Skoðanakannanir benda strax til breytinga frá fylgi flokka í kosningunum

Sú nýjasta var hjá Útvarpi Sögu 18.-21. nóv. Þar var fylgi D-lista 31,3%, B 17,8%, P 6,6% aðeins, VG 4,7%, Samfylkingar 2,7%, BF um 2%, Við­reisn­ar undir 2%. Mistök voru það að hafa ekki með smærri flokkana, því að "annað" kusu heil 32,9%. Víst er, að þar á Íslenska þjóðfylkingin eitthvað í þeim at­kvæðum, enda var hún á leið upp á við fram undir miðjan október, þegar hún var svikin í tryggðum af nokkrum tals­mönnum sínum, og meðal hlustenda Útvarps Sögu hefur hún notið vinsælda, fekk þar raunar lygileg 32,93% i könnun fyrir miðjan október.

Könnun MMR 15. nóv. er sýnd hér á eftir. Þar er augljóst, að dregið hefur úr fylgi Pírata, sá flokkur stefnir í sömu átt og Samfylkingin hefur gert. Íslenska þjóð­fylkingin er þar með o,6%, eftir hið mikla afhroð sem hún galt vegna árása fjór­menn­inga­hóps innan hennar á framboðin 13.-14. okt. En einmitt í MMR-könnun birtri 14. okt. var Þjóð­fylkingin með 2,8% stuðning, áhrif svikanna þá ekki komin í ljós, en gerðu það vitaskuld í kosn­ingunum, þar sem þau höfðu valdið því, að einungis var hægt að bera fram í tveimur kjördæmum (í NV-kjördæmi fengum við 0,5%, en 0,8% í Suður­kjördæmi). Heildar-hrun flokks­ins var í þessu ljósi skiljanlegt, en við erum að safna kröftum á ný og munum bjóða fram aftur og ekki síðar en í sveitar­stjórnar­kosn­ing­unum vorið 2018.161511 fylgismynd1JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband