Færsluflokkur: Ferðalög
Miðvikudagur, 29.3.2017
Rógburður ESB-innlimunarsinna gegn krónunni stenzt ekki
Aðeins fjögur ríki eru með krónugjaldmiðil, en sú íslenzka er þeirra sterkust: hefur frá árinu 2013 styrkzt um 15-45% gagnvart helztu gjaldmiðlum, er þar með "sú sterkasta í heimi" að sögn greiningardeildar Arion-banka. Þá hafi einnig verið lítið flökt á krónunni.
Greiningardeild Arion banka gerði samanburð á gengi krónunnar eftir hrun á Íslandi og annarra gjaldmiðla eftir kreppuna á Norðurlöndum 1991 til að meta hvort gengisþróunin væri svipuð eftir fjármálaáföll. Svo er ekki. Raungengið hefur styrkst mun hraðar á Íslandi en það gerði á Norðurlöndum. Á tíu ára tímabili hélst raungengið á Norðurlöndum um 10% til 20% veikara en það var fyrir bankakreppu. Íslenska krónan er hins vegar komin 6% yfir sögulegt meðaltal. (Mbl.is)
Mikill andróður var lengi vel gegn krónunni, að hún væri "svo veik", einmitt þegar sveigjanleiki hennar var lykilatriði til að verjast í eftirköstum bankakreppunnar og ná að styrkja á ný útflutningsatvinnuvegi okkar og leggja grunninn að margfölduðum vexti í ferðaþjónustu.
En nú er sterk króna orðin staðreynd og mun draga úr uppgangi ferðaþjónustunnar og hægja á fjölgun ferðamanna að mati greiningardeildarinnar, en það virðist undirrituðum þó ásættanlegt, við þurfum að gera svo margt til að bæta hér aðstæður, vegakerfið, þjónustu og aðgengi ferðamanna að mörgum helztu stöðum, þ.m.t. þeim sem þeir hafa fæstir upplifað ennþá. Við þurfum að taka okkur tíma í þessa uppbyggingu og vanda hér allar aðstæður, en ekki óttast, að hinn sífelldi vöxtur haldi ekki áfram, því að betra er að fá auðugri ferðamenn en gífurlegan fjölda annarra sem valda of miklum ágangi á viðkvæmum náttúruperlum.
Svo eigum við ekki að láta ESB-sinnana um það að endurútgefa rógsherferð sína gegn krónunni með nýjum formerkjum. Hún bjargaði okkur í endurreisn efnahagslífsins, ólíkt hinni hrapallegu leið Íra í bandi hjá ESB og í dýrkeyptri þjónkan við Evrópska seðlabankann!
Jón Valur Jensson.
Sterkasta og stöðugasta króna heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 30.3.2017 kl. 03:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)