Sexflokkurinn er gjaldþrota í innflytjendamálum

Augljóst var af sjónvarpsþætti um utanríkismál í gærkvöldi, að fulltrúar flokk­anna þar voru allir galopnir fyrir áfram­haldandi aðstreymi hælis­leit­enda, þótt fjöld­inn verði á bilinu 1000-1500 á árinu. Nokkrir mæla því þar bót, að af því að við séum ekki strangt til tekið bundin við Dyfl­innar­samn­inginn, getum við bara leyft aðkomnum að vera!

Þetta er ekki að gæta hagsmuna Íslands: að láta fólk frá Albaníu og Makedóníu umfram allt hafa sjálfval um að koma hingað, þótt engin sé stríðsneyðin hjá þeim heima fyrir. Yfirvöld láta hafa okkur öll að fíflum með því að beita ekki brottvís­unarrétti okkar tafarlaust, enda er augljóst, að við höfum ekki pláss fyrir allt þetta fólk, sem nú þegar býr afar þröngt og við jafnvel heilsuspillandi og félagslega varasamar aðstæður, eins og átök innan hópa þar hafa sýnt.

En Sexflokkinn og "Viðreisn" og Alþýðufylk­inguna að auki skortir bein í nefið til að taka á þessum málum. Þau þora jafnvel ekki að fylgja fordæmi jafnaðar­manna í Skandinavíu um að fækka stórlega í veitingu innflytjendaleyfa. Hræðsla við aðkast (hinna) vinstri flokkanna, í formi harla kjánalegra kynþáttahaturs-aðdróttana, virðist stýra þessum flokkum, en á meðan þau blaðra hástemmt um gæzku sinna flokka í þessum efnum, leggur enginn fram eitt einasta herbergi til að létta á aðstæðunum.

Vel má taka við fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi en þeim 50 sem hafa verið að koma hingað. Æskilegt væri þó að leita sérstaklega eftir kristnum flótta­mönn­um, sem mest hafa liðið af völdum ISIS-manna, eins og allir ættu að vita, jafnvel Össur Skarphéð­insson, sem er þó enn við sama heygarðshornið og fann sér ástæðu til að bjóða alla aðra velkomna hingað fremur en kristna menn. En bæði yrði líka aðlögun að íslenzku samfélagi auðveldari kristnum flótta­mönnum en múslimum og einnig auðveldari okkur sem þjóð, því að kristnir samlagast okkur betur en hinir -- geta t.d. gengið hér að kirkjusamfélögum við hæfi og skjótt tekið þátt í helgihaldi og safnaðarstarfi.

En yfirboð Vinstri grænna (að við eigum að taka við 500 flóttamönnum á ári hverju!), pírata og "Bjartrar framtíðar eru jafn óskynsamleg og þjóðfélagslega óábyrg eins og margt annað í stefnu þeirra flokka. Það mun aldrei stefna í, að landsmenn verði orðnir 800.000 um miðja öldina, þótt óraunsæja pírata dreymi um það, enda mun íslenzka þjóðin taka fast á móti slíkri stjórnarstefnu og mun fremur margfalda félagatölu Íslenskrar þjóðfylkingar en að sjá slíkt verða að veruleika.

Þótt flokkur þessi hafi vissulega beðið mikinn hnekki við óverjanlega uppgjöf ýmissa frambjóðenda hans á Reykjavíkurlistunum, manna og kvenna sem bera ábyrgð á því, að þar er ekki unnt að bjóða fram þetta árið, þá mun hann aftur rísa til meiri áhrifa eftir þær raunir, og fátt er betri auglýsing fyrir hann en ömurleg vettlingatök stjórnarflokkanna á málunum og gapuxaleg meðvirkni vinstri manna með sjálfvöldum aðsækjendum hingað til lands úr röðum albanskra og makedónskra múslima -- allt á sama tíma og þessir hælisleitendur eru að áttfaldast eða jafnvel tólffaldast í fjölda frá árinu 2014! (voru þá 127, verða nú 1000-1500!).

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

 Takk fyrir góðan pistil um Viðreisn þ.18.10. Þér bregst eki skörp sýn á málið.

Og þessi pistill er aldeilis frábær að skysamlegu viti. Sorglegt er að vita hvílíkri blindu fólk er slegið..."með sjálfvöldum aðsækjendum hingað til lands úr röðum albanskra og makedónskra múslima -- allt á sama tíma og þessir hælisleitendur eru að áttfaldast eða jafnvel tólffaldast í fjölda frá árinu 2014! (voru þá 127, verða nú 1000-1500!).

Sér þetta enginn nema þú?

Halldór Jónsson, 19.10.2016 kl. 21:16

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, líka þú, minn kæri. laughing

Annars stóð oddamaður Íslenskrar þjóðfylkingar í NV-kjördæmi, Jens G. Jensson, sig feiknavel einmitt um innflytjendamálin í Sjónvarpinu í kvöld. Hér er þátturinn allur (umræðan um innflyjendamál hefst þegar um 6,40 mín. eru liðnar af þættinum):

http://ruv.is/sarpurinn/ruv/althingiskosningar-2016-forystusaetid/20161020-0

Og hér er kynningarmyndband flokksins sjálfs:

http://ruv.is/sarpurinn/ruv/althingiskosningar-2016-kynning-a-frambodi/20161020-2

Jón Valur Jensson, 21.10.2016 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband