valur Jensson.
Geigvænlegar afleiðingar fyrir Gæsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Varnar- og öryggismál | Aukaflokkar: Löggæsla, Sjávarútvegur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.