Hyggst Sigmundur Davíð breyta einhverju verulegu í grundvallar­atriðum, eða vill hann andlitslyftingu þess gamla?

Eðlilegt er að spurt sé, m.a. með hliðsjón af góðri hvatningu Guðm. Jónasar Krist­jáns­­sonar á Moggabloggi hans:

Hvað boðar Sigmundur og Framfara­félagið?

   Fróðlegt verður að vita hvað pólitísk skilaboð
Sigmundur Davíð hefur að bjóða í Rúg­brauðs­gerð­inni
nú á laugar­dags­morgun.

  Verður þetta enn einn kjafta­klúbburinn með miðju-
moðs-ívafi, opinn í alla enda, já svokölluð samræðu-
stjórnmál, sem hingað til hafa engu skilað nema enn 
meiri pólitískum glundroða, eða verður eitthvað bita-
stæðara í boði? Já t.d. í einhverjum pólitískum takti
við það sem hefur verið að gerast og gerjast í stjórn-
málum beggja vegna Atlantsála síðustu misseri?

  Verður hinum pólitíska rétttrúnaði á Íslandi með
RÚV-liðinu í forsæti settur stóll fyrir dyrnar? Og
hvað með þjóðhyggjuviðhorfin sem nú fara sigurför um
Evrópu í dag? Já hvað með Evrópumálin, s.s. Schengen-
ruglið, EES, sem þarfnast mikillar endurskoðunar, auk 
hinna stórgölluðu útlendingalaga, og stjórnleysið í
hælisleitenda-og flóttamannamálum? Að ógleymdri íslams-
væðingu Evrópu og fyrirhugaðri moskubyggingu á Íslandi?

   Verður skautað fram hjá öllum slíkum pólitískum
stórmálum? Hitamálum! [...]

Já, þannig má spyrja með Guðm. Jónasi, en ætli svörin komi fram? Þorir Sigmundur fremur en aðrir í Sjöflokknum á þingi að taka á þessum grund­vallarmálum, sem varða framtíð landsins og barna okkar svo miklu?

Það er ekki undarlegt, að þessi gagnrýnandi nefni RÚV í sinni upptalningu, en jafnvel Fréttablaðið sér fáránleikann í því, hvernig Rúv er "stríðalið" af ríkinu og einkareksturssinnuðum (!) stjórnvöldum á sama tíma og aðrir fjölmiðlar eru að deyja út vegna fjárskorts, sbr. þennan skelegga leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur aðalritstjóra í blaðinu í dag: Ohf. er bastarður.

Svo skal að endingu minnt hér á merkilega frétt sem birtist hér árdegis, líklega fyrst hér, af öllum fjölmiðlum íslenzkum (en RÚV þagði um málið í hádeginu!):

Bretland hýsir 23.000 jíhadista (fylgismenn heilags stríðs). Huge scale of terror threat revealed (The Times)

Jón Valur Jensson.


mbl.is Breytt stjórnmál kalla á viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretland hýsir 23.000 jíhadista (fylgismenn heilags stríðs). Huge scale of terror threat revealed (The Times)

"Leyniþjónustumenn hafa borið kennsl á 23.000 jihad-öfga­menn sem búa í Bret­landi sem mögu­legir hryðju­verka-árásar­menn, kom í ljós í gær. Umfang þessarar hættu, sem lögregla og öryggis­þjónustur standa frammi fyrir, var upplýst með Whitehall-heim­ildum eftir að gagnrýnt var að mörg tækifæri til að stöðva Man­chester-sprengju­manninn höfðu farið forgörðum." Nánar um þetta í þeirri frétt brezka stórblaðsins The Times í dag, 27. maí, sem hér var vitnað í.

Þrjú þúsund þessara 23.000 eru talin mjög hættuleg og sæta nú rannsókn eða eru hleruð í 500 mismunandi verkefnum lögreglu og leyniþjónustuaðila. Hin 20 þúsundin hafa áður verið til rannsóknar og eru skilgreind sem "residual threat" (sú hætta, sem enn kann að vera fyrir hendi eftir að "áætlun A" hefur komið til framkvæmda).

Báðir virku hryðjuverkamenn­irnir í Bretlandi á þessu ári: Khalid Masoud, dráps­mað­ur­inn í Westminster, rétt við brezka þinghúsið, og Salman Abedi, Man­chester-sprengju­maðurinn, voru á lista lögreglunnar.

Hér í viðauka er Wikipediu-fróðleikur um hina ólíku dreifingu múslima í Evrópu. Ísland er þar eitt landanna með múslimafjölda sem nær ekki 1% landsmanna. En á því getur orðið tiltölulega hröð breyting, ef núverandi yfirvöld og önnur áþekk fá áfram að stýra hér ferðinni, með afleitum útlendingalögum, slælegri vörn landamæranna og linkind við hælisleitendur frá fyrst og fremst múslima­ríkjum (sjá landa-listann hér fyrir neðan).

Jón Valur Jensson.


Útrýmingarherferð islamista gegn koptum í Egyptalandi

Beinar, grimmilegar árásir hafa verið gerðar á kristna kopta á síðustu mán­uðum, 26 sall­aðir niður í gær með skothríð 10 ómenna á tvær rútur og flutn­ingabíl á ferð í Mið-Egypta­landi, en 25 særðir. Um 100 koptar alls hafa verið drepnir sl. hálft ár, meiri hlutinn í kirkjum, og er þessi óhugnaður til vitnis um hatrið sem þrífst í hugarheimum ISIS og margra í Múslimska bræðralaginu. Stjórnvöld landsins berjast gegn þessu og leita nú t.d. ódæðismannanna tíu frá fjöldamorðinu í gær, þar sem m.a. börn voru skotin til bana. Koptar teljast vera 10% Egypta, sem alls eru 92 milljónir talsins.

Hryðjuverkin hafa skaðvænleg áhrif á efnahag Egyptalands, þar sem komum ferðamanna fækkar. En meðlimir Múslimska bræðralagsins voru á þriðju milljón, þegar starfsemi þess var bönnuð, en margir úr því starfa með "Ríki islams" og láta tilganginn helga sín verstu verk. Ekki halda grófustu partar Kóransins aftur af þessum ofstækismönnum.

JVJ.


mbl.is 26 drepnir í árás í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband