Færsluflokkur: Sjávarútvegur

Sjómannadagurinn

Í dag er sjómanna­dagur­inn, sem hefur breyst í tím­anna rás. Man ég þann tíma þar sem allir lands­menn fögn­uðu með sjó­mönn­um á þess­um degi, enda sjávar­útvegur og sjó­mennska aðal-drif­fjöðrin í þessu landi. Útgerð­ar­fyrir­tækin voru stað­sett dreift um allt land, sköp­uðu vinnu og fjöl­breytt menn­ingarlíf.

Því miður hefur þetta verið á undanhaldi, þar sem stór­fyrirtæki hafa sópað að sér kvóta lands­manna í boði stjórn­valda, með þeim afleið­ingum að einungis örfá stór sveitar­félög hafa einhvern sjávar­útveg og halda upp á þennan dag af einhverri reisn, þar má nefna Grindavík sem dæmi.

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grinda­vík­ur­höfn. mbl.is/Ómar
 

Íslenska þjóðfylkingin kom fram með frjálsar strand­veiðar sem stefnu­mál sitt fyrir síðustu kosn­ingar og meinti það, enda fullmótuð aðferða­fræði hvernig koma ætti slíku í framkvæmd. Þetta tóku hinir flokkarnir upp, það er að segja fyrri hlutann, en höfðu ekki hugmynd um hvernig þeir ætluðu að framkvæma slíkt. Aðrir flokkar fóru um landið og buðu byggða­kvótann handa þeim svæðum sem þeir voru í framboði fyrir. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að menn myndu ganga til liðs við Íslensku þjóð­fylkinguna. Þetta keyptu trillukarlar um land allt og sitja nú með sárt ennið eftir að enginn hinna flokkanna meinti neitt með því er þeir sögðu. 

Íslenska þjóðfylkingin mun halda áfram að bejast fyrir breyt­ingum á lögum um stjórn fiskveiða, án þess að rústa því sem fyrir er, heldur gera sjávar­útveg sanngjarnan, með það að markmiði að byggðir um land allt geti verið stoltar af sinni þátttöku í þessari atvinnugrein. 

Íslenska þjóðfylkingin vill óska lands­mönnum til hamingju með daginn og þá sérstaklega sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Þeir eru og verða alltaf „hetjur hafsins og bjargvættir landsins“, því eiga landsmenn þeim mikið að þakka.

F.h. Íslensku þjóðfylkingarinnar,

Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.


mbl.is Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fiskveiðistjórnunarkerfið komið að fótum fram?

Guðmudur í framboði til formanns  Eftir formann Íslensku þjóð­fylk­ingar­innar.

    Nú er sú staða komin upp, að sumir stjórn­mála­menn vilja slá sig til ridd­ara með því að þykj­ast hafa áhyggjur af afkomu fisk­vinnslu­fólks og að fisk­veiði­stjórnunar­kerfið sem unnið er eftir sé barn síns tíma. Það þurfi breytinga við ef H.B. Grandi fari ekki að vilja eins sveitar­félags. Ekki kemur fram að viðkom­andi fyrirtæki er að skapa vinnu annars­staðar, ekki einungis í Reykjavík, heldur einnig á Vopnafirði. Hér er bara um fagurgala og upphrópanir stjórn­mála­manna og ráðherra þessa málaflokks að ræða. Þau munu ekki ætla sér að breyta neinu.

    Íslenska þjóðfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að endurskoða fiskveiði­stjórnunar­kerfið frá grunni með það að markmiði að auka frelsi til veiða. Fyrsta skref í þessa átt er að stórauka strandveiðar sem yrðu frjálsar að því marki að menn þyrftu að hafa tilskilin réttindi til slíkra starfa. Haldi einhver að Íslenska þjóðfylkingin vilji rústa núverandi fyrirtækjum í fiskiðnaði er það reginfirra. Ef rétt er gefið geti allir unað vel við sinn hag. Bætt skilyrði sveitarfélaga til að fá aflaheimildir heim í hérað er nauðsyn svo fyrirtæki í fiskvinnslu geti sett sig niður á þeim stöðum þar sem hagkvæmast er að gera út. Þetta myndi styrkja sjávarpláss víða um landið.  

    Það ætti að stefna að því að allur afli fari á markað. Svo að fyrirtæki geti aðlagast því fyrirkomulagi þarf að setja lög um það nú þegar, þannig að fyrirtæki geti ekki selt sjálfum sér afla á undirverði. Það kæmi sjómönnum og litlum og meðalstórum fiskvinnslum best. Þetta má gera með prósentum af aflaheimildum.  

    Til að aflaheimildir bolfisks gangi eðlilega í endurnýjun lífdaga er raun­hæft að þær afskrifist um 5% á hverju ári og komi til úthlutunar að nýju þar sem allir geti boðið í þær á frjálsum markaði. Hér þarf að setja lög um dreifingu miðað við útgerðarform fiskiskipa og stærð þeirra. Banna skuli togveiðar innan 50 mílna landhelgi, til verndar fiskistofnunum. Neta­veiðar yrðu háðar þeim skilyrðum að menn gætu ekki lagt fleiri net en þeir gætu komið með að landi eftir hverja veiðiferð. Þar með væru bönnuð netalögn í sjó á milli veiðiferða.  Þetta ákvæði myndi fækka drauganetum og stuðla að því að aflinn yrði verðmætari og betur farinn við löndun.  

    Íslenska þjóðfylkingin skilur vel vonbrigði, sárindi og áhyggjur þeirra starfsmanna sem missa vinnuna. Ekki einungis þess fiskvinnslufólks sem vinnur hjá viðkomandi fyrirtæki, heldur einnig þjónustuaðila sem hafa sitt lifibrauð af þessari starfsemi.  Það þarf að gera átak í að styrkja þau byggðarlög sem fara, og hafa farið, illa út úr slíkum ráðstöfunum. Oft koma önnur störf í staðinn, en oft verða viðkomandi sveitarfélög  ekki svipur hjá sjón eftir slíkar hamfarir. Því er það skylda viðkomandi stjórn­valda á hverjum tíma að gera sitt besta í að setja lagaramma um grunn­stoðir samfélagsins og auðlindir þess, þannig að fólk geti sest að á þeim stöðum sem hafa upp á eitthvað að bjóða og þurfi ekki að óttast það að hentistefna fyrirtækja geti lagt líf þess í rúst með geðþótta­ákvörð­unum. Hér er ekki verið að dæma einstaka fyrirtæki heldur eru þetta  allt of mörg tilfelli til að við það verði unað. 

    Íslenska þjóðfylkingin er eini flokkurinn sem er tilbúinn að fara í málið af fullri einurð og með fastmótaða stefnu sem getur náðst sátt um. Því er það undir landsmönnum komið hvort þeir vilja í raun einhverjar breytingar eða ekki.

Guðmundur Þorleifsson.

    


mbl.is Gjaldtaka aðeins áhugamál Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágeng spurning til Þorgerðar Katrínar: Hve mörgum milljörðum tapar ríkið og samfélagið á sjómannaverkfallinu?

Í Rúv kl.17 segir hún m.a.: 

„Það er líka algjörlega skýrt af minni hálfu að mér finnst algjörlega ófært fyrir hönd stjórnvalda eða ríkisvaldsins að það séu þriðju aðilar úti í bæ sem skuldbinda ríkið, skattgreiðendur þessa lands, upp á mörg hundruð milljónir króna án þess að tala við það. Þess vegna er gott að menn ræði saman núna, þegar menn vonandi eru að  fara að ná saman með samningum. Ríkinu verður ekki stillt upp við vegg í þessari deilu.“

En ríkið skuldbatt sjómenn, með lögum á þá, til að taka þátt í kostnaði útgerða, án þess að neitt hafi komið á móti -- ekki að útgerðin borgi dýra vinnugalla þeirra eða fæði fjarri heimahöfn.

Svo kokhraust er Þorgerður, þegar hún heldur þó á fund deiluaðila nú síðdegis, að hún telur þetta tímabær og nauðsynleg orð í sama Rúv-viðtali, sem eru þó einfaldlega eins og olía á eldinn hjá sjómönnum:

Þorgerður Katrín segir að afnám sjómannaafsláttar 2009 hafi verið rétt skref í átt að einföldun skattkerfisins.

Það er nefnilega það! Var greinilega ekki frambjóðandi sjómanna haustið 2016!

Svo er RÚVið mjög lélegt í því að láta það ekki koma skýrt í ljós, að á móti tilboði sjómanna í gær hefur EKKERT komið frá útgerðarmönnum, og Heiðrún Lind, þessi annars bráðgáfaða unga kona, getur ekki með neinu móti falið þá staðreynd með léttvægum orðum sínum, sem hún er þó látin komast upp með vegna "óágengni" fréttamanna gagnvart henni. Gaman var samt að heyra þessa frjálshyggjukonu fara hopandi undan vegna sjómannafsláttarins (sem Íslenska þjóðfylkingin berst fyrir, einn flokka), en svo gat hún heldur ekki gert það af neinni styrkri sannfæringu eða með vilja til að fylgja því eftir. En bara það, að hún hafði orð á þessu, æsti upp útgerðarmanna-vinkonuna Þorgerði Katrínu til hennar herskáau ummæla í dag!

Já, Þorgerður, HVE MÖRGUM HUNDRUÐUM EÐA ÞÚSUNDUM MILLJÓNA höfum við tapað nú þegar, í formi gjaldeyris- og skattataps, vegna þessa verkfalls og vegna ótrúlegrar þrjózku Bjarna Ben. og þinnar í málinu?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ráðherra fundar með deiluaðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðræða um sjómannaverk­fallið sem er hvorki við hæfi né ábyrg

Það er rangt hjá Þorgerði Katrínu, ráðfrú sjáv­ar­útvegs­mála, að laga­setn­ing til að stoppa verk­fallið sé "óheppileg" og "ein­fald­lega að pissa í skó­inn okk­ar." Þvert á móti er það aug­ljós skylda ríkis­valdsins að grípa inn í, í 1. lagi þúsunda verklausra manna vegna, þegar ekki hefur náðst nein sátt í viðræðum deilu­aðila, og í 2. lagi vegna ugg­laust betri mál­staðar sjómanna, sem útgerðar­menn þvinga til að borga fyrir allan sinn dýra vinnu­fatnað, þótt endingar­tíminn sé skammur, einnig vegna dagpeninga sjómanna, sem þeir borga skatt af, ólíkt dagpeningum alþingismanna! - og ennfremur vegna þess að Alþingi og ríkis­stjórn tók sjómanna­afsláttinn af þessari stétt manna sem við lengstu fjarvistir býr frá fjölskyldum sínum, leggur manna mest til samfélagsins í formi skatta, án þess að geta notað samgöngur og aðra samfélagsþjónustu í sama mæli og aðrir skattgreiðendur, og býr ennfremur við skemmri starfsævi að meðaltali en aðrar stéttir vegna vinnuálags og slysahættu.

Ríkisstjórn SA-manna, SI-manna, FA-manna og útgerðar­manna er bersýnilega ekki "kjörin" til þess að standa með málstað sjómanna, þótt margir hafi þeir eflaust glapizt á að styðja einhverja þeirra þriggja flokka sem að henni standa.

Þor­gerður biðlaði þá til deiluaðila að fara inn í vik­una með það í huga að semja og binda enda á verk­fallið. „Ég hvet menn til að hverfa frá þeim hugs­un­ar­hætti að ríkið komi að deil­unni með sér­tæk­um aðgerðum.“ (Mbl.is)

Þetta ábyrgðarlausa blaður hennar gefur sjómönnum ENGA VON, bara puttann!

Þvert á móti stefnu Sjálfstæðisflokks, "Viðreisnar" og viðhengis þeirra stendur Íslenska þjóðfylkingin með sjómönnum í þesari deilu og hefur margítrekað sett fram kröfuna um 5-6% sjómannaafslátt. Ásamt kröfu okkar um að útgerðin borgi vinnugalla sjómanna, myndi þetta nægja til að höggva á þennan verk­fallshnút, sem veldur sjómönnum og fiskvinnslu­fólki milljarða skaða í töpuðum launum, sviptir sjávar­útveginn og landið gífurlegum gjaldeyris­tekjum og ríkis­sjóð ómældum skatttekjum. Ríkið á allan hag af því, að hjól og skrúfur þessarar atvinnugreinar fari að snúast sem fyrst og skipin að stefna úr höfn á miðin.

Að Þorgerður Katrín, sem stökk aftur inn í pólitík úr hálauna-starfi fyrir atvinnurekendur, sýnir þessu engan skilning, er ekki gæfulegt fyrir traust á henni meðal kjósenda, sem geta spurt sig, til hvers hún hafi aftur farið inn á vettvang stjórnmála. Henni nægir ekki til að vinna upp tiltrú á sér að flytja skrifstofu ráðuneytis síns nokkra daga til Ísafjarðar! Menn láta ekki blekkjast af slíkri yfir­borðs­mennsku.

Vilhjálmur Vilhjálmsson í HB-Granda var í löngu opnuviðtali í Viðskipta-Mogganum nú í vikunni og er þar sérstaklega að verja það, að útgerðin fái um 30% í sinn hlut utan skiptaprósentu, af því að þetta þurfi til að dekka kostnað útgerðarinnar. En þá ættu útgerðarmenn að sýna sóma sinn í því að borga fyrir vinnufata- og hnífakostnað sjómanna. Ríkið getur svo komið til móts við deilu­aðila með því að afnema skattheimtu af dagpeningum og endurvekja sjómanna­afsláttinn, sem þeir eiga svo sannarlega skilinn. Það er auðvelt að réttlæta það með því að benda t.d. á, að norska ríkið greiðir miklar fúlgur í styrki til útgerðarfyrirtækja þar í landi.

En ætla þessir hægriflokkar sér að verða frægir að endemum: að spilla fyrir trausti á Íslandi og langtíma-markaðsuppbyggingu erlendis með því að rýna bara í naflann á sér og fara með sínar frjálshyggju-þulur?!

Leysið verkfallið strax, það er auðvelt, ef og þegar viljinn er til staðar!

Séu stjórnvöld stöð og þver í málinu eins og Þorgerður Katrín, verður að auka þrýsting á þau og opinskáa gagnrýni sem flestra. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í því efni, félagar í Íslensku þjóðfylkingunni. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Eins og að pissa í skóinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfandi fram hjá öllu yfirborðsskvaldri BB & Co.: Afleit ríkisstjórn!

Ekki ríkisstjórn vinnandi stétta, heldur atvinnurekenda, ekki þjóð­rík­isins, heldur ESB-sinna* og ótryggs BB, ekki landsbyggðarfólks, heldur auðkýf­inga, ekki sjómanna, heldur útgerð­ar­manna, ekki miðflokka, heldur mestu einka­væð­ingar- og hægri­flokka frá upphafi, með "Bjarta framtíð" í bandi með aumlegt umhverf­is­ráðuneyti sem dúsu sína eða hundabein, auk hins erfiða heil­brigðisráðuneyt­is.

Hér verður ekki unnið að gagnsæi og heiðarleika við að upplýsa um vafasama og skattsvika-fjármála­gerninga, heldur verður byggt á því sem hornsteini að kyngja því, að Bjarni Bene­diktsson stakk aflandsmála­skýrsl­unni undan meira en mánuði fyrir kosning­arnar í haust. Hann hefði ekki unnið sinn mikla kosninga­sigur á þessum grundvelli.

Jón Bjarnason, fv. ráðherra, sannur fullveldissinni, ritar í dag, í grein sinni Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í hendur Evrópustofu:

Sjávarútvegs- og landbúnaðrráðuneytið hefur verið í raun útvörður stjórnsýslunnar gegn aðlögunar og innlimunarferlinu í ESB.Utanríkisráðuneytið var löngu fallið í hendur ESB-sinna.

Evrópustofa með ráðherrastólana

Flestir þingmenn Viðreisnar eru fyrrerandi forstöðumenn eða starfsmenn Evrópustofu og samtaka ESB hér á landa. Evrópustofa hafði það að markmiði að stýra Íslandi inn í ESB, kortleggja hvaða stofnanir, einstaklinga og félagasamtök þyrfti að ná á sitt band. Að því hefur skipulega verið unnið  með glæstum árangri því miður:  Kannski verður formaður Já Ísland-samtakanna fyrir inngöngu í ESB nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ég held að mörg þau sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast myndu hafa hugsað sig tvisvar um ef þau vissu að þar með væri verið að kjósa yfir sig hreina ESB-ríkisstjórn.

* Jafnvel Óttarr Proppé gumar af því í 19-fréttum Rúv, að inni í stjórnar­sátt­málanum sé þjóðar­atkvæða­greiðsla um Evrópu­sambandið! Vitað er fyrir, að "Björt framtíð" er ESB-flokkur, ekki aðeins í bandi "Viðreisnar", sem einhverra hluta vegna er ríkasti flokkurinn, heldur er flokkurinn eindreginn Evrópu­sambands­flokkur skv. vitnisburði Páls Vals Björns­sonar, stjórnar­manns og fv. þingmanns Bjartr­ar framtíðar, í viðtali hans við Mbl.is í dag: "þess­ir tveir flokk­ar, Viðreisn og Björt framtíð, eru Evr­ópu­flokk­ar," segir hann þar án tvímæla!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefur áhyggjur af landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reyndu að vakna, Bjarni! Afborganir skulda eiga ekki að ganga fyrir lífsöryggi landsmanna! Gæslan þarf sitt rekstrarfé!

Það ber að lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni fyrir að fjársvelta Land­helgis­gæsluna. Þar er tekin áhætta um líf og limi sjó­far­enda, ferða­manna, sjúkra og slas­aðra næstu mánuði og misseri.

Bjarni Benediktsson, hættu að safna í þinn peninga­grís eða láta afborg­anir skulda ganga fyrir lífsöryggi landsmanna! 

Georg Lárusson, forstjóri Land­helgis­gæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslands­strendur, sem sé algjörlega óviðunandi. (Vísir.is: Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp).

Hér er komið upp uggvænlegt ástand vegna eilífrar, óskiljanlegrar aðhaldssemi núverandi stjórnvalda á þessu sviði, ráðherra sem slá sig til riddara fyrir spar­­semina, en gætu með þessu verið að taka á sig ábyrgð vegna mannfórna á næstunni, Þegar of seint og illa tekst að bregðast við stórslysum og háska.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Georg grein­ir frá því að niður­skurður hjá Land­helg­is­gæsl­unni hafi verið um 30% frá ár­inu 2009, sem svar­ar um 1.200 millj­ón­um. Til að fylla aðeins í það gat hef­ur stofn­un­in aflað sér­tekna með vinnu í út­lönd­um og notað til þess gömlu skip­in sín. Þau eru aft­ur á móti ekki leng­ur tæk í þau verk vegna þess hve göm­ul þau eru orðin og því verður stofn­un­in af í það minnsta 700 millj­ón­um króna á næsta ári.

„Til þess að halda úti lág­marksþjón­ustu óskuðum við eft­ir 300 millj­ón­um en verði þetta að lög­um þýðir það í raun að við föll­um fram af ákveðinni brún. Við erum búin að vera á lín­unni í lang­an tíma en þetta ýtir okk­ur fram af þess­ari brún.“

Hann seg­ir af­leiðing­arn­ar þær að að ekki verður unnt að gera út varðskip nema hluta árs og allt bend­ir til þess að stofn­un­in þurfi að skila einni af þrem­ur þyrl­um sem hún hef­ur til umráða.

Þetta þýðir á manna­máli að Land­helg­is­gæsl­an er ekki leng­ur ör­ugg­ur þátt­ur í leit­ar- og björg­un­ar­keðju þessa lands,“ seg­ir Georg í sömu frétt á Mbl.is og heldur áfram:

Ná ekki að sinna út­köll­um

For­stjór­inn bæt­ir við að stofn­un­in muni illa geta farið út á sjó að sækja sjó­menn eða aðra sem eru í nauðum þar og að al­mennt séð nái hún ekki að sinna þeim út­köll­um sem hún þarf að sinna. Verk­efn­in hafi auk­ist gríðar­lega með fjölg­un ferðamanna og út­köll á þyrlu hald­ist í hend­ur við þá 30-40% aukn­ingu sem hef­ur orðið á milli ára í þeim geira. Jafn­framt hafi sigl­ing­ar í kring­um landið og inn­an leit­ar- og björg­un­ar­svæðis stofn­un­ar­inn­ar auk­ist mikið. Ekki verði hægt að mæta því miðað við frum­varpið sem núna ligg­ur fyr­ir.

Kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks geta ekki verið hreyknir af sínum leiðtogum fyrir frammistöðuna í þessu máli. Gæslan er að biðja um litlar 300 milljónir króna (og þyrfti miklu meira), en fær ekki. Á sama tíma ausa þessi stjórnvöld yfir milljarði króna ár eftir ár í evrópska hælisleitendur sem hafa ekkert hingað að gera, eiga hér ekkert tilkall til ríkissjóðs og ætti að senda samstundis til baka með frímerki á rassinum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Geigvænlegar afleiðingar fyrir Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarleg skammsýni í málefnum Gæslunnar

Það er skammarlegt að Land­helg­is­gæsl­unni verður nú gert að fækka um heila varðskipsáhöfn á næsta ári! auk þess sem draga þarf úr ann­arri starf­semi, ef fjárlagafrumvarp, sem nú er lagt fram, verður að veruleika, með áfram­hald­andi alls óþörfum aðhalds­aðgerðum.

Þetta er í fullkominni andstöðu við stefnu Íslensku þjóð­fylk­ing­arinnar, sem "vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í öryggis- og varnar­málum með beinum hætti." Hér er stefnuskrá flokksins: thjodfylking.is/stefnan.

Jafnframt er vitað, að fjölga þarf um a.m.k. 150 manns í lögregluliði landsins. Að fresta því ár eftir ár, eftir sársaukafullar sparnaðar­aðgerðir, gengur ekki lengur, og furðulegt að nýjum, kostn­aðar­miklum gælu­verkefnum í þágu pólitísks rétttrúnaðar hefur nú verið hrint af stokkunum í nýrri undirdeild Lögreglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, á sama tíma og fé er ekki tiltækt til að manna nauðsynleg störf og vaktir í löggæslunni.

Sbr. einnig: Við núverandi ástand þyrlumála verður ekki unað til lengdar

JVJ.


mbl.is Gæslan þarf að draga úr starfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins í áttina í stað glataðs sjómannaafsláttar

 Sjómenn vilja að fæðispeningar teljist ekki skattskyld... Vonir eru bundnar við að ákveðin skatt­fríð­indi fáist hjá rík­inu vegna fæðis­pen­inga sjó­manna, sem þeir greiða raunar sjálfir, og teng­ist þessi áherzla sjó­manna þeim kjara­samn­ingum sem hafa staðið yfir og hlotið víðast samþykki nema á Vest­fjörðum.

Gætu þessi skattfríðindi numið einum og hálfum milljarði króna.

Sjálfstæðis­flokkurinn stóð að því að afnema sjómanna­afsláttinn, er komið var fram á þessa öld, í tíð Geirs Haarde, en vel fer á því, að núverandi fjármála­ráðherra snúi þeirri öfugþróun við.

Flokksstjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar markaði þá stefnu fyrir kosningarnar, að taka beri upp 6% afslátt af tekjuskatti sjómanna. Um það mál segir hér í fyrri grein 11. okt. sl.:

Sumir hafa mælt gegn sjómanna-afslætti sem "mismunun", sem ekki sé þörf á fyrir stétt sem hafi tiltölulega góðar tekjur. Þar á móti kemur, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önnur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu eftir ráðningu sína fyrr en þeir hafa tryggt sér (oft) milljónatuga-starfslokasamninga!

En enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins án þess að nýta samfélags­þjónustu í sama mæli og aðrir, þeir eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með styttri starfsævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóðlífsins verðskuldar viðurkenningu.

Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður kostur, ekki löstur. Hann smyr samfélög strand­byggðanna með aukinni veltu, útsvörum og öðrum gjöldum, og það er einungis jákvætt ef efnahagur sjómanna hjálpar þeim ekki aðeins til að borga hratt niður skuldir á dýrum bátum sínum og þeim tæknibúnaði, sem þar er þörf á, heldur líka til að geta með tím­anum hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Þá verður mun líflegra að líta til athafnalífs við hafnir landsins: dæmið snýst við, og aflaheim­ildirnar hætta að streyma þaðan til vellríkra fákeppnis­útgerða, en haldast og aukast hjá fólkinu sjálfu, með veiði­aðferðum sem aldrei geta skemmt sjávarbotninn eða gengið á fiskistofna landsins.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Skattfríðindi metin á 1,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við núverandi ástand þyrlumála verður ekki unað til lengdar

Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar eru ekki í notkun,

Strax í fyrstu haustveðrum og við upphaf skammdegistímans er þetta ljóst. "Tvær af þrem­ur þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar eru ekki í notk­un, önn­ur vegna bil­un­ar en hin er í reglu­bund­inni skoðun eft­ir 500 flug­tíma. Þriðja þyrl­an aðstoðaði við leit að rjúpna­skytt­un­um tveim­ur á sunn­an­verðu Snæ­fellsnesi í nótt," segir í frétt Mbl.is.

Er ekki augljóst, að landinu nægir ekki að hafa kannski einungis 1-2 þyrlur upp á að hlaupa? Hvað ef skip strandar eða ennþá alvarlegri vandi sækir að en að rjúpnaskyttur eða ferðamenn teppist á fjöllum? Hvað ef rútuslysið nýlega hefði átt sér stað á Norðausturlandi, ekki í nágrenni Reykjavíkur? Hvað ef náttúru­hamfarir steðja að, t.d. Kötlugos með miklum flóðum, eða fleiri en eitt stórslys á sama tíma, meðal annars með skipsstrandi eða þegar skip og áhafnir eru í bráðri hættu úti á reginhafi?

Þetta ófremdarástand í tækjakosti Landhelgisgæzlunnar staðfestir nákvæmlega það, sem Íslenska þjóðfylkingin leggur áherslu á í stefnuskrá sinni: 

ÍÞ vill stórefla löggæslu, landhelgis- og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í öryggis- og varnarmálum með beinum hætti.

Meðal annars hefur verið á það bent á fundum flokksins, að Ísland eigi að sækja um réttmætan styrk úr mannvirkja- og öðrum sjóðum Norður-Atlants­hafs­bandalagsins til slíkra nauðsynjamála sem þyrlugæzlan verður að teljast, ekki aðeins okkar vegna, heldur sjófarenda og annarra sem leið eiga um land okkar og fiskveiðilögsöguna (meira en sjöfalt stærri en landið) og hið ennþá stærra flugstjórn­arsvæði sem okkar menn hafa eftirlit með.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni bilaði önn­ur þyrl­an á æf­ingu á föstu­dag­inn. Búið er að panta vara­hluti í hana, og gert er ráð fyr­ir að hún kom­ist í lag á morg­un. Óvíst er hversu lengi ástands­skoðunin mun taka á hinni þyrlunni en hún verður ef­laust frá í nokkra daga. (Mbl.is)

Þess er óskað, og þess er vænzt, að stjórnvöld taki við sér í þessu nauðsynja­máli með því að fjölga þyrlum hér. Eins og hinn flugreyndi Ómar Ragnarsson bendir á, er viðhald og bilanatíðni þyrlna um tvöföld á við flugvélar. Okkur vantar því sárlega fleiri þyrlur, og ef vel ætti að vera, væri æskilegt, að a.m.k. ein eða tvær þeirra væru jafnan á Akureyri eða Egilsstöðum.

Kippum þessum málum í lag, tökum ekki frekari áhættu með því að keyra hér allt í áhættu­samri lágmarks­þjónustu eins og á sviði lögreglu- og heilbrigðis­mála.

JVJ.


mbl.is Tvær þyrlanna ekki í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þjóðfylkingin stendur með sjómanna­fjölskyldum og strandbyggðum landsins

Stefna okkar er "endurskoðun fisk­veiði­stjórn­unar frá grunni og frelsi í sjávar­útvegsmálum. Stór­aukið frelsi í strand­veiðum. Fisk­veiði­auðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórn­arskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi." – Stóraukna frelsið til strandveiða merkir í raun margföldun á veiðiheimildum á bolfisk og sömuleiðis kvótalausar makrílveiðar.

 

Þá er okkar stefna líka 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna. Sumir hafa mælt gegn sjómanna-afslætti sem "mismunun", sem ekki sé þörf á fyrir stétt sem hafi tiltölulega góðar tekjur. Þar á móti kemur, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önnur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu eftir ráðningu sína fyrr en þeir hafa tryggt sér (oft) milljónatuga-starfslokasamninga!

En enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins án þess að nýta samfélags­þjónustu í sama mæli og aðrir, þeir eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með styttri starfsævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóðlífsins verðskuldar viðurkenningu.

Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður kostur, ekki löstur. Hann smyr samfélög strand­byggðanna með aukinni veltu, útsvörum og öðrum gjöldum, og það er einungis jákvætt ef efnahagur sjómanna hjálpar þeim ekki aðeins til að borga hratt niður skuldir á dýrum bátum sínum og þeim tæknibúnaði, sem þar er þörf á, heldur líka til að geta með tím­anum hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Þá verður mun líflegra að líta til athafnalífs við hafnir landsins: dæmið snýst við, og aflaheim­ildirnar hætta að streyma þaðan til vellríkra fákeppnis­útgerða, en haldast og aukast hjá fólkinu sjálfu, með veiði­aðferðum sem aldrei geta skemmt sjávarbotninn eða gengið á fiskistofna landsins.

 

Vefsíður ÍÞ: x-e.is – thjodfylking.is – stefnuskrá: http://www.thjodfylking.is/stefnan – thjodfylking.blog.is – https://www.facebook.com/groups/447238292142338


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband