Seðlabankinn enn með sína afleitu hávaxtastefnu, dragbítur á marga

Enn viðheldur hann 5,5% stýrivöxtum og stuðlar þar með að því vaxta­okri bank­anna sem hefur leikið margan íbúðar­eig­andann grátt. Vaxta­greiðslur íbúða­lána eru nú 3,66 sinnum hærri en allar verðbætur sömu lána,* þannig að ljóst er, að miðað við núverandi verðbólgustig (1,8% skv. nýjustu mælingu) eru það vextirnir sem mest eru að sliga menn, margfalt meira en verðtryggingin.

Íslenska þjóðfylkingin hefur á stefnuskrá sinni almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána (enda allt of skammt gengið í þá átt af núverandi ríkisstjórn) og að afnema verðtryggingu. Síðarnefnda markmiðinu hefur Framsóknarflokkurinn ekki náð: þótt 40 ára verðtrygging á íbúðalánum hafi verið afnmumin, eru 25 ára verðtryggð lán enn í gildi.

Undirritaður talaði fyrir því í flokksstjórn ÍÞ, að takist ekki að fá verðtrygg­inguna afnumda á næsta löggjafarþingi, verði sett vaxtaþak á öll verðtryggð íbúðalán: 2 prósent á ári, og þar var þeirri tillögu mjög vel tekið. Ennfremur vill flokksstjórnin, að verðtryggðir vextir á lán fólks til fyrstu íbúðakaupa verði a.m.k. framan af að hámarki 1%. Óverðtryggðum, endurskoð­unar­legum vöxtum þarf svo einnig að kippa niður úr þeim upphæðum sem þeir eru nú í, okurvextir eins og hinir.

Seðlabankinn á ekki að starfa í þágu stórgóðabanka sem fá allt of mikið í sinn hlut af kökunni í þjóðar­búskapnum og af aflahlut launafólks.

* Allar verðbætur verðtryggðs Íls.-láns með 5% vöxtum: a) afborgun verðbóta og b) verðbætur vegna vaxta (2,47 sinnum hærri en afborgun verðbóta). Þar til viðmiðs eru svo: vextir. Miðað var hér við greiðsluseðil skuldabréfs á gjalddaga 1. þ.m.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Reyndu að fá til þín iðnaðarmann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband