Skammarleg skammsýni í málefnum Gæslunnar

Það er skammarlegt að Land­helg­is­gæsl­unni verður nú gert að fækka um heila varðskipsáhöfn á næsta ári! auk þess sem draga þarf úr ann­arri starf­semi, ef fjárlagafrumvarp, sem nú er lagt fram, verður að veruleika, með áfram­hald­andi alls óþörfum aðhalds­aðgerðum.

Þetta er í fullkominni andstöðu við stefnu Íslensku þjóð­fylk­ing­arinnar, sem "vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í öryggis- og varnar­málum með beinum hætti." Hér er stefnuskrá flokksins: thjodfylking.is/stefnan.

Jafnframt er vitað, að fjölga þarf um a.m.k. 150 manns í lögregluliði landsins. Að fresta því ár eftir ár, eftir sársaukafullar sparnaðar­aðgerðir, gengur ekki lengur, og furðulegt að nýjum, kostn­aðar­miklum gælu­verkefnum í þágu pólitísks rétttrúnaðar hefur nú verið hrint af stokkunum í nýrri undirdeild Lögreglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, á sama tíma og fé er ekki tiltækt til að manna nauðsynleg störf og vaktir í löggæslunni.

Sbr. einnig: Við núverandi ástand þyrlumála verður ekki unað til lengdar

JVJ.


mbl.is Gæslan þarf að draga úr starfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband