Færsluflokkur: Kvikmyndir
Föstudagur, 7.10.2016
Baráttusöngur Íslensku þjóðfylkingarinnar? Nei, án efa ekki!
En þetta lag vildi ágætur, sunnlenzkur Þjóðfylkingarmaður, Reynir Heiðarsson, að yrði baráttulag ÍÞ. Hvert er álit áhorfenda, hlustenda?
Vitaskuld yrði þó opinber söngur flokksins aldrei nema á íslenzku. Þetta er einfaldlega stuðlag sem samhljómaði líklega með sigri íslenzka landsliðsins yfir Finnum, 3:2, í fyrradag. Í bezta falli gæti þetta lag, í íslenzkum búningi, orðið baráttulag fyrir ungliðadeild flokksins. En þetta var samt meira til gamans gert að sýna hér og sjá hvernig brezk rokksveit lét íslenzka baráttuandann frá ÓL í Frakklandi verða sér að innblæstri til að semja og flytja lag til heiðurs slíkri kappgirni og þeim draumum sem ungir drengir ala í brjósti sér um íþróttaástundun sína og hvernig hún megi verða landi þeirra til vegsauka.
Undirritaður hefur þó fengið eindregna ábendingu um, að einum stofnenda flokksins þyki þessi færsla alls ekki við hæfi á bloggsíðunni, flokkurinn sé þjóðfrelsisflokkur sem berjist fyrir fullveldi landsins og að það standi umfram allt utan þess stórveldabandalags, sem kennt er við Brussel. Taki flokkurinn upp einkennissöng, eigi það að vera Öxar við ána eða Ísland er land þitt, sagði hann og hafði þar mikið til síns máls.
RADSPITZ | ICELAND CALL | official Video
Kvikmyndir | Breytt 14.10.2016 kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)