Að skirrast ekki við að skemma fyrir öðrum

Stuðningsmenn Ísl. þjóðfylkingarinnar í Reykjavík eru í sárum eftir niðurbrot liðsmanna hennar af hálfu nokkurra leiðandi manna sem höfðu ekki taumhald á sér á ögurstundu.

Ekki var það mikil pólitísk dómgreind sem sýndi sig í þeirri ákvörðun oddamannsins í Rvík-suður að fórna góðri von um þingsæti vegna alls óþarfrar og fyrirhyggjulausrar samstöðu með upphlaupsfólki. En svo fór sem fór, og sá annars hæfileikamikli Gunnlaugur Ingvarsson varð bæði af þingsætinu og tiltrúnaði margra með þátttöku sinni í ótrúlega bíæfnu skemmdarverki á flokknum.

JVJ.


mbl.is Þjóðfylkingin ekki fram í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þjóðfylkingin getur enn keyrt áfram á fullum hraða inn í kosningabaráttuna

Engin ástæða er til að láta hug­fallast þótt ein­stak­lingar hlaup­ist undan merkj­um. Þeim, sem standa að fram­boðs­list­um flokks­ins, ber sið­ferð­is­leg skylda gagn­vart með­mæl­end­um sínum og fram­bjóð­end­um til að af­henda yfir­kjör­stjórn­um sín fram­boðs­gögn og inn­sigla þar með form­legt fram­boð sitt, en það hef­ur engin stofnun flokks­ins, hvorki kjör­dæma­ráðin né flokks­stjórnin, dregið til baka, þótt nokkrir meðal leið­andi manna hafi af óskilj­an­legum ástæð­um kastað frá sér gullnu tæki­færi til að taka þátt í meiri háttar glæsi­legri inn­komu þessa stjórn­mála­afls inn á hið pól­itíska svið, þ.m.t. inn á lög­gjafar­þing Íslendinga.

Róðurinn verður að sönnu þyngri með fráhvarfi svo sterks manns sem Gunn­laugs Ingv­ars­sonar, eins vinnu­samasta og mesta aktívista flokksins, manns sem þar að auki á sér nánast engan sinn líka í mælsku og rökfestu í sambandi við innflytjendamál (sbr. hér).

En við látum engan bilbug á okkur finna, hug­sjónir okkar eru ekki bundnar við nokkra ein­staklinga eða öfluga menn sem móti fram­vindu sögunnar, heldur samvinnu­afl samhuga liðs­manna, sem í trúmennsku við hugsjónir sínar og af þjónustu­lund við heill og hag landsins halda ótrauðir áfram baráttunni.

Þessi hugsjónamál eru fjarri því að vera bundin við innflytj­enda­mál, því að snöggtum þungvægara málefni er full­veldi þjóðar­innar, sjálf­stæði okkar gagn­vart erlendum ríkja­blokkum, velferð alþýðu til sjávar, sveita og þétt­býlis, réttlæti fyrir fólk sem hefur skilað sínu lífs­verki á vinnu­markaðnum, sem og fyrir stétt sjálf­stæðra sjómanna, lýðræðis­væðing bæði lífeyris­sjóða og sjávar­útvegsins, sem felur í sér endur­reist frelsi hins vinnandi manns til athafna sinna og framlags í þágu síns samfélags og átthaga.

Síðustu forvöð til að skila meðmælenda- og frambjóðendalistum ÍÞ til skrifstofu flokksins, Dalshrauni 5, Hafnarfirði, eru í dag, föstudag 14., kl. 11.30, en þeim ber að skila fyrir kl. 12 á hádegi í Ráðhús Reykjavíkur vegna kjördæmanna þar og í öðrum kjördæmum til yfirkjörstjórna á Akureyri og víðar samkvæmt auglýs­ingum þeirra. Hafi einhverjir slíka lista enn undir höndum, með hve mörgum eða fáum nöfnum sem er, er skorað á þá að hafa strax samband við skrifstofu flokksins í síma 789-6223.

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 14. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband